Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 62
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is VIGNIR SVAVARSSON mun spila með þýska handknattleiksfélaginu Minden á næstu leiktíð en hann hefur verið á mála hjá Hannover-Burgdorf. Minden er í efsta sæti þýsku B- deildarinnar og fátt getur komið í veg fyrir að liðið spili í hópi þeirra bestu á næstu leiktíð. F ÍT O N / S ÍA Fimmtudag kl. 19.00 Föstudag kl. 19.00 Laugardag kl. 19.30 Sunnudag kl. 18.00 216 KR. Á DAG Stöð 2 Sport og fy lgistöðvar KAUPTU ÁSKR IFT Á STOD2.IS Ekkert kemur til greina nema sigur hjá íslenska landsliðinu. TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT OG FYLGSTU MEÐ STRÁKUNUM OKKAR! STRÁKARNIR OKKAR KEMST ÍSLAND Á ÓLYMPÍULEIKANA? UNDANKEPPNI ÓL Í BEINNI FRÁ KRÓATÍU Þjóðaríþróttin • Þjóðarstoltið • sérútgáfa • apríl 2012 MASTERS FYRSTA RISAMÓT ÁRS INS í beinni Ísland - Chile, föstudaginn langa kl. 18.05 Ísland - Japan, laugardag kl. 16.05 Ísland - Króatía, páskadag kl. 15.50 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 HANDBOLTI Þetta hefur verið öðru- vísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppn- inni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðal- baráttan,“ sagði Ólafur Stefáns- son aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stór- móti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa,“ sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erf- iðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stutt- ur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn.“ Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjög- ur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta ein- hvern tímann seinna. Við þurf- um að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og von- andi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn,“ segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgd- ist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á rétt- um stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá,“ segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig,“ segir Ólafur hógvær að lokum. ooj@frettabladid.is Hefði verið út úr kú að spila á EM Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tækifæri til að komast á sína þriðju Ólympíuleika í röð. ÓLAFUR Í HÖLLINNI Í FYRRAKVÖLD Ólafur Stefánsson var mættur í íslenska lands- liðsbúninginn á nýjan leik á móti Noregi á þriðjudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í Króatíu. „Þetta er draumur okkar allra og að ég held allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleikana. Nú er bara að taka þessa páskaviku á fullu, vera grimmir þarna úti og klára þetta verkefni. Þetta eru lið sem við eigum að klára en við þurfum samt að hafa fyrir því. Við megum ekkert mæta þarna með nefið upp í loftið og halda að við séum bestir,“ segir Róbert. „Við vitum það að við eigum að klára þetta en við getum alveg tapað fyrir öllum þessum liðum. Ef við náum að stilla okkur sjálfa af þá hef ég engar áhyggjur,“ segir Róbert sem fagnar endur- komu Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. „Það er gríðarlega gaman að fá Óla og Snorra aftur inn. Við erum með alla nema Lexa sem er frábært,“ segir Róbert. - óój Róbert Gunnarsson: Erum með alla nema Lexa RÓBERT GUNNARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.