Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 48
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR28
STEFÁN: Frábær sýning og fallega
stíliseruð. Einfaldleiki einkennir hönn-
unina en samt náði hún algjörlega að
standa upp úr.
LINDA: Ein af bestu sýningunum.
Klassísk í stíl og lögð áhersla á
einfaldleika og gæði. Ein besta
markaðsvaran á RFF og hef ég mikla
trú á henni á erlendum mörkuðum.
STEFÁN: Sýningin týndist smá í
stíliseringunni og ég held að Birna
eigi meira inni en það sem hún sýndi
á RFF í ár.
LINDA: Versta sýning RFF. Allt yfir-
bragð sýningarinnar var alveg sérlega
ósmekklegt. Fatalínan sjálf var ekki
nógu vel gerð eða heilsteypt.
STEFÁN: Mjög flott, klæðileg föt
og mjög sterk sýning. Tónlistin og
stíliseringin héldu vel utan um línuna
sem var í senn töffaraleg og kvenleg.
Hlakka til að fylgjast með henni.
LINDA: Ein af bestu sýningunum.
Fötin voru vel gerð og falleg, línan
heilsteypt og framsetningin mjög
skemmtileg.
STEFÁN: Mundi hefur þroskast mjög
mikið og sést það best á flottum
sniðum og efnum. Mjög fjölbreytt
lína sem ég trúi að falli í kramið hjá
breiðum hópi.
LINDA: Mynstraðar prjónaflíkur settu
sterkan svip á línuna. Línan var heil-
steypt, vel gerð og var gaman að sjá
vandaðar yfirhafnir og úlpur.
STEFÁN: Afskaplega litríkt og mjög í
anda Mary Katrantzou. Hefði viljað sjá
mun einfaldari stíliseringu.
LINDA: Línan var vel gerð og á eflaust
eftir að seljast vel. Makeup og hár
settu sterkan svip á heildarmyndina.
Á einhverjum tímapunti fannst mér
aðeins of mikið af endurtekningum á
sama forminu en þetta var fallegt og
vel gert.
STEFÁN: Það verður gaman að
fylgjast með þessu merki í fram-
tíðinni. Krúttlegt, flottir skór og góð
tónlist. Notaði liti og munstur vel en
hefði viljað sjá meira.
LINDA: Falleg, heilsteypt og krúttleg
lína sem var vel gerð og á eftir að
gera það gott. Efni, litir og snið voru
vel valin og fagmennska í fyrirrúmi.
STEFÁN: Gaman að sjá meiri dýpt og
fjölbreytni. Guðmundur er með putt-
ana á púlsinum í sambandi við efni
og litasamsetningu. Herrafatnaður á
heimsmælikvarða.
LINDA: Skemmtileg sýning. Áhersla á
klassískan breskan karlmannsfatnað.
Misgóð föt en línan skapaði sterka
heild. Val fyrirsætna setti sterkan svip
á sýninguna og lak karlmennskan af
þeim.
STEFÁN: Ofsalega falleg lína. Róman-
tísk á mjög töffaralegan hátt. Litir og
snið einföld en afskaplega klæðileg.
Söluvænlegt sem ég kann vel við.
LINDA: Línan var nokkuð heilsteypt
og vel gerð. Mér fannst framsetning
sýningarinnar ekki heppnast alveg
eins og búast mætti við. Það hafði
eitthvað að gera með að stílisering,
förðun, módel og tónlist voru ekki að
ganga alveg saman.
STEFÁN: Ég hugsa alltaf svo praktískt
svo ég hefði viljað sjá meira af klæði-
legum fötum. Get vel séð fatnaðinn
á sýningunni blandast saman við
hefðbundinn fatnað.
LINDA: Það var mikil gleði og orka í
sýningu Hildar Yeoman. Mig vantaði
að sjá meira af vel gerðum flíkum og
minna af flíkum sem eru ekki hæfar í
framleiðslu.
STEFÁN: Harpa er snillingur í að
teikna og það er gaman að sjá það
koma fram í flíkunum. Hefði viljað
aðeins fjölbreyttari sýningu.
LINDA: Fötin voru vel útfærð en
öll svört og mynduðu mismunandi
áferðir efnanna grafík og form. Fötin
ásamt stíliseringu og makeupi voru á
mörkunum að vera búningar en það
er mikilvægt í tískuhönnun að gera
sér grein fyrir hvar mörkin liggja.
STEFÁN: Mjög falleg og klassísk lína.
Vel sniðnar flíkur og kvenleg snið.
Ég hefði verið til í að sjá meiri liti en
hún bætir upp fyrir það með litríkri
sumarlínu.
LINDA: Falleg og klæðileg lína sem
var bæði nútímaleg og þægileg. Efni
voru vönduð og snið vel gerð, línan
hefur heildarstíl og er góð markaðs-
vara.
■ ELLA
■ MUNDI
■ BIRNA
■ ÝR■ KRON BY KRONKRON
■ KALDA■ HILDUR YEOMAN ■ REY
■ MILLA SNORRADÓTTIR
■ ZIZKA■ KORMÁKUR OG SKJÖLDUR
Fjölbreytt flóra á RFF
Álfrún Pálsdóttir fékk þau Lindu Björgu Árnadóttur, fagstjóra í fatahönnun hjá LHÍ, og Stefán Svan
Aðalheiðarson, innkaupastjóra hjá Sævari Karli, til að rýna í sýningar Reykjavík Fashion Festival.
M
YN
D
IR
/F
R
IÐ
R
IK
Ö
R
N