Heimilisritið - 01.05.1947, Side 16

Heimilisritið - 01.05.1947, Side 16
skósíðri úlpu svipaðri og grindvísk- ir sjómenn eru vanir að nota. Hann gekk hljóðlaust og það var eitt- hvað svífandi við hreyfingar hans. í þá átt sem hann gekk var engin byggð nema húsið sem við syst- kinin höfðum á leigu. Það var eins og maðurinn hefði fallið af himn- um ofan, við höfðum ekki orðið vör við neina hreyfingu á undan okkur á veginum fyrr. Hann gekk sem sé hljóðlaust og var draugs- legur í tunglskininu. Eg smitaðist af skelfingu systur mirinar, en reyndi að breiða yfir það, og við béldum áfram líkt og ekkert hefði í skorizt. — Þetta er eflaust einhver róm- antísk sál úr þorpinu, sagði ég hughreystandi við systur mína. Viltu að ég hrópi á hann? En ég er ekki viss um að ég hefði hrópað, þótt hún hefði æskt þess. Mig grunaði, að ekki væri allt með fel'ldu um manninn. Góð stund leið og þessi skugga- legi náungi var alltaf á undan okk- ur á veginum. Ég reyndi að hrista hann af okkur með því að hægja gönguna*en þá hægði hann líka á sér og gætti þess vandlega að fjar- lægðin yrði ætíð hin sama. Loks var ég orðinn svo þreyttur af að hafa hann þarna ætíð fyrir augun- um, að ég ákvað að taka hann til bæna og segja honum nokkur vel valin orð, þrátt fyrir hræðsluna. Og að þessu sinni herti ég gönguna. En það virtist ekki heldur ætla að koma að notum, fjarlægðin á milli okkar var ailtaf hin sama. Þá hljóp ég frá systur minni án þess að hirða um skelfingarhróp lienn- ar, hljóp eins og ég mátti, gníst- andi tönnum af bræði, þó með skelfingu á stærð við deliciousepli í kverkunum, og sannfærður um að maðurinn myndi hverfa og leysast upp í ekkert um leið og ég lyfti hendinni til að grípa í úlpu- kragann hans. En þótt undarlegt kunni að virð- ast skeði hvorugt: hann leystist hvorki upp í ekkert né hljóp mér úr augsýn. Hann gerði hið þriðja, það sem ég hafði -ekki bú- izt við, það sem kom mér svo mjög á óvart, að ég gat hvorki hreyft legg eða lið í tíu mínútur: Hann spásséraði úr greipum mér! Með öðrum orðum: A beygjunni, þar sem vegurinn sveigði aftur nið- ur að ströndinni, gekk maðurinn beint út í hraunið, hljóðlaust og án þess að flýta sér, það var eins og hann vildi lokka mig með sér. Ég stóð eftir á vegbrúninni og sá hann ganga út í svart hraunið unz hann hvarf — ganga í þá átt sem engin lifandi sál átti bústað! Ég var lamaður af skelfingu. Systir mín kom hlaupandi og greip dauðahaldi um handlegg mér, en ég hafði engin spaugsyrði á tak- teinum. Óttinn skreið niður eftir bakinu á mér líkt og slepjug eitur- 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.