Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 12
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR12 12
FÉKK JARÐARBERJAKÖKU Þessi
hvítabjörn í þýskum dýragarði fékk að
gæða sér á klakaköku með jarðar-
berjum. NORDICPHOTOS/AFP
SERBÍA, AP Boris Tadic, forseti
Serbíu, sagði af sér í gær svo hægt
verði að hraða forsetakosningum,
þar sem hann mun etja kappi við
Tomislav Nikolic.
Tadic er Evrópusinni en Nikolic
þjóðernissinni. Þeir hafa tvisvar
áður tekist á í forsetakosning-
um, og í bæði skiptin hefur Tadic
naumlega borið sigur úr býtum.
Væntanlega munu fleiri bjóða sig
fram, þótt almennt sé ekki búist
við að aðrir en Tadic og Nikolic
eigi raunverulega möguleika á
sigri.
Búist er við því að forseti serb-
neska þjóðþingsins muni nú boða
til forsetakosninga þann 6. maí
næstkomandi, sama dag og kosið
verður bæði til þings og sveitar-
stjórna. Hljóti enginn frambjóð-
enda helming atkvæða þá verður
efnt til seinni umferðar kosning-
anna, þar sem kosið verður á milli
þeirra tveggja sem flest atkvæði
hljóta í fyrri umferðinni.
Tadic hefur unnið hörðum hönd-
um að því að þoka Serbíu í áttina að
Evrópusambandinu, en segir að nú
þurfi kjósendur að taka afstöðu.
„Ég býð upp á leið evrópsks sam-
runa og vörn fyrir einingu lands-
ins,“ sagði Tadic þegar hann til-
kynnti um uppsögn sína. „Ég býð
mig fram með bjartsýni að leiðar-
ljósi vegna þeirrar jákvæðu þróun-
ar sem verið hefur í landinu okkar.“
Kjörtímabil Tadic átti ekki að
renna út fyrr en snemma á næsta
ári, en hann hefur greinilega ákveð-
ið að veðja á að forsetakosningar nú,
á sama tíma og þingkosningar, geti
hjálpað stjórnmálaflokki hans, Lýð-
ræðisflokknum, sem hefur dalað í
skoðanakönnunum undanfarið.
Serbneski framfaraflokkurinn,
sem er þjóðernissinnaflokkur mót-
frambjóðandans Nikolic, hefur á
hinn bóginn unnið á í skoðanakönn-
unum.
Nikolic segist bjartsýnn á að
vinna sigur í forsetakosningunum
í maí.
Lýðræðisflokki Tadic er kennt um
alvarlegan efnahagsvanda og erfitt
ástand margra hópa í samfélaginu
af þeim sökum. Þjóðernissinnar
segjast einnig sannfærðir um að
Tadic og Lýðræðisflokkurinn ætli
að fórna Kosovo fyrir hugsanlega
aðild að Evrópusambandinu síðar
meir.
Kosovohérað lýsti yfir sjálf-
stæði árið 2008 eftir langvarandi
átök Serba og Kosovo-Albana, sem
nú eru í miklum meirihluta íbúa
Kosovo þótt Serbar hafi áður verið
meirihluti íbúa þar.
Tadic tók hins vegar fram, þegar
hann tilkynnti um afsögn sína: „Ég
mun aldrei viðurkenna Kosovo.“
gudsteinn@frettabladid.is
Boris Tadic reynir
að flýta uppgjöri
Forseti Serbíu hefur sagt af sér svo hægt verði að efna til forsetakosninga í
maí, samhliða þingkosningum. Flokki hans er kennt um efnahagsvanda og
þjóðernis sinnar óttast að Tadic muni fórna Kosovo fyrir Evrópusambandsaðild.
FORSETI SERBÍU Boris Tadic segist aldrei munu viðurkenna sjálfstæði Kosovo. NORDICPHOTOS/AFP
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
OPIÐ Í DAG SKÍRDAG
KL.10 -16 Á KLETTHÁLSI
Hjólbörur 75L
4.490,-
1400W, 360 min/
lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5 metra barki,
sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla
110 bar
14.900,-
Álstigi 3x8 þrep
2.27-5.05 m
18.990,-
ODEN EÐAL OLÍA á palla.
