Heimilisritið - 01.09.1945, Qupperneq 39

Heimilisritið - 01.09.1945, Qupperneq 39
fyrir augunum samkvæmt fyrir- skipan læknisins. Það liðu þrír mánuðir. Þá var bindið tekið frá augum Frede. Og hann sá! Hvílík hamingja! Eg réði mér varla fyrir gleði. Eg hafði ekkert frétt af tengdafólkinu allan þennan tíma. Eg hafði skrifað bréf í nafni þess til Frede. í þeim lét ég það segja að því liði vel. Sagði að móðir hans seldi ávexti úr garðinum og Kis liði vel á skrifstofunni. En svo. þegar Frede gat lesið, varð ég að segja honum sannleikann. Hann horfði á mig með alvörusvip og sagði: „Getur það átt sér stað, að þú hafir sagt mér ósatt. Hvemig gaztu fengið þig til þess?“ Eg svaraði: „Við skulum fá okkur bíl og fara til þeirra“ Frede játaði því. — Eg var mjög ánægð yfir bata Fredes, en kveið því, hverjar afleiðingar það myndi hafa, að ég skrökvaði upp bréfunum. Eg hafði mikinn hjartslátt á leið- irrni að húsinu sem ég hafði kvalist í. Eg sá auglýsingu á hliðinu um ávaxtasölu og greip í Frede. Auglýsingin hljóðaði svo: „Nýtt grænmeti og ávextir til sölu“. Frede horfði á mig. Eg hafði sagt satt. Eg sá að hann fyrir- gaf mér bréfaskriftimar. Þetta var á sunnudegi og við lædd- umst að bakdyrum hússins. Frede greip hönd mína. Við föðmuðumst og kysstumst þarna í garðinum. Svo heyrðum við að Kis sagði inni í húsinu: „Þið þurfið að heyra nýjustu fréttimar af skrifstofunni". Og svo sagði hún eitthvað skemmtilegt og hlátur á'heyr- endanna kvað við. Þá heyrðum við tengdamóður mína segja: „Vitið þið hvað ég seldi fyrir mikið síðustu viku? Eg seldi ávexti og grænmeti fyrir rúmar fjörutíu krónur“. Svo heyrðist Rolf segja: .,Já, úðunin hafði góð áhrif. Það er alltaf gagnlegt að kunna eitt- hvað“. Við hjónin horfðumst í augu. Svo gengum við að framhlið hússins, hringdum dyrabjöll- unni og urðum alvarleg í bragði áður en við gengum inn til tengdafólksins, sem nú hafði lært að vinna fyrir sér. J. Eftirsóknarverður hjálmur. — Hvernig náðirðu í þennan þýzka hjálm? — Eg þurfti að skjóta á annað hundrað Þjóðverja til að fá hann. — Af hverju svo marga? — Til þess að fá hjálm, sem var mátulegur mér. HEIMILISRITIÐ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.