Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 6
Í þetta skipti ætlar hinn þjóðkunni og vinsæli söngvari Helgi Björns að leiða farþega um áður óþekktar slóðir hinnar frábæru Berlínar sem margir kalla „New York Evrópu“ – enda sefur hún aldrei. Helgi gjörþekkir Berlín og veit hvar áhugaverða klúbba, dansstaði, leikhús, óperur og fjöllistasýningar er að finna. Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í þrjár nætur með morgunverði á 4* hóteli og fararstjórn Helga Björnssonar. F í t o n / S Í A Borgarferðir Með Helga Björns í menningarborginni Berlín Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 94.900 kr. expressferdir.is 5 900 100 27.–30. apríl 5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR6 6 LÖGREGLUMÁL Enginn meiddist þegar söluskálinn Blái Turninn við Háaleitisbraut í Reykjavík varð eldi að bráð rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði náði starfs- kona söluskálans að forða sér út eftir að eldur, sem talinn er hafa komið upp í djúpsteikingarpotti, breidd- ist hratt út og læsti sig í loft og svo klæðningu í þaki söluskálans. Húsið er talið ónýtt eftir brunann en úr varð tölu- verður eldur og sást reykurinn frá brunanum langt að. Allnokkur viðbúnaður var vegna brunans, en um skeið lokaði lögregla öllum götum í nágrenni söluskál- ans. Þá voru á staðnum að minnsta kosti þrír slökkvi- liðsbílar og nokkrir sjúkrabílar. Aðgerðum á vettvangi stjórnaði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins. Slökkvistarf stóð í um þrjár klukkustundir en lauk fljótlega eftir að grafa, sem kölluð hafði verið á vett- vang, náði að rjúfa þak söluskálans. - óká BARIST VIÐ ELDINN Blái turninn við Háaleitisbraut er ónýtur eftir bruna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Starfskona Bláa turnsins náði að forða sér þegar eldur kviknaði út frá steikarpotti: Eldur breiddist út á skammri stund NEYTENDUR Verð á vörum og þjónustu hefur hækkað um 34,9 prósent hér á landi frá árinu 2008. Á meðan hefur hækkunin numið 5,8 prósentum á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem Hagstofa Íslands vann fyrir Já Ísland, en þar kemur jafnframt fram að matarkarfan hefur hækkað um 32 prósent á Íslandi en samsvarandi hækkun nemur rúmum fimm pró- sentum á evrusvæðinu. Verð á fatn- aði og skóm hefur einnig hækkað um rúm 30 prósent hér landi en verð hefur lækkað um tæp átta prósent á evrusvæðinu. Í tilkynningu frá Já Íslandi segir að augljóst sé að gjaldmiðlamál skipti miklu í þessu máli og mikilvægt sé að skoða samanburð við evrulönd til þess að geta tekið upplýsta ákvörð- un um það hvort aðild að ESB geti nýst heimilum í landinu. Mikilvægt sé að horft sé til staðreynda í þeirri umræðu og þessari úttekt sé ætlað að hafa jákvæð áhrif á umræðuna „til gagns og fróðleiks“. - þj Könnun á þróun neysluverðs á Íslandi og á evrusvæðinu: Verðhækkanir eru langtum meiri hér ■ Heildarverð á vörum og þjónustu: Ísland +34,9% Evrusvæðið +5,6% ■ Matur og drykkur: Ísland +32% Evrusvæðið +5,2% ■ Verð á fatnaði og skóm: Ísland +31,4% Evrusvæðið -7,9% ■ Húsgögn og heimilisbúnaður: Ísland +40,1% Evrusvæðið 3,8% Verðþróun: HEIMILD: JÁ ÍSLAND FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM INNKAUP Vöruverð hér á landi hefur hækkað talsvert umfram það sem gerist á evrusvæðinu samkvæmt úttekt Já Íslands. NÁTTÚRA Vísindamenn Veðurstof- unnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands funduðu í gær um eldstöðina Öskju norðan Vatnajök- uls. Farið var yfir gögn úr rann- sóknaleiðangri með flugvél Land- helgisgæslunnar sem farinn var á mánudag. Tilefni rannsóknanna er að Öskjuvatn var orðið íslaust strax í mars, sem er tveimur til þremur mánuðum fyrr en venja er til. „Vatnið var íslaust í mars og það er vísbending