Heimilisritið - 01.09.1945, Side 64

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 64
HVER GERÐI ÞAÐ? Kennarinnn starði strangur á svip á fjóra af nemendum sínum, sem stóðu frammi fyrir honum. „Hver ykkar lét þessa dauðu mús á púltið mitt?‘“ spurði hann harka- lega og hélt dauðu músinni uppi á rófunni. „Eg gerði það ekki“, flýtti Vil- hjálmur sér að segja. „Það var strákur í öðrum bekk“, sagði Pétur. „Nei, það er ekki satt“, sagtíi Davíð. „Vilhjálmur gerði það“. „Það er ekki satt, Davíð“, sagði Tómas. Ef aðeins einn drengjanna fór með ósannindi, hver hafði þá látið dauðu músina á skrifpúlt kennar- ans? ALDURSGETRAUN „Pappi er tuttugu og einu ári eldri en ég“, sagði Nonni, „en eft- ir tólf ár verður hann helmingi ,eldri en ég“. Hvað er Nonni gamall? VIKUVEIÐI Eg mætti kunningja mínum sem hafði farið upp á öræfi til þess •að skjóta gæsir og refi, og verið viku í ferðinni. Eg spurði hann hvemig hann hefði veitt. Hann svaraði heldur þurrlega: „Eg veiddi fjóra tugi höfða og átta tylftir lappa“. Hversu margar gæsir og marga refi veiddi hann þá? HÆNUEGG Ef hálfönnur hæna verpir hálfu öðru eggi á hálfum öðrum degi, hve mörgum eggjum myndu þá sjö slikar hænur verpa á sex dögum? SPURNHt 1. í hvaða landi er Bagdad? 2. Hvað heitir maki hindarinnar? 3. Hvenær var Skógræktarfélag íslands stofnað og hver er formað- ur þess? 4. Hvað hét danski konungurinn, sem lagði England undir sig árið 1013? 5. Hvaða sóttveiki ber tsetseflug- an með sér? 6. Hefur nokkur borg í Afríku fleiri en milljón íbúa, og ef svo er hver? 7. Er nokkuð blý í blýanti? 8. Á hvaða eyju fæddist Napoleon, á hvaða eyju var hann fyrst hafður í varðhaldi og á hvaða eyju dó hánn? 9. Hvar em stærstu demantsnám- ur í heimi? 10. Hvaða frægur hershöfðingi var nefndur jámhertoginn? Svör á bls. 64. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.