Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 2
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR2 FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið kemur næst út á laugardaginn og svo á þriðjudag eftir páska, 10. apríl. Þjónustuver og afgreiðsla 365, að Skaftahlíð 24, er opin alla daga yfir páskana, frá 10-22, að páska- degi undanskildum en þá er opið frá 10-16. Skiptiborð 365 er hins vegar lokað yfir hátíðarnar. Útgáfa Fréttablaðsins: Ekkert blað á föstudaginn L júffengur Páskaostur fæst nú í verslunum SPURNING DAGSINS Þorsteinn, er þá útlitið aldrei svart hjá þér? „Nei, aldrei. Núna er ég til dæmis í öllu silfurlituðu, hvítu, bleiku og lillabláu.“ Stílistinn Þorsteinn Blær vekur hvarvetna athygli fyrir frumlegan og lítríkan klæða- burð. Hann segist aldrei klæðast svörtu því að það komi honum í vont skap. BANDARÍKIN Sameiginleg rétt- arhöld verða haldin yfir fimm föngum Bandaríkjahers í Guant- anamo á Kúbu, sem hafa verið þar í haldi árum saman. Varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því í gær að málaferl- in séu formlega hafin. Mennirnir fimm eru grun- aðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001. Réttarhöldin fara fram á Kúbu, þar sem dómnefndir á vegum hersins munu kveða upp úrskurð í málum fanganna. Sak- borningarnir fimm eru Kha- lid Sheikh Mohammed, Waleed bin Attash, Ramzi Binalshibh, Ali Abd al-Aziz Ali og Mustafa Ahmad al-Hawsawi. - gb Réttarhöld hefjast á Kúbu: Fimm fangar dregnir fyrir dómnefndir KHALID SHEIKH MOHAMMED KOSNINGAR Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Þóra tilkynnti um þetta á blaðamannafundi í gær. Þóra sagði þörf fyrir nýjan tón í samfélaginu þegar hún greindi frá ákvörðun sinni innan um vini og stuðningsfólks í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún sagði nóg komið af því að horfa um öxl og nú væri réttast að einbeita sér að því sem sameinaði þjóðina, en ekki því sem sundraði henni. Þar með ætti þó ekki að sópa neinu undir teppið. „En við eigum að bera virðingu fyrir sjónarmiðum annarra og virða reglur rökræðna, hlusta og læra.“ Þóra kvaðst ekki sjá fyrir sér pólitískt forsetaemb- ætti. Forsetinn hefði það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. „Öryggisventill í neyð- artilvikum,“ áréttaði hún. Þóra mældist næst Ólafi Ragnari Grímssyni, sitj- andi forseta, að vinsældum í könnun sem gerð var á nokkrum mögulegum forsetaefnum fyrir skemmstu. Hún bætist nú í hóp fimm annarra sem lýst hafa yfir framboði; Ólafs, Herdísar Þorgeirsdóttur, Ást- þórs Magnússonar, Jóns Lárussonar og Hannesar Bjarnasonar. Í Fréttablaðinu í dag má lesa viðtal við Þóru þar sem hún ræðir ákvörðun sína, og jafnframt viðtal við Herdísi. - sh / sjá síður 22 og 24 Fréttakonan Þóra Arnórsdóttir lýsir yfir framboði til embættis forseta Íslands: Forsetaembættið ekki pólitískt MIKIL FAGNAÐARLÆTI Fjöldi fólks var kominn saman til að fagna ákvörðun Þóru, meðal annars Svavar Halldórsson, eigin- maður hennar, og börn, sem sjást á bak við hana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐALÖG „Við erum svo sem ekki með meiri viðbúnað en vanalega um páskahelgina, því við erum allt- af tilbúin að fara af stað ef á þarf að halda,“ segir Jónas Guðmunds- son, verkefnisstjóri Safetravel hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hann segir þó líklegt að líkt og áður leggi marg- ir land undir fót um þessa helgi. „En svo eru sveitir okkar líka margar á ferðalögum um páskana, þann- ig að stundum gætum við verið nær en ella,“ bætir hann við við. Hvað varðar ferðaveðrið um helgina segir Jónas bleytu í kortunum valda ákveðnum áhyggjum. „Snjór er nú þegar far- inn að blotna á hálendi og víðar,“ segir hann og bendir á að bæði kunni fólki þá að vera hættara við að festa bíla sína og eins sé mögu- leiki á að snjóflóðahætta aukist á vissum svæðum. Jónas segir Landsbjörgu og Safetravel hins vegar leggja mikla áherslu á gildi fyrirbyggjandi aðgerða. „Það eru þessi fjögur til fimm atriði sem þarf að hafa í huga áður en haldið er af stað.“ Í fyrsta lagi segir hann að kanna þurfi aðstæður á áfangastað, þar með talið veðurspá, og haga bún- aði í samræmi við það. Síðan þurfi líka að gæta að því að vera með fjarskiptatæki sem virka. „Það ekki hægt að reiða sig á farsímann ein- göngu, á sumum svæðum þarf tal- stöð eða gervihnattasíma, eða eitt- hvað slíkt. Komi eitthvað upp á þarf maður að geta kallað eftir aðstoð.“ Í þriðja lagi segir Jónas nauð- synlegt að vera með réttan búnað með sér og kunna að nota hann. „Til dæmis má nefna fólk sem ferðast á jökla, en það gera margir um páskana. Fari svo að bíll missi dekk í sprungu þá þarf maður að geta fest sig við bílinn áður en út úr honum er farið.