Heimilisritið - 01.09.1945, Blaðsíða 14
undanlátssemi, drengur minn —
þú ert svo ungur ennþá. En ef
þér leiðist þá skaltu muna það
að við bíðum eftir þér“.
í Akron fóru piltarrýr að
vinna, fyrst í hjólbarðaverk-
smiðju, og á kvöldin sótti Clark
undirbúningsnámskeið undir
upptökupróf í læknadeild há-
skólans. Hann var ákveðinn í
því að verða læknir. „Aðallega“,
sagði hann við Andy, „vegna
þess, að ef ég verð læknir, þarf
ég ekki að fást við búskap“.
Ef læknisfræði hefði verið
æðsta hugsjón hans, hefði hann
orðið læknir. En læknisfræðin
var einna helst bráðabirgðaúr-
ræði, sem hann leitaði til, svo
að hann gæti fengið átyllu til
að komast úr sveitavinnunni.
Það var ekkert, sem hann hafði
brennandi löngun til að gera....
Það er að segj'a, þangað til
hann sá sjónleik í fyrsta sinn.
Sunnudagskvöldin voru einu
fríkvöldin hans. Leikritið „Para-
dísarfuglinn" gekk um þessar
mundir í einu leikhúsi borgar-
innar. Andy ætlaði að fara
þangað ásamt nokkrum kunn-
ingjum sínum. Cl'ark slóst í
förina.
Hann hefur aldrei getað
skýrt frá þvi, hvað gerðist þetta
kvöld, en svo mikið er vist, að
þá fékk líf hans nýjan tilgang.
Sveitastrákur að uppeldi og arfi,
algerlega fjarskyldum leiklist,
fór út úr leikhúsinu ákveðinn í
þvá að verða leikari. Hann
gleymdi gúmverksmiðjunnL
Hann sat á hverju kvöldi á á-
horfendasvölunum, og á daginn
sveimaði hann fyrir framan
bakdyr leikhússins, og loksins
fékk hann áheym hjá góðhjört-
uðum leikara, sem lofaði hon-
um að koma inn með sér.
„Mig vantar atvinnu", sagði
hann við leikhússtjórann.
„Sama hvað er“.
Leikhússtjórinn kunni tökin á
unglingum, sem vildu æstir
verða leikarar. „Okkur vantar
kallara, en við getum ekkert
borgað í kaup. Þú getur fengið
að sofa í einhverju búningsher-
berginu“.
Clark hafði ekkert við það
að athuga. Hví skyldi hann fá
borgað fyrir að fá aðgang að
paradís? Hann stóð vel í stöðu
sinni við að kalla á leikarana.
þegar þeir áttu að fara fram á
leiksviðið. Þeir vom alltaf til-
búnir nógu snemma, jafnvel
þótt hann þyrfti að festa á þá
tölur eða hjálpa þeim annað.
í staðinn fyrir greiðasemi hans
sáu þeir um að hann hefði eitt-
hvað að borða.
Heima 1 Ravenna sagði faðir
hans: „Strákurinn er orðin vit-
laus“. En hann gat ekkert að-
gert, því að hann var svo langt
12
HEIMILISRITIÐ