Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 61

Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 61
FIMMTUDAGUR 5. apríl 2012 41 NÚ Í FULLUM GANGI FRÁ 5. TIL 29. APRÍL OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 ATH LOKAÐ Á FÖSTUDAGINN LANGA OG PÁSKADAG GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA 13 titlar BD limited extended editi on Ástralski leikarinn Liam Hems- worth fer með hlutverk Gale Hawthorne í kvikmyndinni Hunger Games. Hann kveðst hafa borðað lítið sem ekkert á meðan hann bjó sig undir hlutverkið. „Ég missti nokkur kíló fyrir hlutverkið. Persónan sem ég leik býr við fátækt og matarskort og ég vildi kynnast því af eigin raun hvernig það er að vera allt- af svangur. Ég fór í líkamsrækt sex sinnum í viku en borðaði lítið sem ekkert. Á meðan á tökum stóð borðaði ég aðeins eina mál- tíð á dag,“ sagði leikarinn stima- mjúki um undirbúninginn. Borðaði eina máltíð á dag BORÐAÐI LÍTIÐ Liam Hemsworth borð- aði eina máltíð á dag á meðan á tökum Hunger Games stóð. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Mariska Hargitay, sem margir þekkja úr sjónvarps- þáttunum Law & Order: SVU, segir ættleiðingu erfitt ferli að ganga í gegnum. Hargitay og eiginmaður hennar, Peter Her- mann, eiga einn líffræðilegan son og tvö ættleidd börn. „Ég lýg því ekki, þetta er erf- itt ferli og ég segi það hverjum sem vill hlusta að ættleiðing sé ekki fyrir viðkvæma.“ Hargitay og maður hennar höfðu gengið í gegnum ættleið- ingarferlið og áttu að ættleiða barn frá Bandaríkjunum. Hjónin höfðu hugsað um barnið í tvo daga þegar blóðmóðirin hætti við og fékk forræði yfir barninu á ný. „Þetta var mjög sársauka- fullt fyrir okkur en á sama tíma gæfuríkt fyrir barnið,“ sagði leikkonan. Sársaukafullt að ættleiða ERFITT AÐ ÆTTLEIÐA Leikkonan Mariska Hargitay segir erfitt að ganga í gegnum ættleiðingarferli. NORDICPHOTOS/GETTY „Kannski það verði páskaegg númer 3 með í för, en Matti er í einhverju kolvetnisátaki og ég er alltaf á fullu í íþróttunum svo það verður meira um harðfisk og banana held ég,“ segir Ingó Veð- urguð sem verður að spila út um allt land með Matta Matt úr Pöp- unum yfir páskahelgina. Þessi samvinna er tilkomin fyrir tilstilli Rokkabillýbands- ins vinsæla sem er vant því að fá stór nöfn til liðs við sig á tónleik- um. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ingó og Matti syngja saman á sviði og von er á fjölbreyttri tónlist. „Þetta verður blanda af lögum frá Veðurguðunum og Pöpunum og svo bara alls konar partí lög héðan og þaðan,“ segir Ingó. Strákarnir ætla að ferðast þvert yfir landið og halda tón- leika í Egilsbúð í Neskaupstað eftir miðnætti á föstudaginn langa, í Herðubreið á Seyðis- firði á laugardaginn fyrir páska og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á páskadag. „Þetta verður svo- lítið mikil keyrsla, sérstaklega á sunnudag þegar við keyrum frá Egilsstöðum á Ísafjörð, en menn verða bara að drífa sig á fætur snemma,“ segir Ingó, sem reiknar ekki með mikið meira en fjögurra tíma svefni þá nótt í besta falli. „Ég er ekki mjög góður bílstjóri sjálfur svo ætli ég láti ekki gömlu jaxlana sjá um aksturinn og ég hvíli mig bara aftur í á meðan,“ bætir hann við. - trs Páskatónleikar þvert um landið SAMAN Á SVIÐ Þeir Ingó Veðurguð og Matti Papi hafa aldrei sungið saman á tónleikum, en ætla að gera breytingu þar á um páskahelgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.