Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 38
8 • LÍFIÐ 5. APRÍL 2012 En þegar kemur að söngnum? Ég var að fá stórt verkefni sem verður „tribute“ til Duke Ellington. The American Jazz Association bað mig um að gera þetta og mér skilst að ég verði eini söngvarinn með stórsveitinni svo að mér er það mikill heiður. Ég er að vinna í því í augnablikinu ásamt geisladiski sem vonandi kemur út fyrr en síðar. Síðan er ég líka að syngja tvö lög inn á plötu í apríl, sem er „tribute“ til Steely Dan – líka á vegum The Am- erican Jazz Insti- tute. Svo var verið að biðja mig um að leika Marlene Diet- rich í eins manns uppfærslu en við sjáum nú til hvort það gangi upp. En aðalatriðið er að ég verð með minningartónleika til heiðurs pabba á Kaff i Rósen- berg í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Miðar verða seldir á Midi.is og ég vonast bara til að sem flestir sjái sér fært um að mæta. Ég syng á stað sem heitir Vibrato og er í eigu Herbs Alpert t rompet- le ikara, sem er voða góður gæi. Þetta er mjög flottur klassastaður í Bel Air- hverfinu í Los Angeles. Reyndar flottasti djassklúbburinn í Los Angeles. Mér hefur verið tekið ótrúlega vel þar og mér finnst ég loksins passa einhvers staðar inn. Ég hef aldrei passað inn neins staðar fyrr en núna. Saknar orkunnar á Íslandi Ræðum aðeins um Ísland. Hvers saknarðu helst héðan? Ég sakna orkunnar og minninganna. Annars gef ég mér nú ekki mikinn tíma til að sakna neins. Það breytir engu. Pabbi sagði við mig rétt áður en þetta skall á allt saman: „Maður heldur alltaf áfram.“ Svo það er nú mitt lífsmottó þessa dagana. Bara að halda alltaf áfram, beint strik. Hvað gerir þú helst þegar þú sækir Ísland heim? Ég fer út í fisk- búð, geng alltaf niður Lauga veginn, leik við „bróður minn“, hundinn hennar mömmu, Prins Ólafsson, sem er chihuahua. Ég fer alltaf niður í gítarskóla að heilsa upp á alla þar, reyni að hitta sem flesta vini og kíkja í Kringluna. Svo finnst mér alltaf eitthvað við að keyra til Hveragerðis og fara í kaffi og köku. Ég drekk samt ekki kaffi svo ég fæ mér bara kók og köku eða vatn og köku. Það hljómar bara ekki eins vel. Mig hefur líka alltaf langað til að prófa að fara í flugtíma úti á Reykja- víkurflugvelli en hef ekki lagt í það enn þá. Vindurinn er svo sterkur að litlu vélarnar hljóta að vera eins og fjaðrir þarna uppi. En veðrið á Ís- landi er ansi ólíkt í háloftunum hér í Los Angeles þar sem ég skelli mér stundum í flug. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri fyrir utan músíkina. Hvernig upplifun er að hafa búið svona lengi erlendis og hvaða lærdóm hefur þú öðlast á þessari reynslu? Það hefur verið mikil blessun að fá að upplifa og öðlast alla þá reynslu sem ég hef fengið að njóta og aftur kem ég að foreldrunum en ég hefði aldrei fengið tækifæri eða kraft til að gera neitt af þessu ef þau hefðu ekki staðið við bakið á mér alla leið. Ég var alltaf að fara fram og til baka en tók loks þá ákvörðun að vera hér alveg árið 2000. Ég held að mitt stærsta vandamál sé að ég dreg í raun aldrei lærdóm af neinu. En ég er að reyna ad breyta því. Einkalíf þitt hefur ratað ítrekað í fjölmiðla undanfarið. Hefur það reynst þér og þínum erfitt? Ég fann það út snemma að það er best að lesa bara ekkert um sjálfan sig og ekki tékka á nafninu sínu á Google. Svo að það hefur verið allt í lagi fyrir mig en það hefur verið erf iðara fyr i r mömmu. Ég hef fengið helling af bréfum frá yndislegu fólki sem hefur bara viljað sýna mér s tuðn ing og hlýju á erfiðum t ímum. Ég á ekki orð yf ir hvað það var dásamlegt að lesa hvert einasta bréf. Svo eru auðvi- tað hinir, sem þykir gaman að tala illa um mig. Ef þeir vilja vera að eyða kröft- um sínum, tíma og sínu lífi í að tala eða skrifa illa um mig, þá breytir það nákvæmlega engu fyrir mig og ef það lætur þeim líða eitt- hvað betur, þá vona ég bara að þeir haldi því áfram. Ég vil bara að öllum líði vel. Stendur í skilnaði Þú sóttir um skilnað við banda- ríska athafnamanninn Cal Wort- hington í desember árið 2011 sem stendur enn yfir. Treystir þú þér að ræða um skilnaðinn? Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt og er enn. Ég má því miður ekki segja neitt fyrr en skilnaðurinn er yfirstaðinn. Það eru alltaf tvær hliðar á hverri sögu og það er ekki alltaf allt sem sýnist. Fannst þér þú fá óréttláta um- fjöllun? Nei, í rauninni ekki. Miðað við þær upplýsingar sem fólki voru gefnar var þetta sennilega bara alveg eðlilegt. Ég hefði sennilega farið beint í að dæma þessa mann- eskju (mig) líka undir sömu kringum- stæðum. Er eitthvað sem þú vildir hafa gert öðruvísi? Já, ég vildi að ég hefði gert það sem ég gerði í hvert einasta skipti sem Cal bað mig um að giftast sér á síðustu átta árum – sagt nei. Heldurðu að þú getir orðið ást- fangin á ný? Verður maður ekki alltaf ástfanginn á ný? Ég held ég sé orðin það nú þegar. Mömmuhlutverkið kitlar En kitlar móðurhlutverkið þig? Já reyndar. Það væri ótrúlegt að eignast eitt lítið kríli en ég veit bara ekki hvort ég gæti nokkurn tímann orðið alvöru mamma. Allar þessar mömmur í heiminum eru bara algjörar „wonder women“ ef þú spyrð mig og ég held að ég komist ekki með tærnar þar sem þær hafa hælana á einn eða annan hátt. Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Ég á í erfiðleikum með að sjá sjálfa mig eftir eina viku, svo tíu ár eru því miður ógerningur. Áttu þér fyrirmynd sem þú lítur upp til? Já, Búdda. Heldurðu að þú flytjir einhvern tímann aftur heim til Íslands? Aldrei að segja aldrei. Eitthvað að lokum? Gleðilega páska! Söngkonan Anna Mjöll og faðir hennar, tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson, sem féll frá á hvítasunnudag í fyrra, átt- ræður að aldri. MYND EINKASAFN Ég vildi að ég hefði gert sem ég gerði í hvert einasta skipti sem Cal bað mig um að gift- ast sér á síð- ustu átta árum – sagt nei. Framhald af síðu 8 Í VORLITUNUM YSL ERU FALLEGAR SAMSETNINGAR AF APPELSÍNUGULUM OG BLEIKUM ÁSAMT BRÚNUM OG GRÆNUM. Hægt að blanda litunum saman vera með 2 neglur appelsínugular og 3 neglur bleikar á hendinni og svo öfugt á hinni hendinni. TERMA KYNNIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.