Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 50
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR30 VERSLANIR Allar verslanir 10-11 eru opnar allan sólar- hringinn yfir páskahelgina og allar verslanir 11-11 eru opnar frá 11-23 alla daga. Þar fyrir utan er afgreiðslutími verslana breytilegur yfir hátíðina, og er sem hér segir: Lokað er í öllum verslunum Hagkaupa á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag og laugardaginn 7. apríl er opið til mið- nættis í verslunum þeirra í Skeifunni, í Garðabæ og á Eiðistorgi og opið 10-20 í Kringlunni, Smáralind, Spöng, Akureyri og Holtagörðum. Í Njarðvík, Borgarnesi og á Selfossi er opið frá 10-18 þessa daga. Á annan í páskum er opið frá miðnætti í Skeifunni, Garðabæ og Eiðistorgi, 12-20 í Smáralind, Spönginni, Holtagörðum og á Akureyri, 12-18 í Njarðvík, Borgarnesi og á Selfossi og lokað í Kringlunni. Allar verslanir Bónuss eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag, en opnar frá 11-19 á skírdag, 10-19 laugardaginn 7. apríl og 12-19 á annan í páskum. Allar verslanir Krónunnar eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag. Opið er frá 10-20 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum í verslunum Krónunnar á Akranesi, Bíldshöfða, Granda, í Lindum og í Mosfellsbæ. Í Árbæ, á Hvaleyrarbraut, í Jafnaseli og á Reykjavíkurvegi er opið frá 10-21 þessa daga. Á Reyðarfirði er opið frá 11-18 á skírdag, 11-17 laugardaginn 7. apríl og 12-16 á annan í páskum. Á Selfossi er opið frá 10-20 á skírdag og annan í páskum, en frá 10-19 laugardaginn 7. apríl og í Vestmannaeyjum frá 11-19 á skírdag og annan í páskum, en 11-18 laugardaginn 7. apríl. Allar verslanir Nettó verða lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag en opnar frá 10-18 á skírdag og 12-18 á annan í páskum, nema í Mjódd þar sem er sólarhringsopnun. Venjulegir opnunartímar gilda laugardaginn 7. apríl. Verslanir Nóatúns í Austurveri, Nóatúni 17 og Hamraborg eru opnar frá 8-24 á föstudaginn langa og á páskadag. Lokað er í verslunum þeirra í Grafarholti og á Hringbraut þá daga. Allar verslanir eru opnar frá 8-24 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum. Allar verslanir ÁTVR eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum, en venjulegir afgreiðslutímar gilda laugardaginn 7. apríl. Kringlan og Smáralindin eru lokaðar á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Opið er frá 13-18 á báðum stöðum á skírdag og 10 til 18 laugardaginn 7. apríl í Kringlunni, en 11-18 í Smáralind. Sund, verslanir og viðburðir Flestar verslanir og sundlaugar eru lokaðar á föstudaginn langa og páskadag en þó eru á því undantekningar. Fréttablaðið birtir hér opnunartíma um páska en auk þess er hér að finna yfirlit yfir helstu viðburði næstu daga. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 05. apríl 2012 ➜ Uppákomur 14.00 Fjölskyldugleði verður í Skemmtigarðinum í Smáralind. Gestir geta tekið þátt í páskaeggjarat- leik þar sem möguleiki er að vinna risa páskaegg frá Freyju. 16.00 Framsóknarfélag Reykjavíkur stendur fyrir páskabingói í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Spilaðar verða níu umferðir og kostar hver umferð 100 krónur. Allir velkomnir. 21.00 Páskabingó verður haldið á SPOT, Kópa- vogi. Bingóstjóri verður Siggi Hlö. ➜ Tónlist 15.00 Í Laugarneskirkju verða haldnir tónleikar þar sem flutt verða barokkverk er taka fyrir páskana með einum eða öðrum hætti. Aðgangs- eyrir er kr. 2.000, en kr. 1.500 fyrir eldri borgara og frítt fyrir börn. 21.00 Hljómsveitirnar Skrokkabandið og Moga- don halda tónleika í Populus tremula, Listagilinu á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Ljótu hálfvitarnir halda tónleika að Ýdölum í Aðaldal, Þingeyjarsýslu. Föstudagur 06. apríl 2012 ➜ Sýningar 09.00 Sýningin Prentlist og Passíusálmar verður í forkirkju Hallgrímskirkju. Stiklað er á stóru í gegnum útgáfusögu Passíusálma Hallgríms Péturs- sonar sem hafa verið prentaðir 87 sinnum. ➜ Upplestur 13.00 Heildarflutningur verður á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju. Auk þess verða frumfluttir sex nýir Passíusálmaforleikir. ➜ Tónlist 17.00 Andri Björn og Inegal kvartettinn halda tónleika í Langholtskirkju, ásamt Jóni Stefánssyni orgelleikara og Daða Kolbeinssyni óbóleikara. Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach, George Frideric Händel og Joseph Haydn. Almennt verð er kr. 3.000, en kr. 2.500 fyrir félaga í Listafélagi Lang- holtskirkju. 23.59 Sálin hans Jóns míns treður upp í Sjallan- um á Akureyri eftir miðnætti á föstudaginn langa. 23.59 Matti í Pöpunum og Ingó Veðurguð trylla lýðinn ásamt Rokkabillybandinu í Egilsbúð á Nes- kaupstað. Aðgangseyrir er kr. 2.500. 23.59 Stuðlabandið spilar á dansleik á SPOT í Kópavogi. Bandið hefur verið valið besta ball- hljómsveitin af fjölmörgum virtum, íslenskum og erlendum blöðum, s.s. The Sun og Fréttablaðinu. Miðaverð er kr. 1.500. SUNDLAUGAR Álftaneslaug: Lokað alla páskahelgina. Árbæjarlaug: Opið á skírdag frá kl. 10-19, á föstudaginn langa frá kl. 10-18, laugar- daginn 7. apríl frá kl. 9-17, á páskadag frá kl. 10-18 og á annan í páskum frá kl. 10-19. Ásvallalaug: Opið frá kl. 8-17 á skírdag og á annan í páskum. Laugardaginn 7. apríl er opið frá 8-18 og lokað er á föstudaginn langa og á páskadag. Breiðholtslaug: Opið frá kl. 10-18 á skírdag, 9-17 laugardaginn 7. apríl, 9-18 á annan í páskum og lokað á föstudaginn langa og páskadag. Grafarvogslaug: Opið frá kl. 10-18 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag. Klébergslaug: Opið frá kl. 11-15 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag. Lágafellslaug: Opið frá kl. 9-16 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag. Laugardalslaug: Opið frá kl. 8-22 á skírdag, laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum, en frá kl. 10-18 á föstudaginn langa og á páskadag. Seltjarnarneslaug: Opið frá 8-18 á skírdag og annan í páskum. Lokað föstudaginn langa, laugardaginn 7. apríl og á páskadag. Sundhöll Hafnarfjarðar: Lokað alla páskahelgina. Sundhöll Reykjavíkur: Opið frá kl. 10-18 á skírdag og annan í páskum, en frá kl. 8-16 á laugardaginn 7. apríl. Lokað á föstudag- inn langa og á páskadag. Sundlaug Kópavogs: Opið frá kl. 8-18 laugardaginn 7. apríl en lokað á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Sundlaugin Versölum: Opið frá kl. 10-20 á skírdag og á annan í páskum. Lokað á föstudaginn langa, laugardaginn 7. apríl og á páskadag. Suðurbæjarlaug: Opið frá kl. 8-17 á skír- dag og á annan í páskum og frá kl. 8-18 laugardaginn 7. apríl. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag. Varmárlaug: Lokað alla páskahelgina. Vesturbæjarlaug: Opið frá kl. 11-19 á skír- dag og á annan í páskum, en frá kl. 9-17 á laugardaginn 7. apríl. Lokað á föstudaginn langa og á páskadag. Bláa lónið er opið alla daga yfir páskana frá kl. 10 til 20. Menningar- og sögutengd gönguferð verður í boði fyrir alla fjölskyld- una á annan í páskum. Gangan hefst kl. 11 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki tvær til þrjár klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Ekkert þátttökugjald er í gönguna en mælt er með að fólk taki með sér smá nesti. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði dagana 5. til 7. apríl, en þar koma fram um 30 hljómsveitir. Auk þess verður Skíðavika Ísfirðinga haldin í sjötugasta og áttunda sinn og ýmsir menningarviðburðir verða í tengslum við hana. Vegleg dagskrá verður í boði í Mývatnssveit að vanda. Haldið er upp á hundrað ára búsetu í Gamla bænum í Reykjahlíð um þessar mundir og sjötíu ára afmæli hótelrekstrar í Reynihlíð. Hin árlega Píslarganga verður gengin í átjánda sinn á föstudaginn langa. Gangan hefst við Hótel Reynihlíð klukkan 09.00. Hún er 36 km löng og gengur hver á sínum hraða. Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður einnig haldin í sveitinni um páskana, í fimmtánda sinn, og verða tónleikar í Skjólbrekku á skírdag og í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa. Hlíðarfjall verður opið frá kl. 9-16 frá skírdegi til annars dags páska og verður boðið upp á rútuferðir til og frá fjallinu. Sundlaug Akureyrar verður einnig opin alla helgina og ýmsir menn- ingarviðburðir í boði. Á Eyrarbakka verður Byggðasafn Árnesinga í Húsinu opið um páskana. Í borðstofu Hússins er athyglisverð sýning tileinkuð hveitipokum og nýtingu þeirra. Opið er frá 14-17 alla daga hátíðarinnar. Hátíðarmessur verða haldnar í flestum kirkjum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.