Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 24
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR24 Það veit enginn hvað ég kýs og það er engin hætta á því að ég gangi erinda ákveðins stjórnmála- afls. H erdís, hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér til embættis forseta? „Ég fékk hvatningu frá fólki sem finnst ég eiga erindi í embættið, bæði nánum vinum, fólki í kringum mig, sam- starfsfélögum í áranna rás og fólki sem ég starfa með úti í Evrópu. Þetta er fólk sem veit af hugsjónum mínum og starfi á vettvangi mannréttinda og deilir með mér þeirri skoðun að efling mannréttinda og lýðræðis séu mikil- væg mál. Það sýndi sig eftir hrunið 2008 bæði í fjölmiðlum, á bloggsíðum og á götum úti að hinn almenni borg- ari kallaði eftir breytingum og virk- ara lýðræði í íslensku samfélagi. Þegar forseti Íslands ákvað að sækjast eftir endurnýjuðu umboði fimmta kjörtíma- bilið í röð þá dofnaði vonin um slíkar breytingar. Upp frá því fóru að heyrast kröfur um að það yrði einhver annar að bjóða sig fram.“ Hvaða mannréttindi eru það helst í okkar þjóðfélagi sem þú vilt auka? „Ég er fulltrúi mannréttinda almennt og það er vegna reynslu minnar, rann- sókna og starfa um árabil á því sviði sem fólk telur mig fallna til að gegna þessu embætti. Margir vita að ég hef rannsakað þá hættu sem lýðræði stafar af tengslum stjórnmála, fjármálaafla og fjölmiðla og treysta mér til að tala fyrir réttindum hins almenna borgara. Ég hef verið óhrædd að gagnrýna þögg- un og ótta við valdhafa sem kæfa nauð- synlega umræðu og halda samfélaginu í fjötrum sérhagsmunagæslu.“ Hvernig hyggstu ná þínum markmið- um fram sem forseti? „Ég vil vinna í þágu þjóðarinnar eins og ég get henni best þjónað og hennar hagsmunum. Forsetinn er í aðstöðu til að hafa mikil áhrif. Ég tel mikilvægt að hann beiti áhrifum sínum í að efla vitund og virðingu fyrir mannréttind- um og gangi þar sjálfur á undan með góðu fordæmi. Hann á að beita áhrifa- valdi sínu sem víðast til að efla sam- stöðu þjóðarinnar, sætta ólík sjónarmið og til að móta framtíðina á grundvelli hugsjóna sem byggja á virðingu fyrir jafnrétti, réttlæti og friði.“ Er þetta að þínu mati helsta hlutverk embættisins? „Mér finnst mikilvægt að hugar- far forsetans snúist um að þjóna hags- munum fólksins í landinu. Hann sækir umboð sitt til fólksins og það er mik- ilvægt að hann tali máli þess. Kjör fólksins í landinu eiga að vera honum hjartans mál og hann á að tala fyrir almennum mannréttindum og nú á tímum að benda á mikilvægi þess að standa vörð um félagsleg og efnahags- leg réttindi. Hann verður einnig að hafa skilning á atvinnulífinu. Hann á að hvetja til listrænnar sköpunar og virðingar fyrir sögu okkar, landi og náttúru og í því samhengi að leggja áherslu á nægjusemi og lífshætti, sem eru umhverfisvænir. Forsetinn á að vera talsmaður sanngirni og réttsýni og hann á vara við spillingu og þeim hættum sem steðja að lýðræði og eru ógn við réttindi borgaranna. Hann á að beita sér fyrir grundvallarréttindum sem varða okkur öll og tengjast sam- eiginlegum hagsmunum okkar allra. Hann á einnig að leitast við að sætta ólík sjónarmið og beina sjónum að því samfélagi sem við viljum búa í þar sem allir fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.“ Hvar stendur þú í pólitík og mun það hafa áhrif á verk þín verðir þú kjörin? „Sem fræðimaður og áður blaðamað- ur er ég ekki tengd eða háð pólitískum flokki og hef aldrei starfað í stjórn- málaflokki. Það veit enginn hvað ég kýs og það er engin hætta á því að ég gangi erinda ákveðins stjórnmálaafls.