Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 64
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR44 KÖRFUBOLTI Það skýrist í kvöld hver tvö síð- ustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial- höllina í Þorlákshöfn. Það má segja sem svo að sætið í undanúr- slitunum sé ekki bara undir hjá þeim Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, sem eru að mætast í úrslitakeppninni í ellefta sinn á ferlinum. Svo skemmtilega vill til að staðan er ekki bara 5-5 milli þeirra í unnum einvígum heldur hafa þeir jafnframt unnið þrjá oddaleiki hvor á móti öðrum líka. Sigurður vann þann fyrsta þegar Keflavík sló Njarðvík úr undanúrslitunum 1990 eftir sigur í tvíframlengdum odda- leik. Teitur vann síðan þrjá odda- leiki í röð á móti Sigurði, þar á meðal úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn 1999. Sigurður hefur síðan unnið tvo síðustu oddaleiki þeirra félaga, úrslita- leik um titilinn 1999, þegar Sig- urður var þjálfari Keflavíkur en Teitur leikmaður Njarðvíkur, og svo þegar Njarðvík sló Stjörnuna út úr átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Sigurður hefur alls tekið þátt í 22 odda- leikjum á ferlinum og unnið 13 þeirra (59 prósent) en Teitur hefur unnið 11 af 18 odda- leikjum sínum (61 prósent), þar af tíu þeirra sem leikmaður. Teitur og lærisveinar hans ættu að vera farnir að þekkja þessa stöðu mjög vel því þeir eru fjórða árið í röð í oddaleik í átta liða úrslitunum. Stjarnan féll úr leik 2009 og 2010 en komst áfram í fyrsta sinn í fyrra og fór þá alla leið í úrslitaeinvígið. Keflvíkingar eru líka vanir þessari stöðu en þeir hafa unnið oddaleik í átta liða úrslit- um undanfarin tvö ár en ólíkt leiknum í kvöld þá voru þeir báðir í Toyota-höllinni í Keflavík. - óój Ellefta úrslitakeppniseinvígi Teits Örlygssonar og Sigurðar Ingimundarsonar endar í kvöld í sjöunda innbyrðis oddaleik þeirra félaga: Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld TEITUR ÖRLYGSSON OG SIGURÐUR INGIMUNDARSON FÓTBOLTI Dregið hefur verið í riðla fyrir lokakeppni Evrópu- meistaramóts landsliða skipuð leikmönnum sautján ára og yngri sem fer fram í Slóveníu í næsta mánuði. Átta þjóðir taka þátt í lokakeppninni en Ísland vann sér á dögunum inn þátttökurétt með því að bera sigur úr býtum í sínum milliriðli. Ísland dróst í A-riðil og mætir í honum sterkum liðum Frakk- lands, Þýskalands og Georgíu en síðastnefnda liðið gerði sér lítið fyrir og hafði betur en bæði Spánn og England í sínum milli- riðli. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar í þessum ald- ursflokki en þeir drógust í B-riðil ásamt gestgjöfum Slóveníu, Pól- landi og Belgíu. Leikir í riðla- keppninni fara fram dagana 4., 7., og 10. maí, undanúrslitin 13. maí og úrslitaleikurinn 16. maí. - esá EM U-17 í Slóveníu: Ísland dróst í sterkan riðil GOLF Fyrsta stórmót ársins í golfi, Masters-mótið á Augusta National-vellinum, hefst í dag. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Tiger Woods verið upp á sitt besta að undanförnu og vann í síðasta mánuði sitt fyrsta PGA- mót í tvö og hálft ár. Woods þykir, ásamt Norður- Íranum Rory McIlroy, líklegastur til að klæðast græna jakkanum í mótslok samkvæmt veðbönk- um ytra. McIlroy var í góðri stöðu fyrir lokadaginn í fyrra en glopraði niður fjögurra högga forystu. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel stóð óvænt uppi sem sigurvegari eftir að hafa fengið fjóra fugla á síðustu fjór- um holunum. „Ég er spenntur. Þetta er allt á réttri leið og á réttum tíma,“ sagði Woods. Aðrir sem þykja sigurstranglegir um helgina eru Luke Donald, efsti maður heims- listans, Lee Westwood, Phil Mickelson og Huner Mahan. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum alla keppn- isdagana. Fyrstu tvo dagana hefj- ast útsendingar klukkan 19.00, klukkan 19.30 á laugardaginn og 18.00 á páskadag. - esá Masters-mótið byrjar í dag: Tiger og Rory þykja líklegastir Í SVIÐSLJÓSINU Það verður fylgst náið með þeim Rory McIlroy og Tiger Woods um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.