Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 13

Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 13
Arion banki er stoltur styrktaraðili íslenska handboltalandsliðsins. Hægt er að nálgast veggspjöld með mynd af landsliðinu í útibúum Arion banka. Við óskum strákunum okkar góðs gengis í undankeppni Ólympíuleikanna arionbanki.is – 444 7000 FIMMTUDAGUR 5. apríl 2012 13 EVRÓPUMÁL „Það er afar mikilvægt fyrir Ísland að sveitarstjórnir og svæðisbundin yfirvöld taki virkan þátt í aðildarviðræðum Íslands og ESB.“ Þetta segir Mercedes Bresso, forseti Svæðanefndar Evrópu- sambandsins (ESB), í samtali við Fréttablaðið. Bresso var stödd hér á landi þar sem hún fundaði með sameiginlegri þingmanna- nefnd Íslands og ESB og fulltrúum íslenskra sveitarfélaga um aðildar- viðræðurnar. Bresso sagði að á Íslandi eins og öðrum löndum sé afar mikilvægt að vinna gegn fólksflótta af dreifbýlli svæðum til stórborga. „Þar skiptir byggðastefna miklu máli og getur aðstoðað við að koma á laggir verkefnum sem geta eflt atvinnulíf á dreifbýlli svæðum.“ Hún sagði ESB leggja mikla áherslu á þau mál, sem og að efla tækifæri almennings í aðildar- löndunum til að móta stefnu sam- bandsins. Svæðanefnd ESB sam- anstendur af 344 fulltrúum frá sveitarstjórnum í öllum löndum sambandsins. Markmið nefndar- innar er að virkja fulltrúa minni stjórnsýslueininga til að móta lög- gjöf ESB, enda kemur drjúgur hluti hennar til framkvæmda á því stigi. Aðspurð hvort rödd Íslands yrði ekki hjáróma í þessum fjölmenna hópi, kæmi til aðildar, sagði Bresso að svo þyrfti ekki að vera. „Kæmi til aðildar Íslands fenguð þið um sex fulltrúa í Svæðanefndinni en Þýska- land er með 24 fulltrúa þannig að fámennu löndin hafa töluvert vægi og geta nýtt sér það vel.“ - þj Forseti Svæðanefndar ESB tjáir sig um aðkomu neðri stjórnsýslustiga að viðræðum við Evrópusambandið: Segir mikilvægt að sveitarfélögin taki þátt SVEITARSTJÓRNARSTIGIÐ MIKILVÆGT Mercedes Brasso, forseti Svæðanefndar ESB, segir mikilvægt fyrir íslensk sveitar- félög að taka þátt í aðildarviðræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Borgarahreyfingin þarf ekki að greiða Guðmundi Andra Skúlasyni, sem var verk- efnisstjóri hreyfingarinnar, laun eftir að ráðningarsamningi við hann var rift. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur í gær er Borgarahreyf- ingin sögð hafa haft lögmætar ástæður til að segja Guðmundi Andra upp störfum eftir að hann lét hreyfinguna greiða kostn- að við fimm manna ferðalag til Brussel. Stjórnin hafði sam- þykkt að senda einn fulltrúa í ferðina. Borgarahreyfingin var því sýknuð af kröfum Guð- mundar Andra og honum gert að greiða 400.000 krónur í máls- kostnað. - óká Borgarahreyfingin sýknuð: Þurfti ekki að greiða laun eftir uppsögn FERÐAMÁL Gistinóttum á hótelum sem opin eru allt árið fjölgaði um 28 prósent í febrúar, miðað við sama mánuð ári fyrr. „Gistinætur á hótelum í febrú- ar voru 102.600 samanborið við 79.900 í febrúar 2011,“ segir í frétt Hagstofunnar. „Gistinætur erlendra gesta voru um 78 prósent af heildar- fjölda gistinátta í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 33 prósent samanborið við febrúar 2011. Á sama tíma fjölg- aði gistinóttum Íslendinga um 13 prósent.“ - óká Gistinætur fleiri í febrúar: Þriðjungsaukn- ing útlendinga VEGAMÁL Umferð í marsmánuði jókst um fjögur prósent á milli ára samkvæmt mælingum Vega- gerðarinnar. Aukningin er sögð sambærileg við aukninguna milli áranna 2009 og 2010. „Það sem er þó öðruvísi nú er að umferð eykst á öllum lands- svæðum,“ segir á vef Vegagerð- arinnar. Umferð um Austurland jókst mest, en minnst á höfuð- borgarsvæðinu. „Frá áramótum hefur umferð nú dregist saman um 1,8 pró- sent.“ Samdrátturinn er sagður miklum mun minni en í fyrra, en þá var hann tæp 10 prósent. - óká Samdráttur á árinu er 1,8%: Umferð jókst í marsmánuði UMFERÐ Í fyrra nam samdráttur í umferð á þessum tíma 10 prósentum milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VESTURBYGGÐ Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar hvetur bæjar- ráð Vesturbyggðar til að beita sér fyrir því að ferjan Baldur sigli lengur en til stendur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Áætlað er að Baldur gangi á tímabilinu 10. júní til 24. ágúst. Nefndarmenn atvinnumála- nefndar telja tímabilið of stutt til að ná að svara þeim ferðamanna- straumi sem liggur til Vestur- byggðar yfir Breiðafjörð yfir sumartímann. - kh Hvetur bæjarráð til dáða: Vilja fjölga ferð- um Baldurs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.