Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 22
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR22 Þ að hefur verið dapurlegt að þurfa á hverju ári að flytja þær fréttir að traust og trú á okkar helstu samfélags- stoðum fari þverrandi. Það er þörf fyrir breytingar. Forsetinn breytir því ekki einn og sér, en hann getur lagst á árarnar í hina átt- ina, til að byggja upp, bæta, sameina og sætta,“ segir Þóra Arnórsdóttir sjón- varpskona, sem í gærdag tilkynnti að hún gæfi kost á sér í embætti forseta Íslands. Hún segist hafa farið að velta fyrir sér þeim möguleika að verða forseti þegar henni tók að berast hvatning héðan og þaðan af landinu, sem fljótt breytt- ist í sterka bylgju. „Að komast að þessari niðurstöðu tók samt langan tíma, því þetta var svo sannarlega ekki efst á blaði á fjölskylduáætluninni. Aðalatrið- ið var hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði til þess að gera og hvort ég gæti sinnt embættinu með sóma.“ Þegar hún var búin að svara sínum eigin spurning- um játandi og ræða málið í þaula við eiginmann sinn og sína nán- ustu fjölskyldu tók hún ákvörðun um að fara fram. Þóra segir stuðninginn koma úr öllum áttum. „Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar fyrr- um vinnuveitandi minn í Vík í Mýrdal hringdi til að bjóða fram krafta sína, 22 ára námsmær í París sendi mér hvatningar- bréf, að ógleymdum gamla skip- stjóranum í Bolungarvík og svo framvegis. Það er eitthvað stór- kostlegt við þetta – við erum breiðfylking, ekki fulltrúar ein- hverra hópa.“ Forseti er ekki kosinn til æviloka Það er erill á heimili þeirra Þóru og Svav- ars Halldórssonar, manns hennar, þegar blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðs- ins líta þar inn. Tvær af dætrum Svav- ars liggja undir sæng inni í stofu, önnur les Syrpu en sú nýfermda þiggur ráð frá pabba sínum við ritgerðarsmíð. Dótt- ir þeirra á fjórða ári er nýkomin heim úr leikskólanum og langar að leika við mömmu, vinir þeirra hjóna leggja á ráðin inni í eldhúsi og ógnarjafnvægi ríkir á milli aðkomuhundsins Kidda og heimil- iskattarins Rósu. Stemningin minnir á hvert annað barnmargt heimili þar sem sjaldan ríkir lognmolla. Þó vantar eina bróðurinn í hópnum, auk ófædda barnsins sem er væntanlegt í næsta mánuði. Mörgum þykir spennandi kostur að fá barnmarga fjölskyldu eins og þessa á Bessastaði. Sumir spyrja sig þó af hverju þau klári ekki barnastússið og sína starfsferla fyrst. „Ef það væri þannig að forsetaembættið ætti að vera endastöð þá væri kjörgengisaldurinn hærri. Hann er 35 ár. Ég er búin að vinna í einn og hálfan áratug í fjölmiðlum, hrærast í þjóðmála- umræðunni og umræðum um samfélagið okkar. Mitt mat er að ég geti sinnt emb- ættinu vel. Ef einhver hefur það helst út á mig að setja að ég sé of ung get ég sagt með vissu að það stendur til bóta,“ segir Þóra með bros á vör og bætir því við að hún verði ekki á Bessastöðum næstu 30 árin, nái hún kjöri. „Persónulega finnst mér að farsæll forseti eigi ekki að sitja lengur en tvö, í mesta lagi þrjú kjörtíma- bil.