Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 16
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðar- fyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur. Blendnar viðtökur Annars vegar hefur hugmynd- inni verið mjög vel tekið á þeirri forsendu að siðferðilega sé hún rétt og hafi auk þess ótvírætt forvarnargildi, komi í veg fyrir alvarleg lögbrot sem skaði sam- félagið. Hins vegar hefur hugmyndin verið gagnrýnd harkalega af tals- mönnum sjávarútvegsfyrirtækja og aðilum sem telja að verið sé að refsa á röngum forsendum. Þannig hefur Björn Valur Gísla- son alþingismaður bent á að í því frumvarpi, sem fram er komið um fiskveiðistjórnun, séu ákvæði þess efnis að útgerðir geti misst veiðileyfi brjóti þau gegn fisk- veiðistjórnunarlögunum. Þetta segir hann á vefsíðunni Smug- unni og bætir við að „langsótt“ sé „að svipta aðila veiðileyfum vegna brota á öðrum lögum en þeim sem varða stjórn fiskveiða eins og talað hefur verið um. Það væri líkt því að svipta atvinnu- bílstjóra ökuleyfi vegna brota á lögum um gjaldeyrismál eða bak- ara leyfum sínum vegna brota á umferðarlögum.“ Afraksturinn fari til samfélagsins Þetta eru vissulega rök sem ber að íhuga. En að sama skapi vil ég biðja Björn Val Gíslason og aðra að íhuga mín rök sem byggjast á þeirri sýn að aðgangur að nýt- ingu auðlinda snúist um annað og meira en það eitt hvernig með auðlindina er farið í þröngum atvinnuskilningi heldur hvernig á er haldið fyrir samfélagið sem á allt sitt undir. Sá sem fær gjald- eyrisskapandi auðlind til ráðstöf- unar er jafnframt ábyrgur fyrir því að skila afrakstrinum til sam- félagsins samkvæmt þeim reglum sem samfélagið setur. Þar koma skattalög og gjaldeyrislög óvé- fengjanlega til sögunnar. Hin þjóðhagslega tenging Þegar sjávarauðlindin og hvern- ig um hana hefur verið haldið er sett í þjóðhagslegt samhengi á undanförnum tveimur áratugum er að ýmsu að hyggja. Búferla- flutningar koma þar við sögu, jafnvel gengi einstakra lands- hluta sem háðir voru því hvern- ig kvótinn fluttist til í landinu, stundum samkvæmt þröngum geðþóttaákvörðunum kvóta- hafa en ekki því sem best hefði gagnast viðkomandi samfélögum. Þá má leiða sterk rök að því að upphaf góðærisfársins sem leiddi til hrunsins hafi verið innleiðing á núverandi kvótakerfi í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, þegar sumir kvótahafanna tóku ómældar upphæðir út úr sjávar- útveginum til að braska með um víðan völl. Fróðlegt væri að fá vandaða kortlagningu á þessum þætti af hálfu hagfræðinga og sagnfræðinga. Það bíður eflaust síns tíma en margoft hefur komið fram að um himinháar upphæðir var að ræða. Að sjálfsögðu kom margt annað til sögunnar í kjöl- farið sem skýrir efnahagsbálið en í kvótanum og möguleika á að framselja hann var ákveðin kveikja. Kýrskýr mynd En aftur að samtímanum og viðfangsefni þessara skrifa. Á að svipta fyrirtæki veiðileyfi sem brýtur, ekki aðeins gegn fisk- veiðilögum, heldur einnig þau sem brjóta gegn skatta- og gjald- eyrislögum? Svar mitt er játandi, með þeim sjálfsagða fyrirvara að um sé að ræða ásetningsbrot. Byggi ég afstöðu mína á því sem áður er vikið að og varðar þjóðar- hagsmuni þegar auðlindirnar eru annars vegar. Í þrengingum okkar ætti málið að fá á sig óvenju skýra mynd. Nú um stundir erum við sem samfé- lag að borga tugi milljarða til að halda úti gjaldeyrisforða – sem vissulega má deila um hve hár eigi að vera. En hár er hann og kostnaður mikill fyrir þjóðarbú- ið. Ríður því á sem aldrei fyrr að allur ávinningur þjóðarinnar af gjaldeyrisskapandi útflutningi, og þá ekki síst úr sjávarútveg- inum, skili sér í sameiginlegar hirslur okkar. Skatta- og gjald- eyrissvindl kemur í veg fyrir þetta enda ásetningur þeirra sem svindla að hagnast sjálfir á kostnað þjóðarbúsins. Heiðarleiki í þessum efnum er því óaðskiljanlegur hluti af þeim leyfum sem þjóðin fær einstak- lingum og fyrirtækjum í hendur til að nýta auðlindir sínar. Árétting á að kvóti er ekki eign Ef fyrirtæki verða uppvís að því að hlunnfara samfélag sitt þá hlýtur samfélagið að finna heið- arlegri aðila til að fara með fjör- egg sín! Í mínum huga er þetta augljóst. En hvers vegna þessi hörðu viðbrögð? Heiðarlegur útgerðar- maður til margra ára sagði við mig að ástæðan væri sú að allir þeir sem gerðust sekir um skatta- misferli og brot á gjaldeyris- lögum, hækkuðu fisk í hafi til að hlunnfara sjómenn og samfé- lag eða færu á annan hátt fram hjá lögum gerðu sér grein fyrir þeirri ógn sem að þeim stafaði af öllum hugmyndum sem byggð- ust á þeirri staðreynd að kvóti er ekki eign; að hægt er að svipta menn honum gangi þeir á rétt hins eiginlega eiganda, íslensku þjóðarinnar. Auðlindir og almannahagur Úr öllum landshlutum berast kröfur til hins opinbera um uppbyggingu atvinnulífsins og aukna hagsæld íbúanna. Hávær- astir í þeim hópi eru þeir sem krefjast þess að stóriðjufyrir- tækjum á borð við álbræðslur verði gert kleift að opna hér verk- smiðjur með ýmiss konar íviln- unum. Á sama tíma berast fréttir alls staðar að úr heiminum um hnignun jarðargæða vegna gegndarlauss ágangs mannanna. Vandamálin sem blasa við eru hráefnaþurrð, mengun vatns, sjávar og andrúmslofts (með til- heyrandi fylgikvillum), eyðing gróins lands, skóga og ósónlags- ins. