Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 42
HELGARMATURINN „Hafragrauturinn er mitt upp- áhald og er fastur liður á nán- ast hverjum degi,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, löggiltur næring- arfræðingur og veðurfréttakona. „Ég fæ mér hafragrautinn yfir- leitt í morgunmat en finnst líka gott að gera auka skammt af grautnum til hafa með í nesti í vinnuna. Grauturinn er nefnilega fínn kaldur og hentugt að fá sér hann sem millimáltíð seinni part- inn eða nota hann í léttri máltíð.“ Lúxus hafragrautur fyrir tvo: 2 dl trölla- hafrar 6 dl vatn 2 tsk. chia- fræ Smá salt Kanill eftir smekk Hafrar, chia-fræ og vatn sett saman í pott. Stillið á hæsta hita og bíðið eftir að suðan komi upp. Slökkvið næst undir og byrjið að hræra í grautnum. Stundum er gott að taka pottinn af hellunni og lengja þannig eldunartímann ef þið eruð t.d. að hella upp á kaffi í leiðinni. Hrærið í grautn- um þar til hafrarnir og fræin hafa tekið mest allt vatnið í sig. Chia- fræin eru mjög næringarrík og gefa grautnum skemmtilega og góða áferð. Kryddið grautinn með kanil eftir smekk og skipt- ið honum í tvær skálar eða nest- isbox. Gott er að setja ofan á grautinn: ½ bolla af hreinu skyri eða jógúrt ½ bolla af 1-2 tegundum af ávöxtum (t.d. banana, epli, peru eða ber) 1 msk. sykurlaust múslí 1 msk. hnetur (t.d. pecan, val- hnetur eða möndlur), gróft sax- aðar 2 döðlur smátt skornar eða annan þurrkaðan ávöxt 1 tsk. hreint hnetusmjör Heimasíða Elísabetar: http://betaruns.com/ Elísabet Margeirsdóttir Lúxus hafragrautur - Bestur á morgnana eða milli mála. Tilvalinn yfir páskahátíðina. LINDA NÝTUR LÍFSINS Í TÆLANDI Linda Pétursdóttir nýtur nú lífsins í Taílandi með hinni dásamlegu dóttur sinni Ísabellu, sem er sex ára gömul. Með ferðalaginu halda þær mæðgurnar upp á persónulegan áfanga í lífi Lindu. Með þeim í för er fyrrverandi au pair-stúlka Lindu, sem er frá Bandaríkjunum. Í Taílandi er nú um 40 gráðu hiti og sól og má því ætla að stúlkurnar hafi það gott í blíðunni. NJÓTTU PÁSKANNA Í EINU AF UNDRUM VERALDAR PÁSKADAGSKRÁ Laugardagurinn, 7. apríl, kl. 13.30 og 15.00 Vatnsleikfimi í boði Hreyfingar fyrir gesti Bláa Lónsins. Annar í páskum, 9. apríl, kl. 11.00 Menningar- og sögutengd gönguferð. Þriggja tíma gönguferð fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa Lónsins. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Mæting við bílastæði Bláa Lónsins kl. 11.00. Ekkert þátttökugjald er í gönguna. Kynntu þér sérkjör Vinaklúbbsins www.bluelagoon.is/Badstadur/ Vinaklubbur-Blaa-Lonsins/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.