Hágæða Silikonalkyd
efni. 3 lítrar
4.290,-
Blákorn 5 kg
1.290,-
Kalkkorn 5 kg
699,-
Turbokalk 12,5 kg
2.690,-
Flúðamold 20 l
590,-
Malarhrífa
1.390,-
1.290,-
1.290,-
Mako sterkir ruslapokar
120 lítrar 10stk
390,-
Undirritaðar umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til
gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum fyrir
miðnætti hinn 21.apríl 2012 merktar
„Tónskáldasjóður Rásar 2“
c/o STEF, Laufásvegi 40, 101 Reykjavík.
Tónskáldasjóður
Rásar 2
Umsóknareyðublöð má fá heimasíðu STEFs.
Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
SAMGÖNGUR Enginn akstur verður hjá Strætó á
föstudaginn langa og páskadag. Fyrirkomulagið hjá
Strætó er eins og undanfarin ár um páska.
Í dag, skírdag, er strætisvögnum ekið samkvæmt
sunnudagsáætlun. Á laugardag verður ekið sam-
kvæmt venjulegri laugardagsáætlun og á annan í
páskum verður ekið eftir sunnudagsáætlun á ný.
Strætó vill vekja athygli farþega með Herjólfi á
því að á föstudaginn langa og páskadag verður fyrri
ferð til Þorlákshafnar farin klukkan 9.45 frá BSÍ og
frá Mjódd klukkan 10. Það verður eina ferðin þann
dag.
Nánari upplýsingar um ferðir strætisvagna
má nálgast í þjónustusíma Strætó, 540-2700, og á
heimasíðunni strætó.is. - þeb
Strætó keyrir samkvæmt sunnudagsáætlun í dag og á annan í páskum:
Ekki ekið föstudag og sunnudag
STRÆTÓ Þrátt fyrir að strætisvagnar verði ekki í umferð á
föstudaginn langa og páskadag verður farin ferð til Þorláks-
hafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SAMGÖNGUR Rúmlega fjórðungi
fleiri ferðamenn fóru frá landinu
í nýliðnum marsmánuði en í sama
mánuði í fyrra og hafa aldrei verið
jafnmargir. Þetta kemur fram í
nýjum talningum Ferðamálastofu.
Mælingar Ferðamálastofu
á brottförum hófust fyrir ell-
efu árum. Síðan þá hefur fjöldi
erlendra ferðamanna í mars rúm-
lega tvöfaldast. Að meðaltali hefur
aukningin verið um 7,9 prósent á
ári en var nú 26,2 prósent milli ára.
Flestir ferðamannanna komu frá
Bretlandi, eða 27 prósent. Næst-
flestir voru Bandaríkjamenn, rúm-
lega þrettán prósent. Norðmenn,
Danir og Þjóðverjar komu næst
þar á eftir.
Frá áramótum hafa rúmlega
tuttugu prósentum fleiri ferða-
menn farið frá landinu en á sama
tímabili í fyrra, eða 87.658 ferða-
menn.
Ríflega 50 prósentum fleiri Bret-
ar komu hingað til lands á fyrstu
þremur mánuðum ársins en á síð-
asta ári og um fjórðungi fleiri frá
Norður-Ameríku. Norðurlandabú-
ar voru sex prósentum fleiri nú en
í fyrra en Mið- og Suður-Evrópu-
búum fækkaði milli ára. - þeb
Tæplega 30 þúsund ferðamenn í marsmánuði og 90 þúsund frá áramótum:
Aldrei fleiri ferðamenn í mars
LEIFSSTÖÐ Ferðamálastofa hefur fylgst
með brottförum ferðamanna síðustu
ellefu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
HEILBRIGÐISMÁL Inflúensan er í
rénun, að því er fram kemur á
vef Landlæknisembættisins. Far-
aldurinn var mjög svipaður og í
fyrra og náði hámarki í febrúar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum hafa öll stað-
fest tilfelli af inflúensu í vetur
verið inflúensa A(H3). Enginn
hefur smitast af inflúensu B eða
svínainflúensu. Þá hefur töluvert
greinst af RS-veiru í börnum.
Nánast engar aðrar öndunar-
færaveirur hafa greinst undan-
farið. - þeb
Inflúensan er í rénun:
Enginn með
svínainflúensu