Heimilisritið - 01.09.1945, Side 47

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 47
unglingar höfðu barizt eins hraustlega og mönnum er auð- ið. En ekki nægir hugprýðin ein. Eg spurði Bretana, hvernig hefði verið ástatt um yélabún- aðinn. Sex þeirra stóðu saman dálítið afsíðis, og þeir sögðust standa einir uppi af heilli l'iðs- sveit, sem send hafði verið í orustu við Louvain. , „Þetta var vonlaus barátta", sagði einn þeirra. „Það voru einkum þessar steypiflugvélar þeirra og skriðdrebamir, sem brutu okkur hreinlega á bak aftur“. „En hvað var um sprengju- flugvélarnar ykkar og >skrið- drekana?“ spurði ég. „Sáust ekki“; svöruðu. þeir allir einum munni. Þrír þessara manna höfðu blóðug og óhrein sárabindi um annað augað. Einkum virtist einn þeirra beygður. Hann stóð einn sér og beit á jaxlinn af sársauka.. „Bölvuð óheppni“, hvíslaði félagi hans að mér. „Hann missti annað augað og er alveg eyði- lagður út af því“. „Segðu honum, . að það sé ekki svo óskaplegt“, sagði ég til hughreystingar, þótt ófim- legt væri. „Eg er sjálfur blindur á öðru auga, og enginn tekur eftir því“. En býst við, að hann hafi ekki trúað mér. En þrátt fyrir sprengjuhroll- inn og þrátt fyir ömurlegar framtíðarhorfur þessara fanga voru þeir þó glaðværir strákar. Við F. gáfum þeim það, sem við áttum af sígarettum, og fór- um svo. Aachen, 21. maí 1940 Komst loks á hinar eigin- legu vígstöðvar í dag og sá þar orustu sem var háð fram með Schelde ánni í vestanverðri Belgíu. Þetta voru hin fyrstu alvarlegu vopnaviðskipti, sem ég hef séð, síðan ég sá bardag- ana í Póllandi síðast í sept- ember. Þegar við fórum til vígstöðv- anna, ókum við aftur í gegnum Louvain. Furða, hvað margir í- búanna höfðu horfið heim. Bændumir höfðu komið með matvæli. Okkur þótti furðulegt að sjá, að ofurlítil grænmetis- torgsala var komin af stað á eyddu stræti. Við stefndum eftir veginum suðvestur frá Brussel, til Toumai, sem Bandamenn héldu enn. Við Tubize, fáar mílur suð- vestur af Waterloo, sáum við hin venjulegu merki um nýaf- staðnar orustur, húsin fram með götunum löskuð eða hrunin, og allsstaðar hálfbrunnar rústir. Enn sem komið er, hugsaði ég með mér, hefur þessi styrjöld HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.