Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 21

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 21
axlir, hafði blá, fjarræn augu og brosti dálítið hæðnislega.' „Þekkirðu þennan mann?" spurði hann sessunaut sinn. „Hann heitir Gable. Hann hefur samninga við okkur“. „Biddu hann um að koma til okkar“. Hann fór með Gable til Hunt Strombergs, kvikmyndastjóra, sem féllst á að Clark væri rétti maðurinn í hlutverkið. Strom- berg var hreinskilinn við leik- arann. „Þér fáið það, af því að við finnum engann sem hæfir því betur. En ég spái því, að þegar þér hafið lokið því mun- ið þér verða stjarna — Spádómur hans rættist. Norma Shearer skýrði ástæð- una. „Alveg sama hversu fyrir- litlegur hann var, hann hlaut samúð allra. Það var ekki hægt annað en að falla vei við hann“. Gable varð dýrlingur kvenn- anna. Það er til lítils að skýra ýtar- lega frá framhaldi sigra hans í kvikmyndunum — frá því er hann lék í „Susan Lenox“ með Garbo, þar til hann lék í „Það gerðist um nótt“, myndinni, sem hann fékk Oscar-verðlaunin fyr- ir, og „Á hverfanda hveli“, svo nokkrar séu nefndar. Vinsældir hans fóru vaxandi ár frá ári. Frá því að vera sveitadreng- ur í Ohio, verkfæravörður við olíunámurnar f Oklohama og viðarhöggsmaður í norðurhéruð- unum, hafði honum tekist að verða einhver vinsælasta per- sóna, sem sögur fara af. Harni hafði þolað fátækt, ósigra og vonbrigði. Ótal sinnum hafði honum mistekist, en ávallt hert upp hugann og byrjað á nýjan leik. Hugsjón sína hafði hann öðlast í litlu, óþrifalegu leik- húsi í Akron. Styrkinn hafði hann fundið hjá sjálfum sér. Hann hafði náð settu marki. Árið 1931 hafði hann kvænst Rheu Langham, konu, sem hann hafði kynnst, þegar hann lék í „Síðustu mílunni“. Fjórum ár- um síðar höfðu þau skilið. Mikið hefur verið rætt og rit- að um þessi tvö skammvinnu hjónabönd hans. Sitt af hverju hefur verið sagt í því sambandi Clark til hnjóðs. Skoðanir mín- ar eru á annan veg..... Ást, sem ekki var ást . Þrátt fyrir það þótt Gable hafi verið bráðþroskaður að sumu leyti, álít ég að Clark hafi lengi framan af ævi haft lítinn skilning á konum. Sjálf- ur var hann margbrotinn og lítt gefinn fyrir að rannsaka sitt eigið eðli, og um leið reyndi hann lítt að kynna sér sálarlíí konunnar. Þegar hann var 23 ára að aldri giftist hann HEIMILISRITIÐ ' t 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.