Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 52
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Stundum þarf ég að klípa sjálfa mig þegar ég vakna til að ganga úr skugga um að þetta sé í raun og veru satt. Ég er ekki sinni orðin fertug og hef samt gert svo ótal margt, ferðast um allan heim, eignast þrjú dásamleg börn og er á leið- inni til tunglsins og líka til Íslands. Lífið gerist ekki betra,“ segir hin þekkta ævin- týrakona Renata Chlumska, sem heldur fyrirlestur á vegum Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL) í Háskólabíói mið- vikudaginn 11. apríl næstkomandi. Fyrirlestur Renötu ber yfirskriftina High Adventure, titill sem væntanlega lýsir lífi Renötu vel, en þessi 39 ára Svíi hefur meðal annars verið valin ein af fremstu ævintýrakonum heims af hinu útbreidda tímariti Outdoor Magazine. Hún var fyrst sænskra kvenna að ná tindi Everestfjalls og hefur gengið á fjölda annarra tinda, til dæmis Shishap- angma, sem er í 8.006 metra hæð, án við- bótarsúrefnis. Afrek hennar ná einnig til hjólreiða og siglinga, en Renata hjólaði frá Nepal til Stokkhólms á fjórum mán- uðum. Árið 2005 hjólaði hún og reri á kajak yfir 48 ríki Bandaríkjanna, en sú ferð tók nærri eitt og hálft ár og ferðað- ist hún alls 18.500 kílómetra. Renata stefnir einnig á að verða innan skamms fyrsta sænska konan sem ferðast út í geiminn, en hún hefur í dágóðan tíma átt miða númer 192 hjá Virgin Galactic, fyrirtækinu sem gefur almenningi kost á slíkum ferðum gegn gjaldi. „Ég verð bara farþegi í þessari ferð, en ég æfi og undirbý mig eins og ég sé alvöru geimfari, eða eins nærri því og kostur er. Stóra markmiðið er svo auðvitað að komast til tunglsins og verða fyrsta manneskjan til að komast á topp- inn á hæsta fjallinu á tunglinu. Einhver verður að gera það og ég vona að það verði ég,“ segir Renata. Þetta verður í fyrsta sinn sem ævin- týrakonan kemur til Íslands og segist hún hlakka mikið til ferðarinnar, enda er Ísland eina Evrópulandið sem hún hefur ekki enn heimsótt. „Þess vegna ákvað ég að vera tveimur dögum leng- ur á landinu til að ferðast um með fjöl- skylduna og sjá landið betur. Á fyrir- lestrinum í Háskólabíói kem ég til með að segja frá þessum ferðum mínum og ævintýrum, hvernig ég byrjaði og hvaða aðferðum ég beiti til að fá sem mest út úr lífinu. Ég vonast til að geta hvatt gesti til að láta drauma sína rætast, að sýna þeim að allt er mögulegt.“ Á undan fyrirlestri Renötu munu Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson, meðlimir í FÍFL, segja stuttlega frá nokkrum háfjallaperlum Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. kjartan@frettabladid.is ÆVINTÝRAKONAN RENATA CHLUMSKA: HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁSKÓLABÍÓI Vonast til að hvetja Íslendinga ÆVINTÝRAKONA Hin þekkta sænska ævintýrakona Renata Chlumska segir frá ferðum sínum um heiminn, á fjöll og fljótlega til tunglsins, í fyrir- lestri í Háskólabíói þann 11. apríl. MYND/ FREDRIK BLOMQVIST Tónlistarmaðurinn dáði Kurt Cobain fyrirfór sér á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum á þessum degi árið 1994. Cobain öðlaðist frægð sem gítarleikari, söngvari og lagasmið- ur hljómsveitarinnar Nirvana, sem margir vilja flokka undir svokallaða gruggstefnu („grunge“) en þó ekki allir. Cobain glímdi við vímuefnadjöfulinn stóran hluta af sínu stutta lífi. Á tónleika- ferðalagi um Evrópu með Nirvana í byrjun mars 1994 var hann lagður inn á spítala í Róm á Ítalíu vegna of stórs skammts af verkjalyfinu Rohypnol, sem hann skolaði niður með kampavíni. Courtney Love, eigin- kona söngvarans, hélt því síðar fram að þetta hefði verið fyrsta