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingarnar ef fer sem horf- ir en augljóst að þessi vandamál varða ekki bara mannskepnuna heldur allt lífríki jarðarinnar með viðvarandi skorti á lífsnauð- synjum í náinni framtíð. Íslendingar eru í nokkuð sér- stakri stöðu meðal þjóða; þeir eiga nóg land og nóg af hreinu vatni – enn sem komið er. Í stað þess að hlúa að þessum verðmæt- um með komandi kynslóðir í huga virðast Íslendingar enn mjög heillaðir af töfrum efnahags- undranna – hvað sem þau kosta. Hagvöxtur sem byggist á meng- andi stóriðju og auðlindafrekju verður aldrei annað en ígildi yfir- dráttarláns sem náttúran og kom- andi kynslóðir þurfa að borga. Hugtakið auðlind felur ekki í sér óendanlega uppsprettu eins og stundum er gefið til kynna. Réttara væri að kalla auðlindir forðabúr. Við eigum takmark- aðan forða sem þrýtur að lokum eins og gjaldeyrisforði þjóðar- innar gerði í hruninu 2008. Forði sem átti að duga þjóðinni í mestu hugsanlegu vandræðum. Þótt drykkjarvatn sé á Íslandi almennt talið óþrjótandi er það ekki svo. Vatn er dýrmæt- asta auðlind jarðar og hagvöxt- ur framtíðarinnar. Með aukinni mengun og hækkandi hitastigi jarðar (vegna gróðurhúsa áhrifa) fara gæði vatns í heiminum dvínandi. Við megum ekki selja frá okkur vatnsréttindin til að græða tímabundið og standa svo frammi fyrir því að hreint vatn verði eingöngu aðgengilegt fyrir þá sem geta borgað fyrir það. Þetta er því miður staðreynd sumstaðar í heiminum þar sem fyrirtæki eða einstaklingar hafa keypt land með greiðan aðgang að vatni. Fljótlega eftir kaupin hækkar vatnsverð til neytenda svo að stórir hópar fólks hafa vart efni á að kaupa sér hreint vatn. Nú hugsa líklega margir að þetta geti aldrei gerst hér á landi en við höfum nú þegar selt frá okkur auðlindir sem ættu aldrei að vera í einkaeigu. Vatnið verð- ur að vera aðgengilegt fyrir alla – rétt eins og andrúmsloftið. Sama má segja um gildismat á landi. Íslendingar virðast upp til hópa ekki bera skynbragð á verðmæti ósnortinnar náttúru. Í umræðunni um Kárahnjúkavirkj- un á sínum tíma vildu virkjana- sinnar meina að landið sem sökkt yrði væri lítils virði m.a. vegna þess að þar væri lítill gróður og næstum enginn hefði séð landið. Með sömu rökum mætti segja að tunglið skipti litlu máli fyrir lífið á jörðinni. Það sem hins vegar hefur orðið mörgum ljóst undanfarin ár er hve mikils virði óspillt náttúra er og verður aðeins dýrmætari með tímanum, líkt og vatnið. Íslendingar verða að opna augun fyrir því að sala á landi, hvort sem er til virkjana eða til einkaaðila með aðra uppbyggingu í huga, verður að skoða í heildarsam- hengi. Ósnortin náttúrusvæði eru sjaldgæf í hnattrænu samhengi og þessi svæði eiga mjög undir högg að sækja þegar krafan um skyndi- lausnir fer að stjórna umræðunni. Þar koma alþjóðleg stórfyrirtæki inn í myndina. Fjárfestingarstefna þeirra fellur nefnilega afar vel að skammsýnum hagvaxtarhugmynd- um Íslendinga, þjóðar sem lætur sig afdrif komandi kynslóða, hvað þá annarra jarðarbúa, engu varða. En við megum ekki láta blekkj- ast af þeim sem bjóða okkur pip- arkökuhús skreytt með sælgæti þegar verið er að lokka okkur inn í ofninn! Ef menn staldra aðeins við, hugleiða þessi mál og reyna jafn- vel að skilja þau þótt ekki væri nema í grundvallaratriðum, er ólíklegt að niðurstaðan verði að „öfgafullir umhverfissinnar“ séu þeir sem beri ábyrgð á stöðu efnahagsreikninga nú um stund- ir og komi í veg fyrir atvinnu- uppbyggingu í landinu. Áhrifa- menn sem þannig tjá sig eru á sama tíma að lýsa yfir fávisku sinni. Og í þeim efnum verður óspillt náttúra að njóta vafans. Umhverfismál verða að hafa for- gang – áður en það verður um seinan. Að hugsa lengra en nefið nær Sjávarútvegsmál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Umhverfismál Ásgerður Bergsdóttir kennari Katrín Hauksdóttir alþjóðastjórnmála- fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.