Heimilisritið - 01.09.1945, Page 9
einn af mestu framfaramönnum
sveitarinnar.
„Þú ætlar vænti ég ekki að
sprengja steininn þann arna?“
spurði Sigurður allt í einu.
„Eg hafði hugsað mér að gera
það á morgun“.
„Eg veit ekki hvernig því er
varið“, sagði Sigurður, „að mér
stendur stuggur af þessum
sprengingum þínum; ekki vegna
þess, að ég sjái eftir steinunum,
þeir eru sízt til prýði, en alda-
gamlar þjóðsögur eru bundnar
við þessa steina. Hvað á nú að
verða af þessum sögum, sem
fylgt hafa ætt þinni mann fram
af manni? Hvort sem álfamir
em til eða ekki, og á það legg
ég satt að segja lítinn trúnað,
þá gerirðu gömlu þjóðsögumar
um þá heimildarlausar með
þessu háttal'agi þínu“.
„Þú gleymir víst, Sigurður
minn, að ég hef lítið landrými í
kringum bæinn, svo mér er
nauðugur einn kostur að
sprengja steinana", sagði Am-
finnur.
„Þú verður nú ekki feitur,
Amfinnur minn, af þeim ílu-
stráum, sem þér tekst að rækta
á rústum álfabústaðanna“,
mælti Sigurður með góðlátlegu
brosi, „en ef þú vilt, skal ég
hjálpa þér um dálítinn lands-
skika héma á milli bæjanna.
Þar eru ræktunarskilyrði betri
en hér, og ef þú getur gert
akveg heim að bænum, er
heyfengnum auðkomið heim í
garð“.
„Vel er þetta boðið, Sigurður
minn“, sagði Arnfinnur, „og
kann ég þér beztu þakkir fyrir.
Þegar þú komst var ég einmitt
að hugsa um að leiðinlegt væri
að þurfa að hrella mömmu
gömlu með þessum sprenging-
um“.
„Mér skilst þá, að þú ætlir
að hætta þeim“, mælti Sigurð-
ur. „Eg vil ekki letja þig til
framkvæmda, síður en svo,
land vort þarfnast einmitt
framikvæmda á sem flestum
sviðum, en við verðum bara að
haga framkvæmdunum þannig,
að þær leggi ekki í rústir göm-
ul verðmæti, hvort sem þau eru
áþreifanleg eða ekki. Þjóðsög-
urnar um álfana eru óáþreifan-
leg verðmæti, en mér finnst
samt, að þú ættir ekki að
byggja þeim út úr jörð þinni“.
Bændumir höfðu í lok sam-
talsins gengið í áttina til bæj-
arins. Nú staðnæmdust þeir á
hlaðinu. Þá mælti Amfinnur.
„Jæja, Sigurður minn, það
gleður mig að eiga þig að vini
og nábúa. Nú er vist bezt, að ég
gleðji móður mína með að segja
henni, að þú hafir bjargað álfa-
kirkjunni frá eyðileggingu“.
ENDiR
HEIMILISRITIÐ
7