Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 36
6 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2012
ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR
ALDUR? Alltaf 29 ára.
HVAR ERTU ALIN UPP? Á besta stað í
bænum, í Fossvoginum í Reykjavík.
ÁHUGAMÁL? Að syngja músík, að
skrifa músík, að taka upp músík,
að deila músík með öllum sem vilja
heyra með það eitt að markmiði að
öllum líði vel.
Faðir þinn, tónlistarmaðurinn
Ólafur Gaukur Þórhallsson, einn
helsti brautryðjandi dægurtón-
listar á Íslandi sem stofnaði
meðal annars Gítarskóla Ólafs
Gauks árið 1975 og rak hann til
æviloka, féll frá á hvítasunnu-
dag í fyrra, áttræður að aldri.
Hvernig hefur þér tekist að vinna
í sorginni? Ég skil ekki enn þá að
pabbi minn skuli hafa flutt sig yfir í
næsta heim. Hann barðist eins og
hetja við þennan hræðilega sjúkdóm
og hann ætlaði svo sannarlega ekki
að láta í minni pokann fyrir krabba-
meininu. Ekkert af okkur ætlaði að
gera það. Við vorum mjög náin og
mér þótti svo vænt um hann og kem
alltaf til með að þykja svo vænt um
hann. Það eru ekki til nein orð nógu
sterk til þess að lýsa því.
Pabbi hringdi hingað til Los
Angeles í apríl 2010. Þá var mamma
hjá mér og við vorum úti að labba
í strigaskónum með hundana í
sólinni. Ég svaraði símanum og
pabbi sagði mér að hann hefði verið
hjá lækni sem sagði honum að hann
væri með krabbamein í lungum og
ætti eftir að lifa í sex mánuði.
Þá dró fyrir sólu og dimmdi all
snarlega.
Mér hefur bara tekist mjög illa að
vinna í sorginni, takk fyrir að spyrja.
Tárin þorna aldrei.
Ég kem aldrei til með að sam-
þykkja að pabbi sé ekki með okkur,
enda veit ég að hann verður alltaf
hjá mér. Hann hefur alltaf verið svo
góður við mig. Alltaf staðið hundrað
prósent á bak við mig sama hvaða
vitleysu ég hef anað út í. Þegar ég
hef verið brotin niður og það hefur
blásið hart á móti, sem hefur nú
bara verið þó nokkrum sinnum,
hefur hann alltaf verið kominn í
hvelli til að gefa mér byr undir báða
vængi svo ég geti flogið aftur. Bæði
mamma og pabbi hafa alltaf staðið
með mér 150% og það er þeim að
þakka að ég hef fengið að prófa
heiminn svolítið og þegar ég hef
dottið, hafa þau alltaf hjálpað mér
að standa upp aftur.
Hvernig tókust þið á við
dóminn? Við leituðum okkur upp-
lýsinga alls staðar varðandi matar-
æði, vítamín og alls konar óhefð-
bundnar meðferðir.
Ég fann loks lækni á Rhode
Island sem framkvæmir aðgerð-
ir sem nefnast radiofrequency
ablation þar sem þeir fara inn í lík-
amann með spjótum allt í kring-
um meinið og hreinlega steikja það
með örbylgjum.
Viltu lýsa fyrir okkur hvernig
þ e s s i a ð g e r ð f e r f r a m ?
Í radiofrequency ablation drepa
þeir meinið en allir vefirnir í kring
eru enn þá heilir, ólíkt því sem
gerist við venjulega geislun sem
oft eyðileggur mikið í kringum sjálft
meinið. Síðan breytist meinið hrein-
lega í duft og það tekur líkamann
smá stund, kannski nokkrar vikur,
að hreinsa það út. Þessi meðferð
á eftir að bjarga mörgum manns-
lífum í framtíðinni, sérstaklega í til-
vikum þar sem ekki er hægt að
skera upp og þar sem er enn þá
bara eitt mein.
Vandamál okkar var að þegar það
uppgötvaðist í pabba var meinið
komið á stig fjögur, sem þýðir að
meinið er búið að fara í ferðalag og
er þar af leiðandi komið í blóðið.
Þegar það er komið í blóðið veit
maður að það kemur upp einhvers
staðar aftur en maður veit bara ekki
hvar eða hvenær. Ég trúi því að
það sé hægt að halda aftur af vexti
krabbameins með réttu mataræði
og vítamínum og jafnvel hægt að
lifa með því í mörg, mörg ár án þess
að finna nokkurn tímann fyrir því.
Í meðferðinni losnaði pabbi við
tvö mein, eitt í lungum og eitt í
beini. Þessi tvö mein komu aldrei
aftur. Ég skil ekki af hverju fólki er
ekki sagt frá fleiri kostum á með-
ferð krabbameins en gert er. Allt
sem fólk er látið vita um er lyfja- og
geislameðferð og einhver voðalega
sterk lyf. Ég virði lækna afar mikils
fyrir það sem þeir gera og þeir eru
sérfræðingar á sínu sviði en mér
fyndist allt í lagi að láta fólk vita að
það getur valið um ýmislegt fleira.
Og hvað í veröldinni á það að
þýða að segja fólki að það eigi
bara sex mánuði eftir ólifaða?
Er til gangurinn að drepa það úr
hræðslu? Ég held að sumt heilsu-
gæslufólk þurfi að taka smá nám-
skeið í sálfræði. Það þarf að vera
LÍFSSTÍLLINN
TÁRIN ÞORNA ALDREI
Söngkonan Anna Mjöll er búsett í Los Angeles þar
sem tækifærin elta hana uppi. Hún missti föður sinn á
síðasta ári og tekst nú á við þungbæra sorgina ásamt
því að standa í skilnaði. Hún saknar góðu orkunnar á
Íslandi en horfir bjartsýn fram á við.
Hreyfingin? Ég fer alltaf út með hundana, allav
er í bænum. Svo er ég hjá frábærri stelpu í e
Ég var einmitt að koma skríðandi heim frá h
sé með eitthvað leyniplan um að gera út af v
dag. En það er allt í lagi af því að hún heldu
pína mig til að borða eins mikið og ég get þ
borða. Hún er að reyna að bæta smá kjöti á
Uppáhalds maturinn? Mér finnst voða margt vo
ekkert matvönd. Sushi er ofarlega á listanum
og flestur fiskur. Þess vegna verð ég alltaf a
fiskbúð á Íslandi. Það er enginn fiskur í heim
við íslensku ýsuna.
Uppáhalds veitingastaðurinn? Ég er nú svo skrýt
góðum félagsskap þá er mér eiginlega alveg
ég borða. En ef ég á að velja uppáhaldsveit
daglega) þá myndi ég segja Picasso i Las V
Bouchon, Crustacean og Mastro‘s í Los Ang
Hvaða snyrtivörur notar þú daglega? Ég nota allta
ekki lifað án þess. Svo nota ég bara einhver
með spf 30 sólarvörn. Svo auðvitað er það v
Annars held ég að besta snyrtivaran komi b
drekka nógu mikið vatn, þá er maður í góðu
Uppáhalds hönnuður? Alexander McQueen.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS