Heimilisritið - 01.09.1945, Side 42

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 42
öllu var lokið og þýzku her- sveitirnar komu“. Höfuðsmaðurinn gekkst upp við þetta og vildi fara með okkur út í klaustrið, svo að við gætum talað við fleiri nunn- ur. En við fundum áróðursþef- inn og ýttum undir leiðangurs- foringja okkar að halda áfram. Við héldum áleiðis til Briissel. Um hádegið, þegar við brun- uðum í áttina til Brussel eftir rykugum þjóðveginum, Kom einhver okkar auga á Steenock- erzeel og gamla kastalann með miðaldarsvip, þar sem búið hafa Otto von Habsburg og Zita móðir hans, fyrrum drotning í Austurríki og Ungverjalandi. Við nemum staðar til að skoða. Hér hafði verið gerð sprengju- árás. Kastali Ottos er gömul bygg- ing og ljót með mörgum tum- um og óhreinum útlínum. Forug virkisgröf er í kringum hann. Við sáum, þegar við komum nær, að mikill hluti af þakinu hefur verið sprengdur af og einum veggnum liggur við falli. Rúður eru brotnar. Við sáum tvo stóra sprengjugígi, sem urðu hluti af kastaladíkinu og stækkuðu það. Sprengjumar hafa verið að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu kíló hvor, og það hefur hlíft kastalanum við -hruni, að þær féllu ofan i díkið, því að vatnið hefur dreg- ið úr sprengjuorkunni. Síkið er ekki nema tuttugu metra frá kastalaveggnum, svo að hér hefur ekki verið svo illa miðað. Auðsjáanlega steypiflugvélar. „En hvers vegna var sprengj- um varpað á bústað Otto von Habsburg?“ spurði ég foringja ein,n. Honum verður svarafátt. Loks varpar hann fram: „Bret- ar hafa sjálfsagt haft hér bæki- stöðvar. Þess vegna yar rétt- mætt að varpa sprengjum á kastalann“. En síðar, þegar við fórum um hann allan hátt og lágt, fundum við ekki nokkur merki þess að Bretar hefðu verið þar. Við sáum, er við komum inn í kastalann, að í svefnherbergj- unum á efri. hæð lá kyenfatn- aður á gólfinu og á stólum og rúmum. Það var eins og íbú- amir hefðu átt erfitt með að af- ráða, hvað þeir áttu að hafa með sér og hvað að skilja eft- ir, en annaðhvort ferðaskrinur eða tíminn leyfðu ekki að alit væri tekið. í einu herbergi, bar sem karlmaður hafði búið, lágu bækur, peysur, fatnaður, golf- kylfur, grammófónplötur og minnisbækur á víð og dreií. Allir fataskápar em fullir af klæðnaði, sem hangir þar á herðatrjám í röð og reglu. í 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.