Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 52

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 52
VAN JOHNSON ER VINSÆLL Dag nokkurn, að afloknu leik- starfi, þurfti Peter Lawford að skrifa nafn sitt á blöð, fyrir stóran hóp aðdáenda sinna. Þótt hann væri að flýta sér varð hann að fara eftir fyrsta boðorði allra kvikmynda leikara, að sýna aðdáendum sinum kurteisi. Þegar hann hafði skrifað nafn sitt í fimm mínútur, heyrði hann hrópað æðislega skammt frá: „Van Johnson er að koma!“ Um leið stóð Lawford einn eftir. Hann brosti og gekk sína leið, frjáls maður. LEIST VEL Á LADD Alan Ladd á það sennilega Kath- arine Hepburn að þakka, að hann varð kvikmyndaleikari. Það var i New York fyrir mörgum árum. Hepbum sat þar inni í veitinga- sal, ásamt atkvæðamiklum kvik- myndastjóra, þegar Ladd gekk inn i salinn. Hún veitti honum strax at- hygli og benti kvikmyndastjóranum á hann. Endirinn varð sá, að þau sendu þjóninn eftir honum og spurðu Ladd svo hreint út, hvort hann kærði sig um að leika í kvik- myndum! AFMÆLISDAGAR Janet Gaynor er fædd 6. okt. 1907, Diana Lynn 7. okt. 1926, Hel- en Hayes 10. okt. 1900, Laraine Day 13. okt. 1920, Linda Daraell 16. okt. 1923, Rita Hayworth 17. okt. 1918 og Jean Arthur sama dag 1908, Miriam Hopkins 18. okt. 1902, Joan Fontaine 22. okt. 1918, Constance Bennett 22. okt. 1918, Preston Fost- er 24. okt. 1902, Jackie Coogan 26. okt. 1915, Leif Erikson 27. okt. 1914 og John Boles 28. okt. 1900. HAFIÐ ÞIÐ FRÉTT? .... Ida Lupino og Louis Hayward eru að skilja. Judy Garland og Vincente Minelli, leikstjóri eru gift. Peter Lorre og Kaaren Verne giftu sig í vor. Robert Walker meiddi sig nýlega svo illa í hendi, að hann missti nærri því einn fingur. Veronica Lake hefur tilkynnt, að hún ætli að hættá að leika í eitt ár af því að hún eigi von á bami. John Shelton særðist hættulega í innrásinni á Iwo Jima. Errol Flynn er mikill málverka- safnari. Nýlega .keypti hann tvö málverk, sem kostuðu 14.000 doll- ara hvort. Donna Reed hefur gifzt auglýs- ingastjóra sínum, Tony Owen. Constance Bennett og Gilbert Ro- land em skilin. Gail Patrik hefur eignast tví- bura. Merle Oberon, sem er nýlega skilin við Sir Alexander Korda, hef- ur nú gifzt Lueien Ballard, kvik- myndatökumanni. Nygiftu hjónin, Gloria De Haven og John Payne, hafa tilkynnt, að þau eigi von á erfingja í desember. Robert Hutton og Natalie Thomp- son eru skilin. Hedy Lamarr og John Lodger eign uðust nýlega meybarn. Susan Peters er komin á fætur aftur, eftir langvarandi veikindi. 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.