Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 13

Heimilisritið - 01.05.1947, Síða 13
Smásaga eftir HANNES SIGFÚSSON Athyglisverð fljótaskriftarbotnun ástarævintýris ÞAÐ ER ekki svo ýkjalangt síð- an — eitt ár, eða nákvæmlega ell- efu mánuðir — að ég varð vitni að athyglisverði-i fljótaskriftarbotnun ástarævintýris (eða draugasögu), sem hafði haldið áfram að gerast í tuttugu ár. Og þar sem mér finn- ast atburðirnir athvglisverðir, þá skrifa ég þá niður á pappírsörk og sendi til einhvers tímaritsins, hvar þú færð tækifæri til að lesa þá inn- an skamms — vdna ég: Ég var nýkominn heim til ís- lands eftir langa námsdvöl í Dan- mörku, og þar sem ég hafði verið svo heppinn að festa klærnar í vel- launaða framtíðaratvinnu jafn- skjótt og ég steig á land, fannst mér ég haia efni á því að gera mér glaða daga og lifa ríkmannlega andstætt venju. Og ég sólundaði tveim vikum í Skíðaskálanum í Hveradölum. En ég var óheppinn með veðrið. Þetta var í marzbyrjun, svo það kemur varla neinum grænlenzkt fyrir, þótt það hafi verið storma- samt og bjdjótt þarna uppi á heið- inni. Ég hafði ekki haft aðstöðu til að iðka skíðaíþróttina árum saman, og ég iðraðist þess dálítið, að ég var hingað kominn meðal ókunnugra, án þess að geta not- fært mér skíðabrekkurnar. Það voru fáir gestir í Skíðaskál- anum um þessar mundir: fjórar manneskjur auk mín: tvær full- orðnar konur og tveir miðaldra menn. Ég er ungur, og í fvrstu langaði mig ekki til að stofna -til kunningsskapar við nokkurt þeirra, einkum þar eð þau virtust ekki lrírða um andlegt samn'eyti hvert við annað eða mig. Þau sátu hvert í sínu horni og flettu blöðum og bókum án þess að yrðast á, og veðrið bannaði okkur skíðabrekk- urnar. Nú er kannski nauðsynlegt að eyða nokkrum orðum á iitlit gest- anna, áður en ég held lengra með söguna. Hái, gildvaxni maðurinn með hornspangagleraugun og svefn- gengilsfésið var rithöfundur á fimm- tugsaldri. (Ég hef reyndar lesið HEIMILISRITIÐ 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.