Heimilisritið - 01.05.1947, Blaðsíða 15
alit þetta kora okkur í stemmn-
ingu til að hlusta á raergjaða
draugasögu, og við hlustuðum og
litum spyrjandi hvert á annað. Og
þá var það, að konan sem ég hef
ekki eytt neinu púðri á, lauk upp
munninum öðru sinni:
— Ætli skáldið hafi ekki eitt-
hvað skemmtilegt að segja okkur
meðan við biðum eftir Ijósinu? Til
dæmis draugasögu?
— Eg veit ekki, sagði skáldið og
varp öndinni mæðulega, líkt og
konan hefði vakið hann af værum
blundi.
— Jú, það verðið þér endilega
að gera, sagði smávaxni maðurinn
feimnislega.
— Bíðum nú hæg, sagði skáldið.
Ég er ekki hjátrúarfulur: Hvernig
í ósköpunum á ég svo að fara að
því að segja ykkur draugasögu?
— Þér um það, upplauk konan
munninum hið þriðja sinn og hló
við.
— Allright, ég skal gjarnan segja
ykkur draugasögu, sagði skáidið
að lokum. Og síðan hóf hann sög-
una:
— Það eru nú hartnær tuttugu
ár síðan, og ég var ungur þá, tutt-
ugu og fjögra ára. Árinu áður hafði
ég debúterað með róman og hlot-
ið lofsainlega dóma, og nú hafði ég
búið sumarlangt í litlu húsi í ná-
munda við Grindavík. Eg vann að
nýrri skáldsögu. Húsið var mjög
heppilegt fyrir mann, sem einbeitti
sér að andlegri vinnu, og um haust-
ið hafði ég lokið bókinni. Systir
min hafði verið ráðskona hjá mér
þessa mánuði. Daginn áður en við
fluttum aftur til höfuðstaðarins
fórum við fótgangandi til Grinda-
víkur til að undirbúa flutninginn,
tryggja okkur bíl q. s. frv., auk
þess til að kveðja vin minn lækn-
inn.
Við vorum í þorpinu þar til liðið
var fast að miðnætti. Læknirinn
vildi ólmur að við gistum hjá sér
um nóttina, en ég hafnaði boðinu.
Veður var gott, kyrr.t og bjart af
tungli og þ>að var ekki meira en
þrjúkortérs gangur út að húsinu.
Vegurinn lá drjúgan spöl inn
með ströndinni.
Systir mín var dálítið myrkfæl-
in og ég leiddi hana og reyndi að
belja í hana kjark með spaugsyrð-
um. Það var fullt tungl og hafið
hvíldi í srlfurhvítri þögn svo langt
sem augað eygði. Mér fannst hlægi-
legt að vera myrkfælinn í svo
björtu og unaðslegu veðri, en
skömmu síðar hafði óttinn náð
kverkataki á mér líka. Því í sama
mund og vegurinn sveígði inn í
hraunið . greip systir mín skyndi-
lega um handlegg mér og hvíslaði
óttaslegin:
— Sjáðu, sjáðu! Hver getur þetta
verið?
Spölkorn á undan okkur á veg-
inuni sá ég á bakið á manni. Hahn
var lítill vexti og virtist klæddur
9
HEIMILISRITIÐ