“ Vill vera til fyrirmyndar Framboð Þóru þykir að sumu leyti minna á framboð Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980. Að einstæðri móður skyldi detta í hug að bjóða sig fram til forseta þótti mörgum fásinna, rétt eins og sumum þykir ungt par með hóp af ungum börnum ekki eiga erindi á Bessa- staði. Þóra segist eiga erfitt með að bera sjálfa sig saman við Vigdísi, sem hún beri mikla virðingu fyrir. „Það var talað niður til hennar og hún mætti margs konar fordóm- um en Vigdís ruddi veginn á svo mörgum sviðum. Hún gerði það af miklum glæsi- leika og var afar farsæll forseti,“ segir Þóra. Hún vonar hins vegar að fram- boð hennar geti orðið lóð á vogarskálar jafnréttisbar- áttunnar. „Ég held að það hafi orðið bakslag í jafnrétt- isbaráttunni á undanförn- um árum. Samfélagið hefur breyst mikið frá því Vigdís var kjörin, en það þýðir ekki að við séum komin alla leið. Þetta vita allir sem eru með augun opin, horfa í kringum sig og eru tilbúnir að viður- kenna það. Við sáum hvað Vigdís gerði fyrir okkar kynslóð, að alast upp við það að kona væri forseti. Fyrirmyndir skipta máli. Það væri mjög gott ef mitt fram- boð gæti orðið liður í að efla jafnréttis- baráttuna.“ Ekki í einangrun þó hún sé ólétt Svavar og börnin öll standa þétt við bakið á Þóru. „Svavar er 100 prósent með mér í þessu. Við höfum bæði lengi verið í anna- sömum og krefjandi störfum, í þessu púsluspili sem allir foreldrar þekkja. Ef ég næ kjöri lætur hann af störfum sem fréttamaður og verður heimavinn- andi, svo ég er ekki frá því að börnunum okkar yrði jafnvel sinnt betur, ef eitthvað er,” segir Þóra og brosir. „Svo er það nú þannig að stóru stelpurnar búa hjá móður sinni og eru þar í skóla, svo það eru ekki fimm börn á heimilinu alla daga.“ Hún segist ekki kvíða því að eign- ast barn í miðjum kosningaslag. „Ég vil ekki draga úr því að þetta er mikið álag, enda eru mín tvö helstu þrekvirki í lífinu hingað til þau að koma börnunum mínum tveimur í heiminn. En það er ekki eins og maður sé kominn í einangrun við það að ganga með barn og eiga það. Þetta er eðli- legasti hlutur í heimi og hluti af lífinu. Þegar fólk fer að ræða hvernig ég ætli að fara að þessu, réttir Svavar iðulega upp hönd og segir: „Barnið á líka pabba.““ Það er ekki eins og mað- ur sé kominn í einangrun við það að ganga með barn og eiga það. Þetta er hluti af líf- inu. Vill sameina og sætta þjóðina Þóra Arnórsdóttir vill verða sjötti forseti Íslands. Henni þykir dapurlegt að Íslendingar treysti ekki lengur helstu samfélagsstoð- unum og vill leggjast á árarnar til að sameina og sætta þjóðina. Þóra segir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur að henni þyki ekkert til- tökumál að eignast barn í miðjum kosningaslag. Börnin eigi líka föður og hann verði heimavinnandi á Bessastöðum, nái hún kjöri. FORSETAEMBÆTTIÐ ENGIN ENDASTÖÐ Þóra Arnórsdóttir telur að hún hafi næga reynslu og þroska til að verða næsti forseti Íslands. Kjörgengisaldurinn sé 35 ár. Hann væri hærri ef ætlast væri til þess að forsetaembættið væri einhvers konar endastöð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvert er að þínu mati helsta hlutverk og tilgangur forseta Íslands? Forsetinn á að vera manneskja sem flestir geta litið til, samsamað sig með og sam- einast um. Það er engan veginn útilokað þótt þjóðin hafi að einhverju leyti sundrast síðustu árin. Það er margt sem sameinar okkur, svo miklu meira en það sem skil- ur okkur að. Forsetinn á að ýta undir sátt, hvetja menn til dáða og stappa stálinu í fólk þegar þess þarf. Það þýðir ekki að hann eigi að vera skoðanalaus lurða. Hann þarf að geta tekið af skarið þegar þess þarf. Forsetinn er líka einn af málsvörum þjóðarinnar út á við. Hann á að gæta hags- muna hennar og kynna landið eins og það er. Forsetinn þarf að vera tilbúinn að verja Ísland og halda málstað okkar á lofti. Það