Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 70
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR50
PÁSKAEGGIÐ MITT
Ég ætla mér að rjúfa 15 ára
gamla hefð í ár og kaupa mér
girnilegustu páskaegg sem ég
hef séð í Mosfellsbakaríi. Síðan
ég var 13 ára hef ég kosið að
fá pening í stað súkkulaðieggs
en núna ætla ég að eyða 40-50
þúsund krónum í páskaegg.
Halldór Halldórsson, uppistandari í Mið-
Íslandi.
FORLAGIÐ / ÍSLENSKU BARNABÓK AVERÐLAUNIN
Bræðraborgarstíg 7 | 101 Reykjavík
Nánari upplýsingar eru veit tar
í síma 5755600 eða hjá forlagid@forlagid.is
Af sérstökum ástæðum auglýsir
STJÓRN VERÐLAUNASJÓÐS
ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNANNA
að nýju eftir handritum fyrir börn og
unglinga í samkeppni ársins.
Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður
að lengd og geta staðið án mynda. Handritum skal
skilað í fjórriti, merkt með dulnefni en rétt nafn
höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Platan My Head is an Animal með hljóm-
sveitinni Of Monsters and Men situr
nú í öðru sæti á vinsældarlista Itunes
í Bandaríkjunum. Platan kom út þar í
landi á þriðjudag, eins og nýjasta plata
rappkvendisins Nicki Minaj, sem situr í
efsta sæti listans.
Of Monsters and Men er nú stödd í
New York í Bandaríkjunum. Uppselt er á
tónleika hljómsveitarinnar í Music Hall
Of Williamsburg í Brooklyn í kvöld, en
annað kvöld kemur hún fram í Webster
Hall í sömu borg. Það er einnig uppselt
á þá tónleika, eins og flesta tónleika Of
Monsters and Men í Bandaríkjunum.
Fréttablaðið fjallaði á dögunum um
velgengni Of Monsters and Men í Banda-
ríkjunum. Þá kom fram að miðar á tón-
leika hljómsveitarinnar hafi selst mjög
hratt og að í mörgum tilfellum hafi tón-
leikar verið færðir á stærri staði til að
anna eftirspurn.
Sem dæmi þá seldist upp á nokkrum
mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíla-
delfíu á stað sem tekur um eitt þúsund
gesti. Einnig var uppselt á átján hundruð
manna tónleika sveitarinnar í Seattle.
Tónleikar Of Monsters and Men í Boston
voru færðir á stærri stað og fara fram í
The House of Blues annað kvöld.
Þessi mikli áhugi á Of Monsters and
Men er ekki úr lausu lofti gripinn því
stuttskífan Into the Woods fékk einnig
mjög góðar viðtökur vestanhafs og komst
ofarlega á Billboard-listanum og á lista
Itunes. - afb
Of Monsters and Men í 2. sæti á Itunes
GENGUR VEL Plata Of Monsters and Men náði öðru sæti á
vinsældarlista Itunes í gær.
„Ég breytti nafninu mínu úr Alex
í Alison í október síðastliðnum og
þar með hófst ferlið fyrir alvöru,“
segir Alison MacNeil, söngkona
sveitarinnar Kimono, sem stendur
nú í því ferli að leiðrétta kyn sitt.
Alison er frá Kanada en hefur
búið á Íslandi síðustu 13 árin. Hún
er gift íslenskri konu og eiga þær
tvö börn saman. Hún segir sér
hafa verið vel tekið hérlendis og
að Íslendingar séu yfir höfuð með
mjög opinn huga þegar kemur að
transfólki.
„Ég hef kviðið fyrir að koma út
úr skápnum og segja fólki hver ég
raunverulega er alla ævi. Þegar
ég lét loks verða af því upplifði ég
mikinn skilning og stuðning allt í
kringum mig og það er alveg ómet-
anlegt,“ segir Alison og bætir við
að fjölskylda hennar hafi verið
meðvituð um raunverulegt kyn
hennar síðustu tíu árin eða svo.
Alison segir kynleiðréttingar-
ferlið taka alla ævi, en að helstu
líkamlegu breytingarnar verði á
næstu tveimur árum. Hún telur
sig heppna með fólkið í kringum
sig og að það sé ekki sjálfsagt að
allir taki svo miklum fréttum jafn
vel og fjölskylda hennar og vinir.
Mikil umræða hefur verið um
transfólk í samfélaginu að undan-
förnu og fagnar Alison því. „Það
hefur orðið vitundarvakning varð-
andi þetta og breytingin hefur orðið
mikil á síðustu tíu árum,“ segir hún
og bætir við að í dag sé hún ham-
ingjusamari en hún hafi nokkurn
tíma verið.
