Heimilisritið - 01.09.1945, Blaðsíða 50
„Dauð skipu
Fáeinar sögur um hin dularfullu, mannlausu skip
— „dauðu skipin“ — sem hrakist hafa um höfin.
HINN 15. október 1891 var
skonnortaji „Fannie E. Wolsten“
yfirgefin úti fyrir Hattaras.
Hafði hún lent í óveðri og mikill
leki komið að henni. Farmur
skipsins var eingöngu timbur.
Þegar skipshöfnin fór í bátana
var skipið að vísu í kafi upp að
þilfari, en það flaut á farmin-
um. Áhöfnin komst heilu og
höldnu í land á bátunum, en
flakið rak með Golfstraumnum
í rforðaustur átt. Mánuði síðar
sást það skammt frá Norfolk og
5. desember var því veitt at-
hygli frá skipi, er sigldi fram
hjá því á 38. gr. norðlægrar
breiddar og 58. gr. vestlægrar
lengdar. Nú rak það veturlangt
um Atlantshafið, án þess að það
sæist, þangað til 6. apríl. Þá
skaut því upp í miðju úthafinu.
Samkvæmt tilkynningum, sem
veittar voru af f jölmörgum skút-
um, er sigldu fram hjá þessan
óhugnanlegu draugafleytu, hef-
ur það svo rekið fram og aftur
stefnulaust, þangað til það loks
tók stefnu á Saragossahafið —
sem þá þegar og með réttu
hafði hlotið nafnið „kirkjugarð-
ur seglskipanna“
En hið „dauða skip“ ætlaði sér
áreiðanlega ekki að leggja sig
til hinstu hvíldar í hafi drauga
og dulsagna. Álitið er að það
hafi legið fast um það bil í eitt
ár f* þangbreiðunni, sem Sara-
gossahafið er líka frægt fyrir.
Það liðu sem sé 850 dagar árt
þess að nokkur kæmi auga á
mannlausa skipsflakið, sem öll
seglskip óttuðust. Þá fréttist af
því úti fyrir strönd Florida. Og
20. febrúar 1895 sást það í síð-
asta sinn. Var það þá 400 sjó-
mílur út frá Georgía. Skipsflak-
ið hafði þá rekið um Atlants-
hafið í næstum 4V2 ár og farið
á að gizka 10.000 sjómílna vega-
lengd — og sést í 32 skipti frá
skipum er sigldu fram hjá því.
í íshöfunum hafa oft fundist
skipsflök, sem brotnað hafa í
48
HEIMILISRITIÐ