Heimilisritið - 01.09.1945, Blaðsíða 26
er framkölluðu hann. Þrátt fyr-
ir slíkt atlæti og lofsöng, sem
fáir munu gera sér í hugar-
lund, hefur hann varðveitt upp-
runalegt hispursleysi sitt og er
alveg laus við yfirborðs-
mennsku og uppgerð, eins og
forfeður hans. Við hverja raun
hefur hann aukist að þrótti og
þori. Við kynningu góðra manna
og'í óeigingjarnri þjónustu fyrir
land sitt og þjóð, hefur hann
fundið hærra lífsgildi en varðar
SKRÍTLUR
STEFNA ÞINGMANNSINS
Þingmaður nokkur lauk ræðu ó
framboðsfundi í kjördæmi sínu, með
þessum orðum:
„Áheyrendur hafa nú heyrt stefnu
mína og heilaga sannfæringu! En
ef hún fellur þeim elcki í geð er
hægt að breyta henni“.
I NÚTIMA HJÓNABANDI
Hansenshjónin höfðu verið í
drykkjuveizlu kvöld eitt og voru
því ekki vel klár í kollinum, þegar
þau komu heim um nóttina Þau
gengu þó þegar til rekkju og sofn-
uðu bæði. Allt í einu sprettur fru
Hansen upp í 'rúminu, ýtir við
Hansen og hvíslar:
„Hysj! Eg heyrði eitthvert þrusk!
Það hlýtur að vera maðurinn minn
að koma heim“.
„Róleg, ligðu bara kyrr“, hvíslar
Hansen, þrífur föt sín og snakar
sér út um gluggann.
hans eigið líf. Eftir öllum
þeim mælikvörðum, sem við
erum mæld með, hefur hann
verið mældur, án þess að verða
léttvægur fundinn. Allt annað
er algert aukaatriði.
Eg veit að hann hlær að
þessu og segir: „Of mörg orð,
og þau öll of löng“.
Við skulum því ekki eyða
fleiri orðum. Látum lífssögu
þessa manns tala sínu máli.
ENDIR
„RÚSSNESKUR KAPÍTALISTI“
Þegar Rússar voru að sigra Finna
viltist einn Rússinn inn á land-
svæði, sem Finnar höfðu yfirráð
yfir. Þegar hann sá Finnana flýtti
hann sér að lyfta upp báðum hönd-
um og hrópaði: „Skjótið ekki! Eg
er rússneskur kapítalisti".
BITURT SVAR
Það var þegar Rússarnir, einir
síns liðs, voru að stöðva framsókn
Hitlers.
„Jæja“, sagði Englendingurinn og
leit upp úr Times í járnbrautar-
klefa nálægt London, „okkur virðist
ekki ætla að takast svo illa“.
Skuggalegur samferðamaður leit
hornauga til hans og sagði:
„Þér talið ágætlega ensku af
Rússa að vera“.
GÆTNI RAKARANS
Rakarameistarinn, við nýja læh-
inginn, sem á að raka í fyrsta sinn:
„Farðu nú gætilega, svo að þú
skerir þig ekki“.
24
HEIMILISRITIÐ