Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 5. apríl 2012 15 Sagt er að flest stríð í samtím-anum séu borgarastríð. Það er rétt en þetta eru þó ekki einföld sannindi því oftar en ekki eru átök innan samfélaga knúin af hags- munum utan þeirra. Það hefði til dæmis ekki orðið borgarastríð í Írak án innrásar Bandaríkjanna. Milljónir mannslífa hefðu líka sparast í Kongó ef enginn utan þess volaða lands hefði haft hag af ófriði þar. Áratugastríð í Afgan- istan hefur líka snúist að miklu leyti um innrás Sovétríkjanna og hernað Vesturlanda. En flest stríð nú á dögum, þó ekki öll, eru að minnsta kosti öðrum þræði stríð á milli hópa sem opinberlega til- heyra sömu þjóðinni. Þúsundir þjóða? En hvað er þjóð? Tilraunir til skil- greiningar á þessu fyrirbæri hafa skilað hugmyndum um að þjóðir jarðar séu þrjú þúsund eða jafn- vel fimm þúsund talsins en ríki heims eru tæplega tvö hundruð. Þá gera menn ráð fyrir því að tungumál, menning, trú og saga sameini hópa og greini þá um leið svo skýrt frá öðrum að hópurinn myndi sérstaka einingu. En þá eru líka mörg hundruð þjóðir á Ind- landi og sumar þeirra bæði stórar og býsna fjölbreytilegar inn- byrðis. Og ekki ófáar í Indónesíu, Kína, Brasilíu eða Rússlandi svo dæmi séu tekin. Afríka væri sjálf- sagt heimsálfa þúsund þjóða ef þetta snerist um menningu, upp- runa og tungu. Ímyndaðar þjóðir Önnur vel þekkt nálgun er að líta á þjóðir sem ímynduð samfélög með pólitískar kröfur um fullveldi í eigin málum. Þjóð sé þannig hópur sem af einhverjum ástæðum hefur pólitískan skilning á sjálfum sér. Þjóðir eru þá jafn nýtt fyrirbæri og hugtakið þjóð sem er yngra í nútímamerkingu en mönnum er tamt að álíta. Þjóðir eru að þess- ari hugsun félagslegur tilbúningur sem þjónar pólitískum og efna- hagslegum markmiðum. Þær eru því ekki náttúrulegar eða endi- lega gamlar þótt tilvísanir í þá átt séu oftast nær helsti efniviður réttlætingar á þessum tilbúningi. Dýrustu sameignir þjóðar eru þá væntanlega einhvers konar sam- eiginlegar ímyndanir um uppruna, samstöðu, skyldleika og sögu við- komandi hóps. Sjálfsögð ríki? Þótt sumar þjóðir hafi mátt berj- ast lengi fyrir sínu eigin ríki eru sennilega enn fleiri dæmi um ríki sem hafa þurft að heyja tvísýna baráttu fyrir því að búa til þjóðir í kringum sig. Hundrað og fimmtíu árum eftir stofnun Ítalíu eru til dæmis margir þeirrar skoðunar að Ítalía hafi orðið til fyrir slysni og óheppilegan misskilning og að því verði seint til farsællar teng- ingar á milli ríkis og almennings í því landi. Frakkland, Bretland og Spánn voru heldur ekki sjálfsögð fyrirbæri, hvað þá Þýskaland. Það er rétt að hafa þetta í huga þegar horft er lengra út í heim. Þjóð í boði NATO Það er ekki ólíklegt að þeir sem ákváðu hvernig haga skyldi hern- aði Vesturlanda í Afganistan hafi verið nærri því jafn fákunnandi um sögu Evrópu og þeir voru ljós- lega um aðstæður í Afganistan. Þjóðríki Evrópu voru ekki búin til með hervaldi einu saman. Þetta var öllu flóknara. Og tók lang- an tíma. Hvatar til miðstýringar urðu á endanum sterkari en hvat- ar til sundrungar. Það sem skipti sköpum var að þróun í bæði efna- hagslífi og í hugmyndaheimi Evr- ópu sneri þyngdarkraftinum mið- stýringunni í vil. Hundrað þúsund útlendir hermenn og flóðalda peninga hafa engu slíku áorkað í Afganistan. Kannski þvert á móti hvað hugmyndaheiminn varðar. Fyrir meirihluta Afgana