Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 54
viðræðum, ef hann vildi svo við
ha£a.
Hann stanzaði skyndilega á
þrepskildi skrifstofunnar og
horfði einkennilega á Lesley.
Hún sprátt á fætur.
„Hm, já“, tautaði komumaður.
„Já, já, já“. Svo var eins og
hann kæmi allt í einu til sjálfs
sín aftur, hneigði sig kurteis-
lega og brosti: „Lesley Grant,
■er það ekki? Eg — eh — hélt
—“. Hann hætti við setninguna
og sneri sér að Dick. „Drengur
minn, nú er illt í efni“.
„Ha, hvað?“ æpti Lesley.
„Það hefur einhver stolið
riffli“, svaraði Lord Ashe. „Af-
sakið, frökin — eh — Grant,
en vitið þér hvað varð af riffl-
inum, þegar þér höfðuð fengið
Price hann, eftir þetta leiðin-
lega slys í dag?“
Lesley hristi höfuðið og það
fór hrollur um hana.
Lord Ashe leit til Dicks.
„Hafið þér nokkra hugmynd um
það, drengur minn?“
„Já, Bill Emshaw — banka-
fulltrúi eins og þér vitið —
kom að, og Price bað hann um
að líta eftir rifflunum á meðan
hann hjálpaði Middlesworth
lækni að flytja Sir Harvey
inn í bíl læknisins“.
„Já, þetta| hefur yíst ekki
•stórvægilega þýðingu“, sagði
Lord Ashe og bætti við eftir
andartaksþögn: „Eruð þér í bíl,
fröken Grant?“
„Bíl?“
„Já, til þes að fara í heim“,
sagði Lord Ashe. „Má ég bjóða
yður að sitja í hjá mér?“
„Þakka yður fyrir, Lord Ashe,
en ætli að það sé ekki bezte’að
ég gangi“.
Hún leit til Dicks og augu
hennar lýstu bæn um að hann
segði eitthvað, sem veitti henni
átyllu til að dvelja svolítið leng-
ur. Það var næstum æðisleg þrá
í svip hennar, er hún beið þögul
eftir því að Dick gæfi í skyn,
að þau þyrftu að tala nánar
saman. En hann yildi ekki gefa
bendingu í þá átt. Ef hún
dveldi fimm mínútum lengur í
návist hans myndi hann segja
henni allt eins og var.
Svo fóru þau, og hann fékk
verk fyrir hjartað, þegar hami
sá sviprnn á Lesley. Þau voru
ekki fyrr komin út, er hann
langaði til að kalla á eftir þeim:
„Komdu, farðu ekki! Það er
ekki satt! Eg ætla að segja þér
allt saman!“
En bíllinn ók af stað.
HANN gekk inn og hallaði
sér aftur á bak í legubekk.
„Það er bezt að liggja með
lokuð augun, svolitla stund“,
hugsaði hann með sér, „og
slökkva ekki. Ljósið heldur mér
HEIMTTISRITIÐ