“ Á forsetinn að hafa það vald að neita að skrifa undir lög frá Alþingi og skjóta málum til þjóðarinnar? „Í stjórnarskránni er honum falið vald til að virkja málskotsréttinn. Mál- skotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur.“ Á forseti Íslands að taka afstöðu til Evrópusambandsaðildar? „Það er mikilvægt að forseti hafi yfirsýn og þekkingu á stjórnmálum en hann á ekki að tjá sig um lagasetningu í mótun né á hann að túlka sjónarmið sérhagsmuna eða sérstaks hóps meðal þjóðarinnar. Hann getur hvorki talað sem einarður andstæðingur Evrópu- sambandsaðildar né talsmaður slíkrar aðildar. Forsetinn er talsmaður þjóð- arinnar, tákngervingur hennar, vona hennar og styrks.“ Hvernig finnst þér Ólafur Ragnar hafa staðið sig í embætti? „Ég ætla ekki að tjá mig um sitjandi forseta, finnst það ekki við hæfi. Við erum bæði í framboði þar sem hann talar fyrir sig og ég tala fyrir mig.“ Finnst þér mikilvægt að kona gegni embættinu næstu árin? „Í tengslum við embætti forseta Ísland legg ég aðaláherslu á að sú eða sá sem nær kjöri verði hæfileika- rík hugsjónamanneskja sem beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti og auðvitað er það ósk mín að fyrir valinu verði slík kona.“ Ef fleiri hæfar konur bjóða sig fram hefur þú þá áhyggjur af því að atkvæð- in dreifist um of og Ólafur fljúgi inn? „Þegar eru fjórir karlar í framboði, ég er eina konan sem hefur boðið sig fram þegar þetta samtal á sér stað. Það verður frekar að spyrja þá konu sem kemur á eftir mér. Ég stend fyrir tiltekna hluti sem ég hef lýst og ef hún telur sig hafa meira eða annað erindi mun hún að rökstyðja það. Það er rétt- ur allra að bjóða sig fram í lýðræðis- ríki. Kjósenda er valið.“ Telur þú að konur séu dæmdar harð- ar í opinberri umræðu en karlar? „Já, því miður. Það er settur annar mælikvarði á þær en karla. Það mun breytast en það tekur tíma. Útlit kvenna er sígilt umræðuefni og konur yfir ákveðnum aldri eru ekki mjög sýnilegar á opinberum vettvangi meðan karlmenn þar fá að eldast. Séu konur ákveðnar og fastar fyrir þá er fett fingrum út í það meðan körlum er talið það til tekna. Þetta vita allir en ég tel mikilvægt að láta það ekki á sig fá. Ég hef aldrei látið það trufla mig og ekki breytt útliti mínu eða fram- komu til að þóknast öðrum. Það skiptir mestu að vera sjálfum sér samkvæm- ur.“ Munt þú sækja þér fyrirmyndir í fyrri forseta ef þú verður kosin? Forseti á að vera fulltrúi fólkins Doktor Herdís Þorgeirsdóttir varð fyrst kvenna til að bjóða sig fram sem forseta Íslands fyrir komandi kosningar. Hún lýsti sýn sinni á embættið, áherslum og hugsjónum í samtali við Gunnþóru Gunnarsdóttur. DOKTOR HERDÍS „Forsetinn á að beita áhrifavaldi sínu til að efla samstöðu þjóðarinnar og til að móta framtíðina á grundvelli hugsjóna sem byggja á jafnrétti, réttlæti og friði,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hdl. er einn af eigendum Vík Lögmannsstofu / VIK LAW, Garðastræti 37, Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu af störfum sem mannréttinda- lögfræðingur á alþjóðavettvangi, prófessor og fræðimaður. Hún lauk doktorsprófi í lögum frá lagadeild Háskólans í Lundi, meistaragráðu á sviði alþjóðastjórnmála og þjóðaréttar frá The Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lögfræði frá Háskólanum í Reykja- vík. Hún var í námi í blaðamennsku við College of Journalism í London árið 1976. Áður var hún í einn vetur við háskólanám í Frakklandi. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst 2004, kjörin forseti Evrópu- samtaka kvenlögfræðinga 2009 og endurkjörin 2011. Einnig var hún kjörin formaður undir- nefndar Feneyjanefndar Evrópuráðs um mann- réttindi í desember 2011 og hefur verið í teymi lögfræðinga sem starfa á sviði vinnuréttar- og jafnréttismála fyrir framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins en þar er hún fulltrúi Íslands á grundvelli EES-samningsins. Herdís starfaði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu í tvö ár, var síðar ritstjóri Mannlífs og stofnandi og útgefandi tímaritsins Heimsmynd- ar frá 1986-1994. Eftir hana liggja bækur og fræðigreinar um tjáningarfrelsið, stjórnmál, mannréttindi og fleira. Hún átti frumkvæði að og skipulagði tengslanets-ráðstefnurnar Völd til kvenna til að styrkja samstöðu kvenna úr öllum starfsgreinum og vitund þeirra um rétt sinn og mikilvægi í samfélaginu. Menntun og starfsferill „Ég einblíni ekki á fyrirmyndir. Afstaða mín mótast af hugsjónum mínum og virðingu fyrir mannrétt- indum og lýðræði, merkilegu fram- lagi allra sem lagt hafa hönd á plóg til að efla slík réttindi, hvort sem það eru forsetar eða þeir sem hafa jafn- vel fórnað sér til þess að aðrir megi njóta þessara réttinda. Ég sæki í skrif og hugmyndir þeirra sem hafa um þau fjallað í víðum skilningi og þaðan fæ ég innblástur.“ Hvað telur þú koma þér best þar? „Lífsreynsla mín, fyrst og fremst. Ég hef löngum staðið ein, stóð í rekstri blaðaútgáfu sem mjög ung kona en ég gaf út tímaritið Heimsmynd í átta ár. Ég reyndi sem ritstjóri og blaðamaður að benda fólki á hættur spillingar og þöggunar. Hafði áður verið ritstjóri Mannlífs þar sem útgefandinn gaf mér frjálsar hendur við að móta ritið svo fremi að það næði útbreiðslu og þar lagði ég áherslu á að fjalla um stjórn- mál af dýpt í bland við umfjöllun um dægurmál, listir og tísku en bæði þessi tímarit náðu miklum vinsældum. Um árabil var ég að fást við fræði- störf og rannsóknir til að leiða í ljós mikilvægi tjáningar- og skoðanafrelsis og svo hef ég verið ein með fjögur börn frá því að við hjónin skildum fyrir tólf árum. Móðir mín segir að ég hafi ávallt verið fljót að standa upp ef ég hrasaði sem barn og halda áfram. Ég lauk við doktorsritgerðina mína í kjölfar skiln- aðar þótt það væri erfitt með stórt heimili og fjögur ung börn. Ég hef unnið mikið undanfarin ár á alþjóðavettvangi og fæ mikinn stuðn- ing núna frá félögum mínum víða í Evrópu. Konurnar sem ég starfa mikið með glöddust yfir því að kona sem er málsvari mannréttinda skuli bjóða sig fram, ekki síst á tímum fjárhagslegra þrenginga í álfunni þegar nauðsynlegt er að standa vörð um félagsleg réttindi fólks – að það komi rödd sem hafi tök á að túlka aðstæður og kjör almennings, ekki síst kvenna og barna.“ Eru börnin þín sátt við þá ákvörðun þína að bjóða þig fram? „Þó ég ætli ekki að blanda börnunum mínum í þetta framboð þá get ég sagt þér að ég á tvær dætur og tvo syni. Ég fæ heilmikla hvatningu frá elstu dótt- ur minni. Hún er 24 ára, var í lögfræði en venti sínu kvæði í kross og hóf nám í tónsmíðum. Yngri dóttur minni, sem verður 19 ára í þessum mánuði og syni, sem er á átjánda ári, bæði í mennta- skóla, fannst þetta ásættanlegt eftir nokkra umhugsun og umræðu. Svo er það fimmtán ára sonurinn sem er í 9. bekk og er afar skynsamur, spil- ar á píanó og er búinn að gera páska- hreingerningu í herberginu sínu. Hann hefur áhyggjur af áramótaskaupinu ef ég skyldi ná kjöri og spurði hvort ég hefði hugsað út í það!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.