um verulega aukinn jarðhita á botni vatns- ins einhvers staðar“, segir Einar Kjartansson, sérfræðingur á Veð- urstofu Íslands. Einar bendir á að þó óvenjuhlýtt hafi verið á land- inu í mars skýri það ekki ísleysið á Öskjuvatni, enda séu önnur vötn á hálendinu, til dæmis Hágöngu- lón og Mývatn, enn undir ís. Þess vegna þótti vísindamönnum ástæða til frekari athugana. Í fluginu kom einnig í ljós að þekktu jarðhitasvæðin þrjú á svæðinu voru vel virk, en engin auðsjáanleg merki nýs yfirborðs- hita var sjáanlegur. Stóra askjan var undir snjóþekju og engin bræðsla var sjáanleg. Spurður nánar um eldstöðina Öskju segir Einar að í síðasta gosi, árið 1961, hafi fylgt nokkur aðdragandi með aukinni jarðhita- virkni. Hann segir jafnframt að þétt mælanet sé á svæðinu sem geti gefið upplýsingar þegar gögn- unum hefur verið safnað saman. „Þarna varð gríðarlega stórt gos 1875 og nokkur smágos fram til gossins 1961. Það er því ekkert reglulegt mynstur sem gæti gefið hugmyndir um hvenær næsta gos sé væntanlegt.“ Almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra sendi frá sér tilkynn- ingu síðdegis í gær. Þar kemur fram að Jarðvísindastofnun og Veðurstofan munu fara í leiðangur á svæðið eftir páska til þess að gera mælingar á svæðinu og koma fyrir tækjabúnaði til frekari mælinga. Vegna óvissu vill lögregla beina þeim tilmælum til fólks að fara ekki um svæðið að óþörfu. „Sér- staklega er varað við því að fólk fari að Víti eða Öskjuvatni vegna möguleikans á að eitraðar gasteg- undir séu að leita upp,“ segir í til- kynningu. svavar@frettabladid.is Ísleysið á Öskjuvatni er til marks um aukinn jarðhita Vísindamenn lögðu í gær línurnar vegna óvenjulegs ástands við Öskju, sem er eldstöð norðan Vatnajökuls. Öskjuvatn var orðið íslaust í mars, sem er óþekkt. Almannavarnir vara við ferðalögum um svæðið. AUGA Í AUÐNINNI Þessi mynd utan úr geimnum segir meira en mörg orð, hér sést Öskjuvatn íslaust en landið annars þakið ís og snjó. MYND/MODIS/NASA/UNNIN Á VEÐURSTOFU Á ÍSLANDS VIÐ ÖSKJUVATN Mikil náttúrufegurð er við vatnið en almannavarnir vara við ferðum á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÓMALÍA, AP Að minnsta kosti tíu manns létust í sprengjuárás á ríkisleikhús í Mogadishu, höfuð- borg Sómalíu. Árásin var gerð þegar Abdiweli Mohamed Ali forseti var að flytja ræðu í tilefni af ársafmæli ríkis- sjónvarps landsins. Fjöldi gesta var í húsinu, sem var opnað á ný fyrir aðeins tveimur vikum eftir að hafa staðið lokað árum saman vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu. Vonir um friðsælli tíma höfðu vaknað í höfuðborginni eftir að stjórnarhernum tókst að hrekja íslamistasamtökin al-Shabab úr borginni í ágúst. Samtökin sögð- ust í gær bera ábyrgð á þessari árás og sögðu að sprengjum hafi verið komið fyrir í húsinu, en ríkisstjórnin segir að kona hafi sprengt sig í loft upp. - gb Sprengjuárás í Sómalíu: Friðurinn úti í höfuðborginni Á VETTVANGI Særður maður fluttur burt. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Bíll og ryksuga brunnu til kaldra kola í norðurhluta Sví- þjóðar í vikunni. Eigandi bílsins hafði ætlað að flytja bensín úr bílnum yfir í snjóblásturstæki með þessum afleiðingum. Maðurinn ákvað að nota heim- ilisryksuguna til þess að sjúga bensín úr bílnum, með þeim afleiðingum að það kviknaði í henni. Maðurinn, sem var inni í bílskúr þegar þetta átti sér stað, kastaði ryksugunni út úr honum þar sem hún sprakk. Manninum varð ekki meint af. - þeb Ætlaði að sjúga bensín úr bíl: Ryksuga full af bensíni sprakk Telur þú rétt að fækka íslensk- um háskólum í hagræðingar- skyni? Já 73% Nei 27% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú til útlanda í sumar? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.