Heimilisritið - 01.09.1945, Side 48

Heimilisritið - 01.09.1945, Side 48
verið háð á vegunum, herir beggja aðila berjast akandi. Nær því hver borg var hálfeydd eða aleydd. En akrar í grend- inni voru ótroðnir. Bændumir, sem horfnir voru heim, stóðu þar að vinnu. Við komum til Eughien um hádegi og ókum til aðalstöðva Reichenau, hershöfðingja sjötta hersins. Þær voru í herragarði emum skammt frá borginni. Loftvarnarbyssum var hvar- vetna komið fyrir í hallar- garðinum. Þetta var einn hinna fögru herragarða í endurreisnar- stíl, sem stóðu víðsvegar um allar sveitir í Belgíu og Frakk- landi, og grasvöllurinn og garð- urinn framan við hana var ið- grænn og kyrrlátur. Eg hafði séð Reichenau nokkrum sinnum í Berlín fyrir ófriðinn, og hann tók á móti okkur í hallarhliðinu. Hann var sól'brendur og kvikur í spori, eins og hann var vanur og einglesið ómissandi skorðað á sínum stað. Hann rakti hernað- araðgerðimar fram til þessa dags af þýzkri nákvæmni og svo auðsærri hreinskilni að mig furðaði á, og tók aðeins mál- hvíld öðru hvoru til þess að svara spumingum okkar. Reichenau viðurkeimdi, að framrás Þjóðverja kynni nú að tefjast, ef Weygand ákveður að veita allsherjar viðnám. „Við hóf um þessa orustu fullkomlega ör- uggir“, sagði hann, „en gerum okkur engar tálvonir. Við vit- um, að yið eigum stórorustur fyrir höndum. Minnist þess, að undirbúningsviðureignir stóðu í marga daga við Waterloo. En úrslit höfuðorustunnar við Waterloo vom ráðin á átta stundum“. Eg hripaði lauslega nokkur fleiri af ummælum Reichenaus: „Hitler stjórnar þýzka hem- um í raun og veru frá aðalstöðv- um sínum. — — — Franskir sérfræðingar hafa að mestu um- sjón með því að sprengja vegi og brýr í Belgíu--------. Eg ek daglega um 150 mílur fram með víglínunni og enn hef ég enga loftorustu séð. Okkur undrar mjög, að Bandamenn skyldu ekki leggja kapp á að sprengja brýr, sem við gerðum yfir Maas- ána og Albertsskurðinn. — — — Bretar hafa tvö herfylki í Belgíu á sunnanverðri víglín- unni og miðri, en Belgar eru á norðurarminum og hafa miklar vélasveitir--------. Við höfum átt í höggi við eina herdeild frá Marokkó. Hún barðist hraustlega en skorti þrautseigju og lét bráðlega síga undan. Hörðustu orustumar fyrstu dag- ana voru fram með Alberts- skurðinum, og síðar við Dyle •46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.