Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
FULL BÚÐ
af flottum fötum
fyrir flottar konur
Gleðilega páska
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Næstu föstudaga verða birtar hér uppskriftir af uppáhalds-pitsu hinna ýmsu matgæðinga. Ýmsar útgáfur munu líta dagsins ljós og hugmyndaflugið fær að njóta sín. Pitsurnar
eiga það sameiginlegt að vera gerðar úr Wewalka-pitsudeigi.
Steingrímur Sigurgeirsson matgæðingur skoraði á Halldóru
Traustadóttur, forstöðumann á viðskiptasviði Íslandsbanka, að gefa
lesendum uppskrift að uppáhaldspitsunni sinni sem kemur hér.
PITSA MEÐ KARTÖFLUM
RÓSMARÍN, KAPERS OG RJÓMAOSTI
SKORAR Á AÐALSTEIN
GÓÐGÆTI KYNNIR Wewalka pitsudeig er hægt
að útbúa á margvíslegan hátt.
1 Wewalka xxl, hvítur botn
Grænt pestó
Rifinn ostur
Kartöflur
Laukur
Rósmarín
Maldon-salt
Ólífuolía
Kapers
Rjómaostur
Afhýðið bökunar-
kartöflu og skerið
með ostaskera í þunnar sneiðar.
Sneiðið lauk þannig að þið hafið
heila hringi.
Setjið í skál ásamt góðri ólífuolíu
og slatta af rósmaríni.
Bragðbætið með Maldon-salti.
Þekið botninn með grænu pestói.
Stráið rifnum osti yfir.
Raðið kartöflusneiðum, lauk
og rósmaríni ofan á pestóið og
ostinn.
Dreifið kapers yfir og að lokum
rjómaosti.
Bakið við 200°C í 15-20 mínútur.
Ég skora á Aðalstein Leifsson, lekt-
or við viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík, að deila með lesendum
uppáhaldspitsunni í næstu viku.
PITSUÁSKORUN
GÓÐ PITSA Halldóra Trausta-
dóttir með eftirlætispitsuna sína.
■ LÚXUSVARA FRÁ FORD
Bandaríski tískuhönnuðurinn Tom Ford
setur nýja lúxus gleraugnalínu á markað
í næsta mánuði. Hönnunin tekur mið af
tísku sjötta áratugarins og eru ætluð bæði
körlum og konum. Gleraugun munu kosta
um 380.000 krónur sem gera þau tíu
sinnum dýrari en gleraugu margra sam-
bærilegra hönnuða. Himinhátt verð gler-
augnanna skýrist af því að þau eru meðal
annars búin til úr hornum vatnabuffalóa
og gulli. Hönnuðurinn segir að hugmyndin
að hönnun gleraugnanna sé sprottin úr
tímalausum glæsileika sjötta áratugar-
ins. Það sem einkenni þau sé bæði úrvals hönnun og hágæða efni
og eru þau, að hans sögn, með betri gleraugum sem komið hafa frá
hönnunarhúsi hans. Gleraugun verða seld í sérhönnuðu leðurboxi,
þeim fylgir upprunavottorð og sérstakt hreinsikrem. Þau verða seld
í verslunum Tom Ford í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu og
sérvöldum verslunum víða um heim.
RÁNDÝR GLERAUGU Á MARKAÐ
NÝJASTA
TÍSKA Í AMER-
ICAN IDOL
Tískuhönnuðurinn Tommy
Hilfiger var fenginn til að að-
stoða keppendur í American
Idol með fataval. Hann segist
vera ráðgefandi og koma með
hugmyndir en krakkarnir ráði
því hvort þau fari eftir þeim
ráðum. Keppendur klæðast
nýjustu fatalínu hans svo
framarlega sem þau kjósa svo.
„Ég vil efla sjálfsvitund þeirra
á sviðinu og gera þau örugg-
ari,“ segir Hilfiger. „Sjálfsör-
yggi og útlit skiptir miklu máli
í svona keppni,“ bætir hann
við.
„Það er mikill heiður fyrir
mig að fá að leiðbeina þessu
unga fólki. Ég hef alltaf haft
áhuga á tísku unga fólksins,“
segir Hilfiger en fatnaður hans
er vinsæll um allan heim. Hann
þykir sportlegur en þó með
klassísku yfirbragði. Hilfiger,
sem er Bandaríkjamaður, þykir
hafa tekið amerískan hvers-
dagsklæðnað og gert hann
smart.
American Idol keppnin hefur
verið haldin árlega frá árinu
2002. Framleiðendur vonast
til að hún fái nýjan innblástur
varðandi tísku og útlit nú þeg-
ar svo frægur hönnuður vinnur
með keppendum. Áhorfendur
fá að kynnast nýjustu tísku um
leið og þeir hlýða á söngvar-
ana. Talið er að 16 til 20 millj-
ónir manna horfi á hvern þátt.
Hilfiger er ánægður að vera í
liði með Jennifer Lopez, Randy
Jackson, Steven Tyler og Ryan
Seacrest en hann hefur einnig
áhrif á fatnað þeirra í þátt-
unum. Hilfiger hefur starfað
mikið með tónlistarmönnum
í gegnum tíðina. Hann hefur
unnið með Rolling Stones,
Lenny Kravitz, David Bowie,
Britney Spears, Beyonce og
Taylor Swift svo einhverjir séu
nefndir.
MYND/GVA
Ögurhvarf 2 - 203 Kópavogur
GSM: 824-3900
thrudmar@pkarlsson
www.pkarlsson.is www.lmc.is
Frumsýnum 2012 LMC hjólhýsi ferðavagna
í Þrastalundi um páskana
Föstudaginn langa
Laugardaginn
Páskadag
Reiki
Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK
FYRIR BÆTTA LÍÐAN OG BETRI STJÓRN Á LÍFI ÞÍNU
Guðrún Óladóttir
reikimeistari og hómópati
II. stig kvöldnámskeið
16.–18. apríl
I. stig helgarnámskeið
21.–22. apríl
Pantanir í síma 553 3934,
milli kl. 10 og 13 virka daga.
Kvöld- og helgarnámskeið í boði,
næstu námskeið eru:
Pantanir óskast staðfestar.
QI
Stephen Fry fer á kostum
í skemmtilegum þáttum
BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS