Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 13
Arion banki er stoltur styrktaraðili íslenska handboltalandsliðsins. Hægt er að nálgast veggspjöld með mynd af landsliðinu í útibúum Arion banka. Við óskum strákunum okkar góðs gengis í undankeppni Ólympíuleikanna arionbanki.is – 444 7000 FIMMTUDAGUR 5. apríl 2012 13 EVRÓPUMÁL „Það er afar mikilvægt fyrir Ísland að sveitarstjórnir og svæðisbundin yfirvöld taki virkan þátt í aðildarviðræðum Íslands og ESB.“ Þetta segir Mercedes Bresso, forseti Svæðanefndar Evrópu- sambandsins (ESB), í samtali við Fréttablaðið. Bresso var stödd hér á landi þar sem hún fundaði með sameiginlegri þingmanna- nefnd Íslands og ESB og fulltrúum íslenskra sveitarfélaga um aðildar- viðræðurnar. Bresso sagði að á Íslandi eins og öðrum löndum sé afar mikilvægt að vinna gegn fólksflótta af dreifbýlli svæðum til stórborga. „Þar skiptir byggðastefna miklu máli og getur aðstoðað við að koma á laggir verkefnum sem geta eflt atvinnulíf á dreifbýlli svæðum.“ Hún sagði ESB leggja mikla áherslu á þau mál, sem og að efla tækifæri almennings í aðildar- löndunum til að móta stefnu sam- bandsins. Svæðanefnd ESB sam- anstendur af 344 fulltrúum frá sveitarstjórnum í öllum löndum sambandsins. Markmið nefndar- innar er að virkja fulltrúa minni stjórnsýslueininga til að móta lög- gjöf ESB, enda kemur drjúgur hluti hennar til framkvæmda á því stigi. Aðspurð hvort rödd Íslands yrði ekki hjáróma í þessum fjölmenna hópi, kæmi til aðildar, sagði Bresso að svo þyrfti ekki að vera. „Kæmi til aðildar Íslands fenguð þið um sex fulltrúa í Svæðanefndinni en Þýska- land er með 24 fulltrúa þannig að fámennu löndin hafa töluvert vægi og geta nýtt sér það vel.“ - þj Forseti Svæðanefndar ESB tjáir sig um aðkomu neðri stjórnsýslustiga að viðræðum við Evrópusambandið: Segir mikilvægt að sveitarfélögin taki þátt SVEITARSTJÓRNARSTIGIÐ MIKILVÆGT Mercedes Brasso, forseti Svæðanefndar ESB, segir mikilvægt fyrir íslensk sveitar- félög að taka þátt í aðildarviðræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Borgarahreyfingin þarf ekki að greiða Guðmundi Andra Skúlasyni, sem var verk- efnisstjóri hreyfingarinnar, laun eftir að ráðningarsamningi við hann var rift. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur í gær er Borgarahreyf- ingin sögð hafa haft lögmætar ástæður til að segja Guðmundi Andra upp störfum eftir að hann lét hreyfinguna greiða kostn- að við fimm manna ferðalag til Brussel. Stjórnin hafði sam- þykkt að senda einn fulltrúa í ferðina. Borgarahreyfingin var því sýknuð af kröfum Guð- mundar Andra og honum gert að greiða 400.000 krónur í máls- kostnað. - óká Borgarahreyfingin sýknuð: Þurfti ekki að greiða laun eftir uppsögn FERÐAMÁL Gistinóttum á hótelum sem opin eru allt árið fjölgaði um 28 prósent í febrúar, miðað við sama mánuð ári fyrr. „Gistinætur á hótelum í febrú- ar voru 102.600 samanborið við 79.900 í febrúar 2011,“ segir í frétt Hagstofunnar. „Gistinætur erlendra gesta voru um 78 prósent af heildar- fjölda gistinátta í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 33 prósent samanborið við febrúar 2011. Á sama tíma fjölg- aði gistinóttum Íslendinga um 13 prósent.“ - óká Gistinætur fleiri í febrúar: Þriðjungsaukn- ing útlendinga VEGAMÁL Umferð í marsmánuði jókst um fjögur prósent á milli ára samkvæmt mælingum Vega- gerðarinnar. Aukningin er sögð sambærileg við aukninguna milli áranna 2009 og 2010. „Það sem er þó öðruvísi nú er að umferð eykst á öllum lands- svæðum,“ segir á vef Vegagerð- arinnar. Umferð um Austurland jókst mest, en minnst á höfuð- borgarsvæðinu. „Frá áramótum hefur umferð nú dregist saman um 1,8 pró- sent.“ Samdrátturinn er sagður miklum mun minni en í fyrra, en þá var hann tæp 10 prósent. - óká Samdráttur á árinu er 1,8%: Umferð jókst í marsmánuði UMFERÐ Í fyrra nam samdráttur í umferð á þessum tíma 10 prósentum milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VESTURBYGGÐ Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar hvetur bæjar- ráð Vesturbyggðar til að beita sér fyrir því að ferjan Baldur sigli lengur en til stendur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Áætlað er að Baldur gangi á tímabilinu 10. júní til 24. ágúst. Nefndarmenn atvinnumála- nefndar telja tímabilið of stutt til að ná að svara þeim ferðamanna- straumi sem liggur til Vestur- byggðar yfir Breiðafjörð yfir sumartímann. - kh Hvetur bæjarráð til dáða: Vilja fjölga ferð- um Baldurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.