Heimilisritið - 01.09.1945, Side 46

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 46
lagarnir voru að tínast að, hlaðnir herfangi. Margir voru ókomnir, svo að við F. gengum yfir á Ráðhústorgið. Hakakross- fáninn blakti yfir ráðhúsinu i mjúku skini kvöldsólarinnar. Þyrpingar þýzkra hermanna stóðu á torginu, en annars var þar allt óbreytt. Nokkrar athuganir í Brussel. Strætisvagnar voru á ferðinni, en einkabílum ekki leyft að aka. Þjóðverjar höfðu tekið þá flesta til sinna þarfa. Engin símaaf- greiðsla var l'eyfð. Kvikmynda- hús lokuð, en franskar og amer- ískar myndir voru enn í sýni- gluggunum. Herstjómin hefur bannað almenningi að hlusta á erlent útvarp. Víðsvegar voru festar upp áskoranir til íbú- anna frá borgarstjóranum, bæði á frönsku og flæmsku, um að gæta stillingar og virðuleika gagnvart hersveitum Þjóðverja. Amerískar skrifstofur festu upp auglýsingar, skráðar á pappír með merki sendiráðsins, á þessa leið: „Þetta er eign Bandaríkja- manna og undir vernd Banda- ríkjastjórnar“. Viðauki um 20. maí. Fórum frá Brussel seint í dag, og bílar okkar voru fullir af herfangi því, sem flestir höfðu keypt. Við komum aftur til Aachen um hálf níu í kvÖld. Eitt gekk mér að óskum. Eg náði samningi við ríkisútvarpið í Berlín um útvarp frá Köln klukkan hálf fimm í nótt. Þegar við vorum á leið- inni frá Brússel til Aaöhen rák- umst við á hóp af brezkum föngum. Það var einhversstaðar í hollenzka héraðinu Limborg, úthverfi Maastricht, að ég held. Þeir voru hnepptir saman í steinlögðum garði við aflagða verksmiðju. Við námum staðar og fórum þangað til að hafa tal af þeim. Það var dapur- legur hópur. Það er alltaf ömur- legt að sjá fanga, einkum eftir nýafstaðna orustu. Sumir voru auðsjáanlega með sprengjuhroll, aðrir særðir og allir úrvinda af þreytu. En það fékk mest á mig, hve vesaldarlegir þeir voru að líkamsburðum. Eg spurði ýmsa þessara drengja, hvaðan þeir væru, og hvað þeir störf- uðu heima. Um það bil helm- ingur þeirra var skrifstofumenn frá Liverpool, hinir frá London og stunduðu sömu störf. Þeir höfðu byrjað á heræfingum fvr- ir níu mánuðum, sögðu þeir, þégiar ófriðurinn hófst. En það duldist ekki, að þeir höfðu ekki getað bætt upp lélegt við- urværi, skort á fersku lofti, sól- skini og líkamsþjálfun árin fyrir ófriðinn. Eg vissi að þessir brezku 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.