Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 34
4 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2012 Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku? Ég elska langa göngutúra. Eftir langan dag er ekkert betra en að setja ipod-inn í eyrun og ganga um Mosfellsbæinn. Ég geri það á hverju kvöldi og það hjálpar mér við að hreinsa hugann. Ég er orðin svo vön þessu að ef ég sleppi úr kvöldi á ég í miklum erfiðleikum með að sofna. Hvernig hleður þú batteríin? Ég eyði tíma með þeim sem mér þykir vænt um. Það er að mínu mati ekkert mikilvægara en að rækta samband við fjölskyldu og vini því það er það sem hleður batteríin. Hugleiðir þú eða notar þú aðrar að- ferðir til að rækta hugann? Ég hef ekki enn þá nýtt mér það, en hver veit nema maður prófi það. Viltu deila með okkur uppáhalds- hamingjumolanum þínum/til vitnun? Being happy doesn‘t mean you‘re perfect. It just means you‘ve decided to look beyond the imperfections. Hvernig ræktar þú hjóna bandið? Við hjónin erum bæði mjög upptekin og það er mikið að gera hjá okkur en við reynum samt alltaf að finna eða ein- faldlega búa til kósý-tíma þar sem við erum bara tvö saman. Það er mjög mikilvægt að gleyma sér ekki í rútínunni og gera af og til eitthvað sérstakt hvort fyrir annað. MYND/ARNOLD MAGDALENA DUBIK, SÖNGKONA OG FEGURÐARDROTTNING MIKILVÆGT AÐ GLEYMA SÉR EKKI Í RÚTÍNUNNI HAMINGJUHORNIÐ Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastýra RFF „Ég ætla að fara norður um páskana þar sem ég ætla á sellótónleika og að kenna manninum mínum og fósturdóttur að standa á snjóbretti. Umfram allt ætla ég svo að slaka vel á.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM PÁSKANA? 07.00 Vakna með manninum mínum og elstu dótturinni, Eik, og aðstoða hana við að gera sig klára fyrir skólann. 09.00-10.00 Vek Hrafnhildi Klöru og Rakel Söru, þó þær séu orðnar þriggja og fjögurra finnst þeim voða gott að fá að kúra. Við fáum okkur hafragraut og þeyting í morgunmat og ég geri þær klárar fyrir leikskólann. Það jafnast ekkert á við það að þurfa ekki að drífa sig út á hverjum morgni, algjör forréttindi að eiga notalegar stundir með börnunum á morgnana, laus við allt stress. Eftir að hafa keyrt þær fer ég svo heim og geng frá í eldhúsinu, fæ mér eins og einn góðan kaffibolla, les blöðin og kíki aðeins í tölvuna. 10.30-12 Tek tæplega klukkutíma æfingu hér heima á dásamlega skíðatækinu mínu og dýnunni. Á meðan horfi ég á eitthvað snið- ugt í sjónvarpinu. Skola af bíln- um og svo er það sturta og smá hádegis næring sem er nú yfirleitt hollur og góður þeytingur. Kl 13.30 -18.30 Sæki Eik í skólann og aðstoða hana við heima námið og svo förum við mæðgurnar á smá flakk. Kíkjum m.a. aðeins í Smáralindina í skó leiðangur, þar sem allir skór eru orðnir of litlir á skólastelpuna. Sæki hinar stelpurnar á leikskólann um fjögur leytið og kíkjum í vinnuna til ömmu Hrafnhildar, þar sem ein skottan fékk göt í eyrun. Vin- konur stelpnanna komu svo heim að leika, svo hér var fullt hús af börnum fram eftir degi. Líf og fjör! 19.00 Kvöldmatur að þessu sinni var nætursöltuð ýsa, kartöflur og rúgbrauð. Þetta er alveg í upp- áhaldi hjá okkur og stelpunum finnst fátt betra. 20.00 Börnin fara að sofa eftir smá kúr með mömmu og pabba og jafnvel smá lestur. Rólegheit! 21.00 Smá sófakúr og sjón- varp með manninum mínum. Ég kveiki á kertum á hverju kvöldi og það er engin undantekning þetta kvöldið; Kertaljós, smá til- tekt með tölvupásum og jafn- vel símaspjall við vinkonur og þvottur sem virðist vera endalaus hér á bæ. Kvöldin fara oftast í að taka til og ég fer yfirleitt ekki upp í rúm fyrr en allt er á sínum stað. Ég alveg elska að koma fram úr á morgnana og allt er hreint og fínt. Þannig vil ég byrja hvern dag. 02.00 Kvöldin eru minn tími og ég fer því yfirleitt allt of seint að sofa. Var komin í draumaheiminn klukkan rúmlega tvö. ÞÓRDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR KVEIKI Á KERTUM Á KVÖLDIN Þórdís Brynjólfsdóttir nýtur þess að vera heima. Eik, Hrafnhildur Klara og Rakel Sara. MYND/EINKASAFN ÞÓRDÍSAR DAGUR Í LÍFI HEIMAVINNANDI HÚSMÓÐUR SJÓNVARPFRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐÚTVARP - oft á dag STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.