Fréttablaðið - 05.04.2012, Síða 64

Fréttablaðið - 05.04.2012, Síða 64
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR44 KÖRFUBOLTI Það skýrist í kvöld hver tvö síð- ustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial- höllina í Þorlákshöfn. Það má segja sem svo að sætið í undanúr- slitunum sé ekki bara undir hjá þeim Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, sem eru að mætast í úrslitakeppninni í ellefta sinn á ferlinum. Svo skemmtilega vill til að staðan er ekki bara 5-5 milli þeirra í unnum einvígum heldur hafa þeir jafnframt unnið þrjá oddaleiki hvor á móti öðrum líka. Sigurður vann þann fyrsta þegar Keflavík sló Njarðvík úr undanúrslitunum 1990 eftir sigur í tvíframlengdum odda- leik. Teitur vann síðan þrjá odda- leiki í röð á móti Sigurði, þar á meðal úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn 1999. Sigurður hefur síðan unnið tvo síðustu oddaleiki þeirra félaga, úrslita- leik um titilinn 1999, þegar Sig- urður var þjálfari Keflavíkur en Teitur leikmaður Njarðvíkur, og svo þegar Njarðvík sló Stjörnuna út úr átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Sigurður hefur alls tekið þátt í 22 odda- leikjum á ferlinum og unnið 13 þeirra (59 prósent) en Teitur hefur unnið 11 af 18 odda- leikjum sínum (61 prósent), þar af tíu þeirra sem leikmaður. Teitur og lærisveinar hans ættu að vera farnir að þekkja þessa stöðu mjög vel því þeir eru fjórða árið í röð í oddaleik í átta liða úrslitunum. Stjarnan féll úr leik 2009 og 2010 en komst áfram í fyrsta sinn í fyrra og fór þá alla leið í úrslitaeinvígið. Keflvíkingar eru líka vanir þessari stöðu en þeir hafa unnið oddaleik í átta liða úrslit- um undanfarin tvö ár en ólíkt leiknum í kvöld þá voru þeir báðir í Toyota-höllinni í Keflavík. - óój Ellefta úrslitakeppniseinvígi Teits Örlygssonar og Sigurðar Ingimundarsonar endar í kvöld í sjöunda innbyrðis oddaleik þeirra félaga: Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld TEITUR ÖRLYGSSON OG SIGURÐUR INGIMUNDARSON FÓTBOLTI Dregið hefur verið í riðla fyrir lokakeppni Evrópu- meistaramóts landsliða skipuð leikmönnum sautján ára og yngri sem fer fram í Slóveníu í næsta mánuði. Átta þjóðir taka þátt í lokakeppninni en Ísland vann sér á dögunum inn þátttökurétt með því að bera sigur úr býtum í sínum milliriðli. Ísland dróst í A-riðil og mætir í honum sterkum liðum Frakk- lands, Þýskalands og Georgíu en síðastnefnda liðið gerði sér lítið fyrir og hafði betur en bæði Spánn og England í sínum milli- riðli. Hollendingar eru núverandi Evrópumeistarar í þessum ald- ursflokki en þeir drógust í B-riðil ásamt gestgjöfum Slóveníu, Pól- landi og Belgíu. Leikir í riðla- keppninni fara fram dagana 4., 7., og 10. maí, undanúrslitin 13. maí og úrslitaleikurinn 16. maí. - esá EM U-17 í Slóveníu: Ísland dróst í sterkan riðil GOLF Fyrsta stórmót ársins í golfi, Masters-mótið á Augusta National-vellinum, hefst í dag. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Tiger Woods verið upp á sitt besta að undanförnu og vann í síðasta mánuði sitt fyrsta PGA- mót í tvö og hálft ár. Woods þykir, ásamt Norður- Íranum Rory McIlroy, líklegastur til að klæðast græna jakkanum í mótslok samkvæmt veðbönk- um ytra. McIlroy var í góðri stöðu fyrir lokadaginn í fyrra en glopraði niður fjögurra högga forystu. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel stóð óvænt uppi sem sigurvegari eftir að hafa fengið fjóra fugla á síðustu fjór- um holunum. „Ég er spenntur. Þetta er allt á réttri leið og á réttum tíma,“ sagði Woods. Aðrir sem þykja sigurstranglegir um helgina eru Luke Donald, efsti maður heims- listans, Lee Westwood, Phil Mickelson og Huner Mahan. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum alla keppn- isdagana. Fyrstu tvo dagana hefj- ast útsendingar klukkan 19.00, klukkan 19.30 á laugardaginn og 18.00 á páskadag. - esá Masters-mótið byrjar í dag: Tiger og Rory þykja líklegastir Í SVIÐSLJÓSINU Það verður fylgst náið með þeim Rory McIlroy og Tiger Woods um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.