sjálfsvígstilraun Cobains. Tveimur vikum síðar, 18. mars, læsti Cobain sig inni í herbergi á heimili sínu með byssu. Í kjölfarið fór hann í meðferð í Kaliforníu en strauk eftir stutta dvöl og fór aftur til Seattle í flugvél, þar sem hann sat við hlið Duffs McKagan, bassaleikara Guns N‘Roses. Cobain fór huldu höfði næstu dagana. Rafvirki fann lík hans á heimilinu þann 8. apríl, þremur dögum eftir að Cobain hafði skotið sig í höfuðið. Við hlið hans var sjálfs- morðbréf, sem Courtney Love las upp úr fyrir aðdáendur, sem söfnuðust saman í almenn- ingsgarði í Seattle nokkrum dögum síðar til að minnast tónlistarmannsins. ÞETTA GERÐIST: 5. APRÍL 1994 Kurt Cobain fellur fyrir eigin hendi COLIN POWELL, fyrrverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er 75 ára í dag. „Slæmar fréttir verða verri með aldrinum.” Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS EIRÍKSDÓTTIR Stöðulfelli, sem lést 30. mars á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund, verður jarðsungin frá Skálholts dómkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Margrét Bjarnadóttir Viggó K. Þorsteinsson Eiríkur Bjarnason Ásdís J. Karlsdóttir Sigríður Bjarnadóttir Guðmundur B. Kristmundsson Guðrún Elísabet Bjarnadóttir Benedikt S. Vilhjálmsson Jón Bjarnason Lilja Árnadóttir Oddur Guðni Bjarnason Hrafnhildur Ágústsdóttir Guttormur Bjarnason Signý B. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, RÓSU KEMP ÞÓRLINDSDÓTTUR Barrholti 7, Mosfellsbæ, sem lést fimmtudaginn 8. mars. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans og líknardeildar LSH í Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Jón Þorberg Eggertsson Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan O. Þorbergsson Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason Jórunn Linda Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÚLÍUSDÓTTUR kjólameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Ágústa Högnadóttir Eyjólfur Ólafsson Ólafur Ellertsson Guðmunda Árnadóttir Baldur Ellertsson Ásthildur Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLRÚN YNGVADÓTTIR húsmóðir og alþýðuleikkona, Hamraborg 18, Kópavogi, varð bráðkvödd að heimili sínu 27. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristbjörg Ásmundsdóttir Ólafur Ingólfsson Elín Ebba Ásmundsdóttir Jon Kjell Seljeseth Ásmundur Einar Ásmundsson Sigrún Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÚLÍÖNU GUÐLAUGSDÓTTUR Hrútsstöðum, Dalasýslu. Böðvar Bjarki Magnússon Bergþóra Jónsdóttir Guðlaugur Ellertsson Kristbjörg Einarsdóttir Guðrún Ellertsdóttir Ragnar M. Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR JÓNSDÓTTIR Heiðvangi 5, Hellu, lést 23. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Hannes Ólafsson Ragnheiður Alfreðsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Halldór Leifsson Jón Þröstur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTLAUG ÓLAFSDÓTTIR (STELLA) Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Vífilsstöðum áður til heimilis að Kirkjusandi 3, andaðist mánudaginn 2. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Ingvar Finnur Valdimarsson María Karlsdóttir Guðjón Þór Valdimarsson Guðrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörtur Kristinn Hjartarson frá Hellisholti, Vestmannaeyjum, Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 3. apríl. Jarðarförin fer fram frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Jóhanna Arnórsdóttir María Hjartardóttir Jón Marteinsson Arndís Hjartardóttir Francisco Fernandez Bravo Eydís Ósk Hjartardóttir Viggó Jóhannesson Kristín Hjartardóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.