Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 54
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR34 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs Fer sínar eigin leiðir Elísabet Ronaldsdóttir, þekktasti klippari landsins, er óhrædd við óhefðbundinn lífstíl. Páskar í myndum Úrslit í páskamyndasamkeppni lesenda. Meðal annars efnis: ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Þessi leikur er alltof flókinn fyrir gam-alt fólk,“ sagði fjórtán ára dótturson- ur minn andvarpandi eftir að hafa eytt klukkutíma í að reyna að kenna ömmu gömlu leikreglurnar í uppáhaldstölvuleikn- um sínum. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar hann gerði sér ljóst að hann hafði hlaupið á sig, sótroðnaði og flýtti sér að bæta við: „Ég meina sko eldra en þrjátíu ára.“ ÞAÐ er nefnilega orðið verulega móðgandi að segja að einhver sé gamall. Fólk er ungt og efnilegt fram yfir fertugt, mið- aldra fram á sjötugsaldur og þegar lögbundinn eftirlaunaaldur skellur á verður það að eldri borgurum, eða jafnvel heldri borgurum, en aldrei gamalt. Það er stimpill sem er óhugsandi að setja á manneskj- ur í nútímasamfélagi. VIRÐINGIN fyrir aldri, reynslu og visku sem manni var innrættur sem barni er farin veg allrar veraldar og í þau örfáu skipti sem gömlu fólki bregður fyrir í íslenskum fjölmiðlum er talað við það sem einhvers konar sam- bland af börnum og furðufyrir- bærum. „Kanntu enn þá þulur? Æðislegt!“ „Og þú ferð enn í göngutúra? Duglegur strákur!“ VIÐ erum við öll á hröðum flótta undan ellinni og dauðanum og berjum hausum við steina í erg og gríð við að sannfæra sjálf okkur og umhverfið um að við séum sko alls ekki gömul. Rembumst eins og rjúpur við fitness-staura við að halda lík- ömunum unglegum og snyrtivörubransinn og heilsumafían velta milljörðum á millj- arða ofan við að ala á þessari aldursfó- bíu. Nýlega sá ég meira að segja „lærða“ grein á amerískri heilsuvefsíðu um það að regluleg inntaka C-vítamíns minnk- aði líkurnar á dauða um heil fimmtíu prósent. Og enginn sem tjáði sig í komm- entakerfinu virtist sjá nokkuð athugavert við þá fullyrðingu. Sennilega verður þess ekki langt að bíða að fólk fari að trúa því í alvöru að það geti orðið ódauðlegt ef það bara borðar þetta en ekki hitt, hleypur og spriklar sem mest það má, smyr sig rán- dýrum kremum frá toppi til táar og leyfir lýtalæknum að breyta sér í svipbrigða- lausar múmíur. GAMALL kemur reyndar oft fyrir sem virðingarheiti í íslenskum málsháttum, því þarf auðvitað að breyta. Vonandi hafa þeir sem velja málshættina í páskaeggin í ár áttað sig á því hvað orðið er stuðandi og náð að breyta grónum málsháttum í samræmi við það. „Hvað ungur nemur, eldri temur“ og „Oft er það gott er heldri kveða“ væri góð byrjun, eða hvað? Gömul en alls ekki góðLÁRÉTT 2. fyrst fædd, 6. umhverfis, 8. hljóma, 9. kviksyndi, 11. fisk, 12. beikon, 14. spergill, 16. spil, 17. geislahjúpur, 18. upphaf, 20. 950, 21. slepja. LÓÐRÉTT 1. bauti, 3. fíngerð líkamshár, 4. lítilmenni, 5. skrá, 7. planta, 10. tangi, 13. fyrirboði, 15. lappi, 16. tímabils, 19. golf áhald. LAUSN LÁRÉTT: 2. elst, 6. um, 8. óma, 9. fen, 11. ál, 12. flesk, 14. aspas, 16. ás, 17. ára, 18. rót, 20. lm, 21. slím. LÓÐRÉTT: 1. buff, 3. ló, 4. smákarl, 5. tal, 7. melasól, 10. nes, 13. spá, 15. sami, 16. árs, 19. tí. Pondus! Segðu eitthvað rómantískt! Que? Svona nú! Sýndu mér að ástarloginn brennur enn þá í þessu sambandi! Allt í lagi ... augun þín skína eins og ... tveir ferskir tómatar! Hárið þitt er eins og foss... af hári! Munnurinn þinn er eins og dularfullur hellir á höfðinu! Húðin þín er mjúk eins og nýrakaður naggrís! Eyrun á þér eru eins og blómstrandi blómkál! Nefið á þér er eins og sæt kart- afla! Þetta er nóg! Tennurnar þínar eru... góðar í að tyggja! Pondus! Ég drep þig! Brjóstin þín eru eins og... tvær vatnsblöðrur! Í alvör- unni! Ekki trufla mig. Ég er að stækka. Negla!!! Þetta er falleg skraut- skrift hjá þér, Solla. Takk! Ég er að æfa mig í að skrifa nafnið mitt. Þannig að undirskrift- in þín mun líta svona út í framtíðinni? Nei, þetta eru bara skamm- stöfunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.