Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 40
10 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2012 Bryndís Rún flutti til Noregs til að einbeita sér enn frekar að sundinu. BRYNDÍS RÚN HANSEN ALDUR: 19 ára í maí STARF: Í menntaskóla og sundkona ÁHUGAMÁL: Ferðast og vera með vinum og fjölskyldu Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? Ég byrjaði að æfa sund með Óðni á Akureyri aðeins fimm ára gömul og hef verið að æfa síðan. Ég flutti til Bergen í janúar 2011 til að leggja enn meiri áherslu á æfingarnar. Hvaða syndirðu oft í viku? Ég syndi 11 sinnum í viku, tvo tíma í senn. Stundar þú aðra hreyfingu? Ég æfi styrktaræfingar alla virka daga, svo er Crossfit á laugardögum eftir tveggja tíma sundæfingu sem er mjög krefjandi. Þar sem ég bý nú í Bergen labba ég mikið og það er ágætis aukaæfing að labba upp um 160 tröppur tvisvar til þrisvar á dag til að fara heim til mín. Hvað er það við sundið sem heillar þig? Fyrst og fremst finnst mér það gaman. Sundið hjálpar mér að skipuleggja mig í daglegu lífi og að ná markmiðum mínum. Hefurðu lent í því að fá leiða á því? Já, já, það kom oftar fyrir hér áður fyrr en það voru fleiri kost- ir en gallar við að æfa sundið og núna sé ég ekki eftir að hafa hald- ið áfram. Hvernig tókstu á við það? Það var mjög algengt hjá mér að verða leið á æfingunum t.d í desember þegar það var kalt og dimmt í úti- lauginni, en ég var alltaf á leið í spennandi verkefni með landsliði SSÍ sem hélt mér við efnið. Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Ég fer í slökunarnudd og svo verð ég líka að hugsa um að borða vel, fá góða hvíld og nægan svefn. Það er ekki mikið um heita potta í Bergen svo það er allt- af gott að dekra við sig heima á Ís- landi í heitum potti. Hversu mikinn þátt telurðu mat- aræðið eiga í velgengni þinn? Mjög mikinn, ég var með mikið fæðu óþol þegar ég var yngri og þá lærði ég að hugsa um að borða hollan mat með sem minnstum aukaefnum. Það hefur mikið að segja að borða venjulegan mat s.s kjöt, fisk, grænmeti, ávexti og muna að drekka vatn til að hafa orku í allar æfingarnar því ef ég geri það ekki þá kemur það bara niður á æfingunum. Eitthvað að lokum? Ég reyni alltaf að hafa gaman af því sem ég er að gera, sjá tækifærin sem eru í boði og kunna að njóta þeirra. Íþróttin hefur gefið mér mörg tækifæri til að ferðast og kynnast fólki um allan heim. Ég hef alltaf verið að æfa fyrir mig sjálfa og fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum sem er mjög mikilvægt. SYNDIR Í 22 KLUKKU- STUNDIR Á VIKU Bryndís Rún Hansen, sundkona og íþróttamaður Akureyrar, er búsett í Bergen í Nor- egi þar sem hún einbeitir sér að sundiðkuninni og námi. Hvað ertu að takast á við núna? Þessa dagana bý ég í Kaupmanna- höfn og er núna rétt að verða hálfn- uð með mastersnám í menningar- greiningu við Kaupmannahafnarhá- skóla og Háskólann í Lundi. Í fyrra gerðist ég líka frumkvöðull og vín- framleiðandi og því fer mikið af mínum frítíma í alls konar verkefni fyrir Foss distillery en við framleið- um birkisnafsinn Birki og birkilíkjör- inn Björk. Svo er ég aðeins að skrifa eitt og annað og af og til með putt- ana í verkefnum fyrir Zik Zak kvik- myndir. Hvað gerir þú til að halda heils- unni í lagi andlega og líkamlega? Ég sinni andlegu heilsunni með því að iðka innhverfa íhugun einu sinni til tvisvar á dag. Það er mælt með því að maður geri það bæði að morgni og seinni partinn en ég kem því sjaldnast við á morgnana. Hins vegar er æðislegt að ná svo að hugleiða seinni partinn – algjört heilanammi. Íhugunin er frábært tól fyrir mig til að ballansera hugann og safna kröftum. Ég fór á nám- skeið hjá Íslenska íhugunarfélaginu fyrir tveimur árum og tæknin hefur reynst mér mjög vel. Varðandi lík- amlegu heilsuna, þá hef nú aldrei verið neinn sérstakur íþróttaálfur en þar sem ég bý í Kaupmanna- höfn hjóla ég mjög mikið eða nán- ast daglega og það finnst mér ótrú- legt íþróttaafrek! Hvað með líkamsrækt? Líkams- ræktin mín í gegnum árin hefur verið sérlega ómerkileg og ég missi fljótt áhugann á hvaða nýja sporti sem ég tek mér fyrir hendur. Það er víst vegna þess að ég er með feitan persónuleika – ég las það í afar göfgandi heilsublaði á dögunum. Í blaðinu stóð að hvat- víst fólk ætti erfitt með að halda sér í rútínu því það er alltaf rokið eitthvert annað. Aðgerðaleysi mitt í líkamsrækt er sem sagt ekki beint sjálfri mér að kenna heldur pers- ónuleika mínum, hann er svo feit- ur. Annars eru fjallgöngur mín uppá- haldslíkamsrækt en það er erfitt að koma þeim við í þessu landi flat- neskjunnar. Ég hlakka mikið til að koma heim í sumar og fara í hress- andi fjallgöngur með góðum vinum. Elsa María Jakobsdóttir IÐKAR INNHVERFA ÍHUGUN Bryndís Rún Hansen sundkona var valin íþróttamaður ársins á Akureyri. KASTANÍA KYNNIR: HANDSAUMAÐAR TÖSKUR EFTIR BRESKA HÖNNUÐINN MONICA BOXLEY. Þær eru úr hágæða ítölsku leðri. Margir litir til. 5. apríl Skírdagur 11:30 - 22.00 6. apríl Föstudagurinn langi 16:00 - 20:00 7. apríl Laugardagur 11:30 - 22:00 8. apríl Páskadag 16:00 - 20:00 9. apríl Annar í páskum 11:30 - 22:00 OPIÐ ALLA PÁSKANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.