Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 18

Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 18
18 5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR Öll börn* fá gefins ís á fimmtudaginn *12 ára og yngri Páskahátíð KOLAPORTIÐ - opið fimmtudag, laugardag og mánudag OPIÐ 11-17 Því miður er það svo að þrátt fyrir fagleg rök þá virðumst við læknar í nokkrum mæli mæta því viðhorfi að við höfum eitt- hvað út á samstarfsstéttir okkar að setja, þar sem við höfum viss- ar efasemdir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísana- heimild lyfjalaga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga athyglina frá innihaldinu, eins og sjá má á grein á pressan.is frá 23. mars sl. Benda má á nýlega grein Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, í Fréttablaðinu þann 26. mars sem gott dæmi um þau rök sem notuð eru með frumvarpinu. Þar er talað út frá tilfinningu um að ungar stúlkur hræðist að leita læknis til að fá pilluna, en ættu auðvelt með að leita skólahjúkr- unarfræðings með sömu beiðni. Engin fagleg greining liggur að baki þessum orðum, engin könnun á því hvort þetta sé raunverulegt vandamál, einungis tilfinning. Það mega allir tala um sínar tilfinningar. Til dæmis getur undirritaður bent á reynslu af kynfræðslu ungmenna í gegn- um Ástráð, forvarnastarf lækna- nema, sem starfað hefur frá aldamótum. Undirritaður hefur töluverða reynslu af að ræða við ungmenni í þeirri fræðslu, en hefur nánast aldrei rætt við ung- menni sem telja aðgengi að pill- unni vera vandamál. Þau kvarta um ýmislegt annað; verð á smokk- um/pillum, vesen við að hugsa fram í tímann, vandræðalegt að ræða málið við bólfélaga, auka- verkanir af pillunni, óþægindi af smokkanotkun o.s.frv. Úr starfi mínu á Kvennadeild LSH hef ég auk þess reynslu af fóstureyðing- armóttöku, en þar er það svo að oft og tíðum hafa konur sem koma í fóstureyðingu notað (hormóna) getnaðarvarnir, en eitthvað borið út af við notkun þeirra eða þær ekki dugað. En svo vikið sé aftur að faglegu rökunum (með hjálp Talnabrunns Landlæknis): Fæðingum hefur stórfækkað hjá unglingsstúlkum. Fæðingar ungra stúlkna eru nú um 10% af því sem þær voru fyrir 30 árum. Heildarhlutfall þeirra af fæðingum er um 1%. Hversu lágt stefnum við? Má engin kona undir 20 ára verða þunguð á Íslandi? Það gleymist oft í umræðunni að í eldri árgöngum þessa yngsta hóps eru stúlkurnar ekki alltaf „ungar ein- stæðar stelpur“ heldur konur sem komnar eru í fast samband, jafn- vel sambúð. Eru 21 árs konur betri mæður en 19 ára? Konur yngri en 20 ára stofna oft til sambanda og eignast börn með piltum á þrítugs- aldri (skv. gögnum Hagstofu). Er rétt að miða við að koma í veg fyrir allar þessar þunganir? Varðandi fóstureyðingar er áhugavert að skoða hve margar, eða raunar fáar, þær eru. Á Íslandi er næstlægsta hlutfall fóstureyð- inga samanborið við fæðingar (193/1000 fædd) á Norðurlöndun- um. Hæsti fjöldinn er í Svíþjóð, en þar eru umræddar ávísanaheim- ildir við lýði. Fóstureyðingum á Íslandi fer fækkandi og hefur þeim fækkað mjög í yngsta aldurs- hópnum, eru nú 12/1000, en voru 21/1000 fyrir 10 árum. Ef litið er á tölur úr viðtali við Elsu á RÚV voru fóstureyðingar stúlkna undir 15 ára fimm talsins árið 2010, en um 170 hjá aldurshópnum 15-19 ára. Því er ljóst að fóstureyðing- ar eru sjaldgæfar hjá stúlkum á grunnskólaaldri. Þessar stúlkur dreifast á marga árganga yfir allt landið og alla skóla landsins, auk þeirra sem ekki eru í skóla. Hvar eiga þessir hjúkrunarfræðingar að vera staðsettir? Eiga þeir að vera í öllum skólum? Á að endurmennta hvern einasta hjúkrunarfræðing sem kemur nálægt unglingi til að laga þessa meintu óábyrgu hegð- un? Til þess þarf að mennta marga tugi hjúkrunarfræðinga á Stór- Reykjavíkursvæðinu, og annað eins á landsbyggðinni. Hvað skyldi það kosta? Eitt sem gleymst hefur í umræðunni, ágæti ráðherra, eru kynsjúkdómar. Tíðni þeirra er að aukast aftur, en góður árangur hafði náðst í þeim málum