Heimilisritið - 01.09.1945, Side 23

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 23
öðru vísi háttað. Hann fann það með sjálfum sér, að þessi ein- læga, glaðværa stúlka laðaði hann að sér, og þó var hann hræddur — hann var brent barn, sem forðaðist eldinn. Og gat hann ekki átt á öllu von? Tvisvar hafði hann haldið sig ástfangin. Tvisvar hafði honum skjátlast. Hann hafði ákveðið að giftast aldrei framar, og þó langaði hann til að eignast heimili, þar sem hann gat notið ást'ar, friðar og gleði. Ef til vill var það til of mikils mælst.... Einkum var hæpið að ætlast fil sliks af Carole. Hún var samkvæmisstúlka — sóttist hvíldarlaust eftir ævintýrum, gleði og glaum. Hjá henni var sízt hægt að búast við ró. Þó var þetta sjálfsblekking hennar, því að innst inni þráði hún frið. Hún fann hann hjá Clark, eins og þegar týnt barn kemur heim. Hann var henni allt, og þá þurfti hún ekki á hinu að halda. Þar sem hann hafði að síðustu kynnst sínu innsta eðli, vissi hann, að nú var æðsta mark- miðinu náð, að þetta var ástin. sem allir menn vonuðust eftir — en fáir fengu notið...... Ein hindrun var þó eftir.'Rhea var enn ekki löglega skilin við hann. En samt var eina ástæð- an til þess að hún hafði ekki veitt honum skilnað blátt áfram sú, að h'ann hafði ekki farið fram á hann. Nú greiddi hann henni um það bil 300.000 dollara og í marzmánuði 1939 var hann laus allra mála við hana. Síðar í sama mánuði voru þau Carole og Clark gefin saman. Hann var að ljúka við að leika í kvikmynd og það var ekki fyrr en nokkru síðar að þau gátu farið í brúðkaups- förina. Þau dvöldu í litlum bæ í suðurhéruðunum, gleymdu öllu þvargi kvi'kmyndanna og ráfuðu fáklædd um í sólskin- inu og nutu töfrandi útsjónar, án þess að nokkur truflaði þau. Þannig liðu dagamir þangað til leyfi þeirra var á enda og þau urðu að snúa heim. Þetta var upphaf þriggja ára sem þau lifðu saman í ást og unaði. Þau eignuðust brátt stórbýli í nágrenni við Hollywood — éinskonar ævintýrahöll, og lifðu þar eins hamingjusöm og unt er að vera á þessari jörð. Þar skapaði Carole manni sínum ’heimili, sem ekki var yfirborðs- legt — það var heimili ástúðar, fegurðar og ilms, sólskins, blóma og yls — heimili, þar sem þau áttu heima, í orðsins fyllstu merkingu. Og úti á ökrum vann Clark með vinnumönnunum. Þar var nóg af gæðingum, sem HEIMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.