er afar margt sem við getum verið stolt af og það á forsetinn að endurspegla út í heim. Hvar stendur þú í pólitík? Mun það hafa áhrif á verk þín, verðir þú kjörin forseti? Ég aðhyllist heilbrigða skynsemi. Ég held að Íslendingar séu sammála um að við viljum að sem flestir hafi það sem best. Það er stjórnmálamanna að útfæra bestu leiðirnar að því markmiði. Forset- inn er eini þjóðkjörni embættismaðurinn og er sem slíkur algerlega laus við flokka- pólitík. Þegar ég var tvítug var í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjanes- kjördæmi fyrir kosningar árið 1995, rétt eins og maðurinn minn starfaði með Sjálf- stæðisflokknum í þeim sömu kosningum. Við höfum bæði lifandi áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum en persónulegan metnað eða afstöðu í flokkapólitík hef ég alls ekki. Hvernig sem reynt er, þá er hreinlega ekki hægt að koma okkur ofan í box. Á forseti Íslands að hafa það vald að neita að skrifa undir lög frá Alþingi og skjóta málum til þjóðarinnar? Hvernig má hann beita því valdi? Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að þessi réttur er virkur og hluti af því valdi sem fylgir forsetaembættinu. Þetta er öryggisventill og forsetinn getur aldrei skorast undan því. Vegna sinnar stöðu sem þjóðkjörinn embættismaður er hann nokkurs konar mótvægi við ríkis- stjórnina. Þess vegna skiptir miklu máli að þjóðin geti treyst því að forsetinn geti metið það hvenær sé réttlætanlegt að grípa fram fyrir hendurnar á löggjafar- valdinu. Vegna þess að ekki er kveðið á um nein viðmið í 26. grein stjórnarskrár- innar byggist þetta á trausti til forseta um að hann kunni að lesa vilja þjóðarinnar hverju sinni. Ég treysti mér til þess að rísa undir þeirri ábyrgð. Hvernig þykir þér sitjandi forseti hafa staðið sig? Telur þú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á forsætisemb- ættinu í tíð hans séu afturkræfar? Mitt framboð snýst ekki að nokkru leyti um núverandi forseta eða mat á hans verkum. Kjósendur þekkja forset- ann okkar, hann hefur starfað sem slíkur í 16 ár. Þeir vita hvaða valkostur hann er. Íslendingar eru fullfærir um að meta frambjóðendurna sjálfir. Á Íslandi hafa setið fimm forsetar frá árinu 1944. Hver og einn þeirra hefur mótað embættið með sínum hætti. Þótt núverandi forseti hafi verið sá fyrsti til að beita 26. greininni í fjölmiðlamálinu þýðir það ekki að hann sé búinn að móta emb- ættið um alla framtíð. Hann tók afstöðu út frá sínum viðmiðum, samvisku og siðferði. Hver forseti ákveður fyrir sig hvort eða hversu mikið hann tekur afstöðu í póli- tískum deilumálum. ■ SPURT OG SVARAÐ Þóra er fædd í Reykjavík 18. febrúar 1975. Hún er dóttir Nínu Sæunnar Sveinsdóttur viðskipta- fræðings og Arnórs K. Hannibalssonar heim- spekiprófessors. Hún er yngst fimm systkina og ólst upp í Kópavogi. Þóra er með B.A.-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og M.A.-próf í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins Paul H. Nitze School of Advanced International Studies, Bologna, Ítalíu og Washington, D.C. Hún er einnig með leiðsögumannapróf. Hún talar ensku og ítölsku reiprennandi, en einnig dönsku, sænsku, norsku og þýsku. Maki Þóru er Svavar Hall- dórsson fréttamaður. Þau eiga tvö börn, Halldór og Nínu, og þriðja barnið er væntanlegt í maímánuði. Svavar á einnig þrjár dætur úr fyrra sam- bandi, Ernu, Guðbjörgu og Rebekku. Þóra Arnórsdóttir í hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.