fyrir nokkrum árum. Rúmlega 2.000 manns greinast með klamydíu ár hvert, lekandi er farinn að grein- ast aftur, gríðarleg aukning hefur orðið í kynfæravörtusmitum, sér- staklega hjá ungu fólki. Allt þetta má koma í veg fyrir með því að nota smokkinn. Hins vegar hafa tölur sýnt að notkun hans minnk- ar með aukinni notkun annarra getnaðarvarna, þá sérstaklega hormóna getnaðarvarna. Í ljósi þessa hlýtur það að teljast var- hugavert að umræddu frumvarpi sé ætlað að auka notkun pillunnar frekar en smokksins. Bæði veita jafngóða getnaðarvörn, en smokk- urinn verndar að auki fyrir kyn- sjúkdómum, sem eru stórt heilsu- farslegt vandamál fyrir ungt fólk. Við teljum að ef raunverulegur vilji er til að bæta þau vandamál sem bent er á í umræddri, 5 ára gamalli skýrslu, þurfi aðra nálg- un en fram kemur í frumvarpinu. Bæta þarf forvarnir um kynheil- brigði, lækka verð eða gera getnað- arvarnir ókeypis líkt og gert hefur verið t.d. í Noregi og stefnt er á að auka enn frekar, opna unglinga- móttökur eða taka upp skólatengda læknisþjónustu og opna umræðu um kynlíf og forvarnir. Sumt af þessu var einmitt minnst á í skýrsl- unni, en ekki litið til við gerð frum- varpsins. Við læknar erum meira en til í að vinna með hverjum þeim sem er reiðubúinn að vinna af alvöru að þessu sameiginlega markmiði okkar; að tryggja að allir geti skipulagt sínar barneignir, fækka óæskilegum unglingaþung- unum og fóstureyðingum, en auk þess að útrýma kynsjúkdómum. Það gleður okkur einnig að sjá að minnst er á mörg af þessum efnum í þingsályktunartillögu frá velferð- arnefnd um bætta heilbrigðisþjón- ustu og heilbrigði ungs fólks. Ágæti ráðherra! Forðumst órök- studdar skyndilausnir til að leysa langtímavandamál. Reynum held- ur að nýta þann árangur sem náðst hefur og byggja ofan á það sem þegar hefur verið vel gert. Höld- um okkur við fagleg rök í umræðu um fagleg mál, án þess munum við aldrei ná raunverulegum árangri í starfi okkar. Opið bréf til velferðarráðherra Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við versl- un og þjónustu. Fjórði hver launa- maður sem ekki tilheyrir opin- bera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónust- unni. Þetta er í raun stórmerki- legt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræð- ing sem þekkir mjög vel til fjár- lagagerðar til að fara yfir fjár- lög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veit- ir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundr- uðum milljóna og jafnvel millj- örðum komast verslun og þjón- usta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veitt- ir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnu- greinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púk- inn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunar- innar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum versl- unar á milli mánaða og er mik- ilvægt stjórntæki í rekstri smá- söluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostn- aði setursins. Eftir áralanga bar- áttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þess- ir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráð- herra hefst því sama raunagang- an – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðu- neyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjón- usta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kost- um að mestu okkar eigin rann- sóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnu- greinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur? Það er nefnilega vitlaust gefið Viðskipti Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu Stuðningur ríkisins við einstakar atvinnugreinar - fjárlög 2012 milljónir króna Almennt Ferðaþjónusta Iðnaður Landbúnaður Sjávarútvegur Verslun og þjónusta Samtals 1.836 1.014 909 14.362 2.100 0 20.221 Samfélagsmál Ómar Sigurvin sérnámslæknir í fæðinga- og kvensjúkdómum og formaður Félags almennra lækna alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.