er ríkið í Kabúl ýmist óeiginlegt eða upp- spretta vandræða. Veruleikinn er nándarsamfélag þar sem efna- hagsleg, pólitísk og hugmyndaleg völd skipast án áhrifa frá fjar- lægri höfuðborg. Ríki er tæpast til í Afganistan, hvað þá þjóð. Hvor- ugt verður til í boði NATO. Útlendar skotgrafir Mörg ríki glíma við sama vanda og stjórnin í Kabúl, flókið púslu- spil af þjóðum, tungumálum, menningu, trúarbrögðum og sögu. Þau gera það hins vegar flest án þess að úr verði linnulaus stríð. Munurinn er sá að átakalínur í Afganistan eru að verulegu leyti dregnar utan landsins en ekki innan þess. Víglínur Bandaríkj- anna liggja um Afganistan og eru sumpart aðrar en þær sem skap- ast af aðstæðum í landinu sjálfu. Afganistan þarf ekki á slíkum flækjum að halda á sínu erfiða stefnumóti við nútímann. Frekar en Írak. Eða Pakistan sem verður sífellt óstöðugra og hættulegra ríki vegna stríðsins í Afganistan. Skrítið hlutverk Eftir tíu ára stríð, miklar mann- fórnir og tugþúsunda milljarða kostnað er niðurstaðan sú að hlut- verk Vesturlanda sé að þjálfa upp afganskan her sem geti barist áfram. Afganistan er raunar eina landið sem sigraði breska heims- veldið, það eina sem sigraði sov- éska heimsveldið og eitt fárra sem nær að hrekja það ameríska í burt. Sú niðurstaða að Vesturlönd eigi að kenna Afgönum að berj- ast bendir til þess að menn hafi alltaf haft heldur þokukenndar hugmyndir um hlutverk NATO í landinu. Sem er raunar augljóst af sögu síðustu ára. Ríkjum gengur ærið misvel að semja saman ólíka hagsmuni og hugmyndaheima í sínum löndum svo úr verði bæði raunverulegt ríki og sæmilega sterklega ímynduð þjóð. Vanþekking og sérhagsmunir útlendinga hjálpa sjaldnast til. Og oft ekki góður vilji heldur. Ríki án þjóða Ríkjum gengur ærið misvel að semja saman ólíka hags- muni og hugmynda- heima í sínum löndum svo úr verði bæði raun- verulegt ríki og sæmilega sterklega ímynduð þjóð. AF NETINU Samherji über alles Ef löggan grunar venjulegt fólk um eitthvað misjafnt – þá kemur fyrir að venjulegt fólk skiptir skapi, en snýr sér fljótlega að því að hjálpa löggunni að finna út að það er sak- laust, með aðstoð lögfræðings ef þurfa þykir og innan þeirra laga og reglna sem gilda um persónuhelgi og stöðu sakbornings. Það er að segja ef venjulegt fólk er saklaust. Ef eigendur fyrirtækisins Samherja eru grunaðir um eitthvað misjafnt – þá verða þeir svakalega reiðir. Þeir bíða ekki eftir að rannsókn ljúki, hvað þá bjóða fram aðstoð við rannsóknina, heldur hefja fjölmiðlasókn gegn þeim yfir- völdum sem í hlut eiga – og taka venjulegt fólk í gíslingu til að sýna samfélaginu á Íslandi hver ræður í raun og veru. http://blog.eyjan.is/mordur Mörður Árnason Karisma forsetaefna Tvær frambærilegar konur hyggjast bjóða sig fram til forseta Íslands. Styð þær báðar. Bíð bara eftir alvöru könnunum á fylgi þeirra. Þær kunna að hafa mis- jafnt karisma í hjarta venjulegra kjósenda. Atkvæði mitt mun falla á þá, sem hefur meiri líkur á að fella núverandi forseta. Þótt þær séu jafnar að kostum og báðar meira en hæfar verð ég að styðja þá, sem höfðar betur til fólks. Sú þeirra stendur auðvitað nær okkur sem forseti okkar. Bezt væri að kannanir leiddu til að önnur félli frá framboði og styddi hina til sigurs. Og að sjálfsögðu er nú þegar ekki pláss fyrir fleiri forseta- frambjóðendur. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.