Heimilisritið - 01.09.1945, Page 25
sviðið á ný. Fyrst lauk hann
við kvikmyndina, sem hann
hafði hætt að leika í, þegar
sorgin hafði yfirbugað hann.
Hinn 11. ágúst 1942 gekk hann
sem óbreytur hermaður í flug-
liðið. Ncckkru síðar gekk hann í
liðsforingjaskólann og þurfti þá,
á fertugasta og öðru ári, að
setjast á bekk með mönnum,
sem voru fimmtán til tuttugu
árum yngri en hann. Hann út-
skrifaðist sem flugvélaskytta
og náði góðu prófi. Þegar hann
fór til Englands ýar hann orð-
inn kapteinn.
Hann var hvorttveggja í
senn, skytta og myndatökumað-
ur. Hann tók kvi'kmyndir af
árásum yfir óvinalöndunum og
skaut á óvinaflugvélar, sem
komu í námunda við flugvél
hans. Það sem honum féll verst,
næst því þegar flugvél hans
varð skotmark óvinanna, var
það þegar gert var veður út af
'honum sem leikara. Hann kaus
fyrst og fremst að vinna sitt
verk vel. Þar næst óskaði hann
eftir að vera látinn í friði —
að skera sig ekki úr vegna þess,
að hann hafði eitt sinn verið
kvikmyndaleikari.
Ári síðar kom hann heim og
hafði þá tekið um það bil
50.000 feta langa kvikmynd að
mestu úr lofti. Blaðamenn fengu
að tala við hann í Washington.
Hann fór lítið eitt hjá sér, þeg-
ar eitthvað hundrað fréttaritar-
ar fóru að spyrja hann spjör-
unum úr sem flugliðsforingja.
Já, hann kvaðst hafa skotið a
margar þýzkar flugvélar. Nei,
hann hélt sig ekki hafa hitt
neina. Já, hann hafði orðið dá-
lítið skelkaður. Já, flugvél hans
hafði orðið fyrir skotum, en það
var varla umtalsvert.
Blaðamennimir græddu ekki
mikið á honum. Hann var orð-
var.
Seint á árinu 1944 var Clark
fluttur frá vígstöðvunum. Á-
stæðan var augljós. Það tekur á
taugamar að vera búinn að
fljúga 20.000 fet í styrjaldarer-
indum, jafnvel þótt um unga
menn sé að ræða. Og ári síðar
var honum veitt lausn frá her-
þjónustu, án þess að hann ósk-
aði þess.
Þegar hann var kominn úr
einkennisbúningnum hvíldi
hann sig í tvo mánuði við veið-
ar, f ám og vötnum. Svo fór
hann til Florida og þaðan til
New York. Nú er hann að leika
með Greer Garson, í kvik-
mynd er nefnist „Dularfullt
ævintýri“.
Kvikmyndimar sköpuðu ekki
Clark Gable. Það var landið
sem fóstraði hann og fólkið er
ól hann, sem skóp hann og
styrkur hans sjálfs og hugsjón
HEIMILISRITIÐ
23