Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 56
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Getur lyft tveimur gíröffum og tveimur fílum. Lína langsokkur leikur lausum hala í Hveragerði. Popparinn Jason Mraz gefur á næstunni út sína fjórðu plötu þar sem ástin verður umfjöllunarefnið. Fjórða plata bandaríska popparans Jason Mraz, Love Is a Four Letter Word, kemur út um miðjan apríl. Hún fylgir eftir hinni vinsælu We Sing. We Dance. We Steal Things, sem seldist í milljónum eintaka. Lagið I´m Yours af plötunni sló rækilega í gegn úti um allan heim og á það metið yfir þau lög sem hafa setið lengst á Billboard Hot 100-listanum í Bandaríkjunum, eða í 76 vikur samfleytt. Mraz var tilnefndur til Grammy-verð- launanna fyrir þetta hugljúfa lag. Mraz fæddist fyrir 35 árum í Virginíu-fylki. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur að árum en þrátt fyrir það átti hann hamingjurík uppvaxtarár. Hann gaf út órafmagnaða tón- leikaplötu árið 2001 sem var tekin upp á kaffihúsi með Noel „Toca“ Rivera, sem spilaði á ásláttarhljóð- færi, en hann hefur allar götur síðan unnið náið með söngvar- anum. Árið eftir skrifaði Mraz undir útgáfusamning við Elektra Records og fyrsta platan, My Rocket to Come, var tekin upp með aðstoð Dave Matthews Band. Hún vakti nokkra athygli á Mraz, sem í framhaldinu hitaði upp fyrir Tracy Chapman og Alanis Morissette. Árið 2005 kom næsta plata út, Mr. A-Z, á vegum Atlantic Records og komst hún í fimmta sæti Bill- board-listans. Upptökustjóri var Steve Lillywhite sem hefur unnið með U2 og Dave Matthews Band. We Sing. We Dance. We Steal Things, leit svo dagsins ljós 2008 og kom hún Mraz á kortið sem söngvara og lagahöfund. Núna, fimm árum síðar, gefur hann út Love Is A Four Letter Word og í þetta sinn ákvað popparinn að leggja áherslu á röddina og draga úr áhrifum blásturshljóðfæra. Einnig verður píanó- og gítarleik- ur meira áberandi en áður. Mraz ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Suður-Kóreu 8. júní og stendur yfir allt þar til í byrjun desember þegar hann stígur á svið í London. freyr@frettabladid.is JASON MRAZ SYNGUR UM ÁST Á NÝRRI PLÖTU VINSÆLL Popparinn Jason Mraz hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. NORDICPHOTOS/GETTY Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 29. mars - 4. apríl 2012 LAGALISTINN Vikuna 29. mars - 4. apríl 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 2 Magni ..................................................................... Hugarró 3 Valdimar Guðm. / Helgi Júlíus .......Stöndum saman 4 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 5 Greta Salóme / Jónsi.................................Never Forget 6 Blár ópal ............................................................Stattu upp 7 Hljómar ................................................................Þú og ég 8 Kelly Clarkson ......................................................Stronger 9 Train ........................................................................Drive By 10 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Mugison ....................................................................Haglél 3 Adele .................................................................................. 21 4 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 5 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 6 HAM ............................................ Svik, harmur og dauði 7 Sólstafir....................................................... Svartir sandar 8 Leonard Cohen .................................................Old Ideas 9 Hjálmar ..........................................................................Órar 10 Valdimar ............................................................Undraland Breska hljómsveitin Orbital var eitt af stærstu nöfnum bresku dans- tónlistarbylgjunnar á tíunda áratugnum. Hún gaf út hjá stórfyrirtæki, seldi vel af plötum og fyllti tónleikahallir. Ég sá hana einmitt trylla troðfulla Brixton Academy í London skömmu fyrir aldamót. Það voru magnaðir tónleikar. Svo komu nokkrar slappar plötur og sveitin lagði upp laupana árið 2004. Orbital var stofnuð af bræðrunum Phil og Paul Hartnoll í Sevenoaks í Kent árið 1989. Þeir gáfu lagið Chime út í desember það ár, en nokkrum mánuðum seinna var það endurútgefið af FFRR-útgáf- unni sem var hluti af PolyGram samsteypunni. Lagið sló í gegn hjá „rave“-kynslóðinni og náði 17. sæti á breska smáskífulistanum. Í framhaldinu komu fleiri smellir og fimm frábærar stórar plötur, Orbi- tal (1991), Orbital 02 (1993), Snivili- sation (1994), In Sides (1996) og Middle of Nowhere (1999). Tónlist Orbital er teknótónlist, en samt tókst sveitinni að höfða bæði til danstónlistar- og rokkáhang- enda. Þeir bræður byggðu plöturn- ar sínar upp eins og rokkplötur og þeir voru alltaf öflugir á tónleik- um. Orbital spilaði líka mjög víða, meðal annars á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury. Orbital-bræður komu saman aftur árið 2008 til að spila á Big Chill- hátíðinni og síðan hafa þeir verið að vinna efni fyrir nýja plötu. Hún fékk nafnið Wonky og kom út síðasta mánudag. Tónlistin á henni minn- ir á fyrri afrek, en samt hafa þeir uppfært hana svolítið. Tvær söng- konur eru í gestahlutverki: Enska grime-stjarnan Lady Leshurr rapp- ar í titillaginu og Zola Jesus syngur í smáskífulaginu New France. Fín plata hjá bræðrunum. Hartnoll bræður snúa aftur WONKY Fyrsta Orbital-platan í átta ár kom út á mánudaginn. > PLATA VIKUNNAR ★★★★★ Madonna - MDNA „Poppdrottningin er ekki til í að gefa titilinn frá sér alveg strax“. - TJ Írsku rokkararnir í U2 eru sagðir hafa haft samband við sænska lagahöfundinn Carl Falk um að hann aðstoði hljómsveit- ina við gerð næstu plötu. Falk hefur unnið með strákabandinu One Direction og er höfundur hins vinsæla Starships með Nicki Minaj. Hann hefur einnig starfað með Nicole Scherzinger og Westlife. „Þetta er allt á byrjunarreit en við ætlum að gera eitthvað með U2,“ sagði Falk í viðtali við The Sun. U2 er í hljóðveri um þessar mundir til að undirbúa nýju plötuna og eru Bono og félagar greinilega ekkert feimnir við að leita eftir aðstoð úr öðrum áttum við laga- smíðarnar. Síðasta plata, No Line On The Horizon, kom út fyrir þremur árum. Falk aðstoðar U2 Í HLJÓÐVERI U2 er í hljóðveri að undirbúa næstu plötu. > Í SPILARANUM Tómas R. Einarsson - Laxness Kasper Bjørke - Fool Mi Ami - Decade Killing Joke - MMXII alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.