Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK| 3 Fyrirtækið Hundrað prósent heilsa setti nýverið á markað hunangs-eplaediksdrykkinn Alpha Daily. Vörumerkið Alpha Daily er alíslenskt en auk drykkjar- ins eru fleiri vöruflokkar í pípunum, þar á meðal hunang. Framleiðslan og hugvitið eru íslensk en hráefnið að mestu innflutt fyrir utan vatnið. Fyrirtækið hóf starfsemi á síðasta ári og er staðsett að Smiðjuvegi 38. Alpha Daily fæst nú þegar í um 30 verslunum; Hagkaupum, Fjarðar- kaupum, Víði, Kaskó, Kosti og í öllum helstu heilsubúðum. Boðið er upp á endurvinnslutilboð hjá fyrir- tækinu, en með því að safna sex flöskum og skila þeim á Smiðjuveg fást sex fullar flöskur á verði fimm. VIRKNI OG BÆTT HEILSA Læknirinn Hallgrímur Magnússon hefur í gegnum tíðina talað fyrir bættu mataræði fólks og mikilvægi þess að viðhalda réttu pH-gildi líkamans. „Ég hef verið að vesenast í þessu í 20 ár og ráðlagt fólki í fyrir- lestrum mínum að drekka eplaedik 15 til 20 mínútum fyrir mat og bæta þannig meltinguna,“ segir Hall- grímur. Hann sjálfur kemur ekki að framleiðslu Alpha Daily en vill leggja þessum góða drykk lið í þeirri von að bæta heilsu fólks. Hallgrímur segir drykkjarblönduna hafa fylgt manninum frá örófi alda sem heilsu- drykkur og virku efnin í honum hafa öll ákveðna líffræðilega virkni í líkamanum. „Óreganó, eplaedik og hunang eiga það sameiginlegt að færa í líkamann efni sem halda honum söltum, en það er mjög mikil- vægt fyrir heilsu líkamans.“ Hall- grímur bendir á mikilvægi þess að vinna á móti súrum líkama og óheil- brigðu mataræði nútímans og mælir með að fólk skoði mataræði sitt vel. Hann segir flesta sjúkdóma mega rekja til þess að líkaminn verði of súr. „pH gildi Coca Cola er til dæmis 2,8 sem er mun súrara en manns- líkaminn sem er pH 7,3-7,4. Það er gríðarlegt bil þarna á milli. Smátt og smátt notum við okkar birgðir af efnum til að viðhalda sýrustiginu; líkt og þegar Coca Cola er drukkið þá jafnar líkaminn niður sýrustigið, en við of mikla neyslu kemur að því að hann nær ekki að halda í við neysluna og þá fer glerungurinn að eyðast og aðrir sjúkdómar að láta á sér kræla en Alpha Daily drykkurinn vinnur á móti því. Þetta er svona grunnhugsunin í þessu.“ EPLAEDIK Eplaedikið sem notað er í drykkinn er fyrsta flokks; ógerilsneytt, óeim- að og innflutt frá Þýskalandi. Um edikið segir Hallgrímur: „Eplaedik sem slíkt er súrt en með hunanginu dregur maður úr sýrunni. Það sem gerist með eplaedikið þegar það kemur í líkamann er að það brennur upp til grunna og færir líkamanum þau efni sem gera hann saltan. Líkt og þegar sítróna er innbyrt þá er hún súr en þegar hún er búin að brenna í líkamanum þá færir hún okkur efnin kalíum, magnesíum, natríum og kalsíum sem gera líkam- ann saltan.“ HUNANG Hvað virkni hunangsins varðar segir hann að það innihaldi margfalt meira af kalíumi en nokkuð annað efni í náttúrunni og sé mikilvægt saltstjórn líkamans ásamt magn- esíum, natríum og kalsíum. Aðeins er notað hráhunang í Alpha Daily, sem er minna unnið en hefðbundið hunang. „Hunangið er lífrænt hun- ang frá Mið- og Suður-Ameríku og blómaakurinn sem flugurnar sækja hunangið á er með mjög fjölbreyttri blómaflóru. Það er ekki hitað við vinnslu heldur kaldhreinsað og heldur þannig öllum ensímum. Þetta er því fyrsta flokks hunang.“ ÓREGANÓ Óreganó er krydd sem flestir ættu að þekkja úr eldhúsinu heima hjá sér og segir Hallgrímur virkni þess vera þá að „það hvetji örverurnar í þörmunum til að mynda betri mjólk- ursýrubakteríur og vinni þannig á móti sveppi og öðrum örverum sem eru sjúkdómavaldandi.“ MELTING OG SJÚKDÓMAR Hallgrímur segir að gamla náttúru- læknisfræðin segi að 95% af öllum vandamálum líkamans megi rekja til meltingarvegarins og að eplaedik, hunang og óreganó stuðli að heil- brigðri bakteríuflóru í meltingar- veginum. Hallgrímur mælir með að drykkurinn sé drukkinn rétt fyrir mat til að hjálpa líkamanum að búa til saltsýru í magasýrunni svo fyrsta þrep meltingarinnar verði betra. „Þegar fyrsta þrep meltingarinnar er betra verður restin af meltingunni betri. Þetta vinnur á móti þeirri geggjun sem mataræði nú til dags er fullt af.“ Hann mælir einnig með því að drykkurinn sé drukkinn við stofuhita. „Þegar drukknir eru ís- kaldir drykkir þarf líkaminn að ná sér í blóð og beina blóðrásinni upp í magann áður en hann hleypir því í gegn, sem gerist ekki fyrr en vökv- inn er orðinn 35 til 36 gráður. Það hefur auðvitað neikvæðar afleið- ingar fyrir alla meltinguna með til- heyrandi vandamálum.“ Hallgrímur segir að í einhverjum tilfellum hafi fólk læknast eða jafnvel getað hald- ið niðri magabólgum með því að drekka eplaedik í stað lyfjainntöku. Þannig hafi það sparað sér og ríkinu mikinn pening og öðlast varanlegan bata í leiðinni. NÝR HEILSUDRYKKUR Á MARKAÐ HUNDRAÐ PRÓSENT HEILSA KYNNIR Fyrirtækið Hundrað prósent heilsa setti nýverið á markað heilsudrykkinn Alpha Daily. Drykkurinn er unninn úr eplaediki, hunangi og óreganó. Hallgrímur Magnússon læknir segir þessi efni eiga það sameiginlegt að halda líkamanum söltum og vinna móti hinum ýmsu kvillum. FYRSTA FLOKKS HRÁEFNI Eplaedikið sem notað er í drykkinn er fyrsta flokks, ógeril- sneytt, óeimað og inn- flutt frá Þýskalandi. DRYKKUR MEÐ VIRKNI Hallgrímur seg- ir drykkjarblönduna hafa fylgt manninum frá örófi alda sem heilsudrykkur og virku efnin í honum hafa öll ákveðna líffræði- lega virkni í líkamanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.