Heimilisritið - 01.09.1945, Side 12

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 12
„Þér meinið kvikmynda- stjarna eins og Clark Gable?“ spurði einhver. En mér bjó alvara í brjósti. — „Eg á við menn eins og Clark Gable. Hitt hefur minna gildi“. Þetta var fyrir tíu árum. Síð- an hefur margt komið fyrir Gable. Hann hefur öðlast mik- inn auð og mikla frægð. Mikla hamingju. Mikla sorg. Hann hefur átt hylli fólksins lengur og meiri en nokkur önnur film- stjarna. í einkalífi sínu hlaui hann ást og varð að sjá henni á bak. Hann gekk í þjónustu fósturjarðar sinnar og þjónaði henni vel. Nú, vinsælli en nokkru sinni, er hann að byrja leikferil sinn á ný. • Eg hef fylgst með ferli hans liðin ár, og skoðanir mínar á honum standa enn óhaggaðar. Það er hann sem maður, er ég met, hitt varðar mig engu. Sem sveitamaður, verkfæra- vörður eða viðarhöggsmaður hefði hann samt orðið Gable. Þetta er ekki saga kvikmypda- stjörnu, heldur saga af sönnum manni. Sagan hefst á sveinbami í smáborg í Ohiofylki — barni af hollenzku bergi brotið, sem fæddist 1. febrúar 1901 og tók hispursleysi og þrótt í erfðir. Þegar bamið var sjö mánaða dó móðirin. F.aðirinn — sem var eins og Clark, orðfár mað- ur, einkum varðandi tilfinninga- mál sín — fór með bamið upp í sveit til foreldra hinnar látnu konu sinnar. Þar var Clark þangað til hann var fjögurra ára gamall. Þar var langt til næsta bæjar. Húsdýrin urðu leiksystkin hans, hið margbreytilega landslag var ævintýraheimur hans. Heim- sóknir föður hans, sögur afa hans og umhyggja ömmu hans nægðu honum. Þetta var ekki þannig fólk, að það léti ást sína koma fram í oflæti og blíðubrögðum. Það hefði orðið vandræðalegt, ef það hefði átt að sýna ástúð sína með faðmlögum og kjassi. Tilfinningar þess lýstu sér með öðru móti. Önnur mamma Svo kvæntist faðir hans aftur. Litla drengnum féll þungt að yfirgefa afa sinn og ömmu, og ekki féll þeim léttara að sjá honum á bak. En þau vissu sem var, að sjálfsagt var að hann yrði hjá föður sínum — eins og það hafði verið sjálfsagt að þau tækju hann að sér, þegar þess þurfti með. Hið nýja heimili hans, var í Hopedale, í tíu mílna fjarlægð frá fæðingarborg hans, Cadiz. Hin nýja móðir hans hafði alla kosti móðurinnar — blíðu og 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.