Hljómsveit Alison, Kimono, er nú
að taka saman aftur eftir árslangt
hlé. „Það er búið að vera brjálað að
gera hjá okkur Gylfa í kringum vef-
síðuna Gogoyoko síðasta árið og við
höfum ekki haft neinn tíma til að
sinna tónlistinni,“ segir Alison og á
þar við Gylfa Blöndal, gítarleikara
hljómsveitarinnar, en bæði starfa
þau hjá tónlistarveitunni.
Von er á nýju efni frá Kimono
með haustinu og jafnvel nýrri plötu
um næstu jól. Hljómsveitin fagnar
tíu ára afmæli um þessar mundir
og er af því tilefni að endurgera
mörg af eldri lögum sínum og spila
á tónleikum. „Við erum að taka efni
sem við höfum ekki spilað í fimm
eða sex ár, en Gylfi er búinn að
vera að endurútsetja það þar sem
við erum bara þrjú í hljómsveitinni
núna eftir að bassaleikarinn okkar
hætti árið 2007,“ segir Alison.
Kimono treður upp á ýmsum
stöðum á næstunni, þar á meðal
kemur hún fram á íslensku hátíð-
inni Le Festival Air d’Islande í
París þann 15. apríl næstkomandi
og mun hita upp fyrir bandið This
Will Destroy You í Hörpu 17. apríl.
tinnaros@frettabladid.is
ALISON MACNEIL: UPPLIFI MIKINN SKILNING OG STUÐNING Í KRINGUM MIG
Söngvari hljómsveitarinnar
Kimono leiðréttir kyn sitt
UMBURÐARLYNDI Alison segir fólk sýna ákvörðun sinni mikinn skilningi, en að fjöl-
skylda hennar hafi verið meðvituð um raunverulegt kyn hennar í áratug.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Stjörnum prýtt brúðkaup fór fram í
Hveragerði um síðustu helgi og var
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
í Hveragerði, á meðal viðstaddra.
Foreldrar körfuknattleiksmanns-
ins Louie Kirkman létu pússa sig
saman og á meðal gesta var Butch
Vig, trommuleikari hljómsveitar-
innar Garbage, meðlimir írsku
sveitarinnar Undertones og sjón-
varpsmaðurinn Chris Packham.
„Louie hefur spilað körfubolta
með Hamri undanfarinn vetur og
foreldrar hans hafa heimsótt hann
nokkrum sinnum og heilluðust svo
af staðnum að þau ákváðu að láta
pússa sig saman í Strandakirkju
við hátíðlega athöfn. Maðurinn
minn, Lárus Friðfinnsson, er for-
maður Hamars og þannig kynnt-
umst við brúðhjónunum,“ útskýr-
ir Aldís. „Í veislunni slógu vinir
hjónanna upp bandi og líklegt er að
sjaldan eða aldrei hafi betri tónlist-
armenn stigið á stokk hér í Hvera-
gerði,“ bætir hún við, en Vig þessi
hefur meðal annars unnið sem upp-
tökustjóri Nirvana, Foo Fighters
og Smashing Pumpkins og veislu-
stjórinn Packham hlaut BAFTA-
verðlaunin fyrir þátt sinn The
Really Wild Show. Írska pönksveit-
in Undertones er líklega þekktust
fyrir lag sitt Teenage Kicks.
Að sögn Aldísar vissi hún ekki
hvaða fólk þetta var fyrr en í lok
veislunnar og hafði hún þá aldrei
heyrt um Undertones áður en
kannaðist eitthvað við Gar-
bage. „Ég hafði ekki hugmynd
um að þetta fólk væri þekkt og
ég held að fæstir hafi gert
það.“
Eiginmaður Aldísar
var einnig dreginn upp
á svið með tónlistar-
mönnunum og sýndi
að hennar sögn snilld-
artakta á kúabjöllu og
uppskar mikið lófa-
klapp viðstaddra.
- sm
Bæjarstjórinn skemmti sér með
upptökustjóra Foo Fighters
SKEMMTI SÉR MEÐ STJÖRN-
UM Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjastjóri í Hveragerði,
sótti stjörnuprýtt brúðkaup
sem fram fór í bænum
um síðustu helgi. Á meðal
gesta voru trommuleikari
Garbage, Butch Vig, með-
limir hljómsveitarinnar
Underground og sjónvarps-
maðurinn Chris Packham.