Heimilisritið - 01.05.1947, Side 10

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 10
Hector Berlioz; franskur; 1803— 1869. Hann var Edgar Allan Poe tón- listarinnar, maður gæddur skugga- legu og frumlegu ímyndunarafli. Hann kemur manni oft á óvart og og enn er deilt um snilli lians. Tón- verk hans eru hnyttin og æsandi, stundum nokkuð leikaraleg, stund- um háfleyg. Symphonie Fantastique. Felix Mendelssohn; þýzkur; 1809 —1847. Stundum hnyttilega nefndur Felix eða sá hamingjusami. Hann samdi fáguð og glæsileg tónverk, létt og tindrandi. Hann var vin- sælasta tónskáld síns tíma, eftir- læti Viktoríu drottningar, og er nú á seinni tíð að öðlast auknar vin- sældar á ný. TónsmÁð við Jónsmessunœtur- draum. Fréderic Chopin; pólskur; 1810— 1849. Skáldlegur sem Keat, en ekki eins hreintær og sum vinsælustu lög hans gefa tilefni til að halda. Hann samdi næstum eingöngu lög fyrir píano — hina ódauðlegu valsa, masurka, polonaisur, són- ötur o. fl. Vals nr. 2 op. 6J,\. Robert Schumann; þýzkur; 1810— 1856. Hljómkviður hans búa yfir róm- antískum yndisþokka, einnig pí- anóverk hans, sem enn eru föst við- fangsefni snillinga. Enginn stóð honum framar í sköpun sönglaga, nema Schubert. Hann var mikill kennari, og vinur Brahms. Kinderscenen (í heimi barn- anna). Richard Wagner; þýzkur; 1813— 1883. Slæmur rithöfundur í óbundnu máli, en stórbrotinn snillingur í heimi tónanna, innilega tilbeðinn og hraklega smánaður. Hann víkkaði sjóndeildarhring tónlistar- innar næstum jafnmikið og Beet- hoven gerði á undan honum, og hann gaf okkur tignarlegasta og •hálfleygasta ástarsönginn — Tristan og ísolde. Giuseppe Verdi; ítalskur; 1813— 1901. Hann er annað og meira en höf- undur óperanna, sem niest eru raulaður í heiminum ('þó það væri nóg). Þegar hann var hniginn að aldri, var hann svo þróttmikill snillingur, að jafnvel enn í dag hafa tvær síðustu óperur hans, HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.