“ Jónas segir nokk- ur dæmi um banaslys þar sem fólk hefur dottið í sprungur við slík- ar aðstæður. „Ef dekk er komið í sprungu, þá er ljóst að sprungur eru á staðnum.“ Sömuleiðis segir Jónas nauðsyn- legt að hafa með öryggisbúnað, sjúkrabúnað, teppi og nesti. Hér sé allra veðra von og fólk hafi jafnvel lent í því að festast í bílum sínum tímunum saman úti á þjóðvegi, hvað þá í óbyggðum. „Síðast en ekki síst er svo mjög mikilvægt að skilja eftir ferða- áætlun,“ segir Jónas og bendir á að það megi gera á vefnum safetra- vel.is. Liggi fyrir áætlun sé hægt að koma í veg fyrir tímaeyðslu við leit á röngum stað. olikr@frettabladid.is Ein sprunga er vís- bending um fleiri Góður undirbúningur er lykilatriði til að tryggja öryggi ferðalanga. Bleyta í veðurkortum helgarinnar veldur björgunarsveitum ákveðnum áhyggjum. Lands- björg er ekki með sérstakan viðbúnað vegna páskanna. Sveitir eru ávallt til reiðu. BJÖRGUN Í HEIÐMÖRK Hér getur á að líta útkall þegar kona féll ofan í fimm til sex metra djúpa sprungu í Heiðmörk í marsbyrjun fyrir tveimur árum. Á vefnum safetravel.is er að finna margvíslegar upplýsingar um hvernig haga beri ferðalögum þannig að öryggi allra sé tryggt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓNAS GUÐMUNDSSON NÁTTÚRA Það að garðyglur, flökku- fiðrildi frá meginlandi Evrópu, séu óvenjusnemma hér á ferðinni þetta árið þýðir ekki að nú vori fyrr en alla jafna. Þetta er mat Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings. Fréttir bárust af því í gær að sést hefði til geitunga komnum á stjá en Erling segir það alvanalegt á þessum árstíma. „Ég hef heyrt af svona þremur eða fjórum núna,“ segir Erling. „Þetta byrjar alltaf á einum og einum í lok mars og byrjun apríl. Svo kemur ekki gusa fyrr en um miðjan maí. En það er alltaf ein- hver sem rumskar og þarf að fara fram úr að pissa.“ Sést hefur til garðyglanna í umtalsverðum mæli frá því í lok mars, sem þykir mjög óvenjulegt, enda koma þær yfirleitt ekki fyrr en á haustin og í minna mæli í apríllok og byrjun maí. Nú hefur hins vegar sést til garðyglu allt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Erling segir að þetta megi lík- lega skýra með tíðafari í Evr- ópu, ekki á Íslandi. Fiðrildin hafi hrakist suður fyrir Færeyjar og ekki komið þar við á leið sinni til Íslands. - sh Snemmbúin fiðrildaheimsókn þýðir ekki að hér vori fyrr en venjulega: Geitungarnir rumska til að pissa GARÐYGLA Þessi fiðrildi eru algeng á Íslandi að sumri og vori, en sjaldséð jafnsnemma og nú. MYND/NÁTTÚRUSTOFNUN DANMÖRK Radikale venstre, flokkur frjálslyndra í Danmörku, telur tímabært að lyfta banni við því að flagga öðrum þjóðfánum en þeim danska. „Fánar eru bara tákn,“ sagði Zenia Stampe, þingmaður flokksins við TV2 í Danmörku. Hún sagðist elska Danmörku og danska þjóðfánann, en málið snérist um tjáningarfrelsi. Samkvæmt dönskum lögum á aðeins að flagga danska fánanum þar, með undantekningum þó. Flagga má fánum Norðurlanda- þjóðanna, Evrópusambandsfán- anum og fána Sameinuðu þjóð- anna án þess að fá sérstakt leyfi. - þeb Frjálslyndir vilja breyta: Vilja leyfa aðra fána en danska BANDARÍKIN Fimm fyrrverandi lögreglumenn í New Orleans í Bandaríkjunum hlutu í gær þunga fangelsisdóma fyrir að skjóta óbreytta borgara í ringul- reiðinni sem skapaðist í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir borgina í september 2005. Mennirnir voru dæmdir fyrir samtals 25 brot, meðal annars að skjóta fertugan mann og sautján ára pilt til bana, og særa fjóra úr fjölskyldu þess síðarnefnda. Einn hlaut 65 ára fangelsisdóm, tveir 40 ára og tveir sex ára. - sh 65 ár fyrir morð eftir Katrínu: Lögreglumenn fá þunga dóma Fari svo að bíll missi dekk í sprungu þá þarf maður að geta fest sig við bílinn. JÓNAS GUÐMUNDSSON VERKEFNISSTJÓRI SAFETRAVEL.IS TÆKNI Á bilinu fimm til sex pró- sent af Facebook-síðum sem stofnaðar hafa verið eru falskar og ekki með raunverulegan not- enda að baki sér. Það þýðir að 40 til 50 milljónir sigla undir fölsku flaggi á samskiptasíðunni. Fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjón- ustu Deloitte, að margar af þess- um fölsku síðum séu notaðar til að smita aðra notendur af óværu, svindla út fjármuni og reyna að stela viðkvæmum persónuupp- lýsingum. Notendur eru varaðir við því að samþykkja torkennilegar vina- beiðnir og smella á undarlega hlekki sem berast frá öðrum not- endum. - bj Vafasamir Facebook-notendur: Milljónir falskra á Facebook EYTT Um 20 þúsund fölskum Facebook- notendum er eytt daglega, en það er aðeins dropi í hafið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.