Heimilisritið - 01.05.1947, Qupperneq 17
slanga — ef ég má leytfa mér að
ýkja dálítið, sagði skáldið. Og svo
var það ekki meira.
— Er það ekki meira? spurði
óútskýrða konan vonsvákin. Það
getur ómögulega verið búið strax?
— Jú, nema hvað við áttum eft-
ir að sjá drauginn einu sinni enn,
sagði skáldið og var greinilega ást-
fangið af sjálfu sér, og það var
þegar við áttum á að gizka hundr-
að rnetra eftir heim að húsinu. Þar
stóð mikil grágrýtisvarða, og þeg-
ar við nálguðumst vörðuna sáum
við að það leystist út frá henni
vera sem starði á okkur nábleiku
andliti í tunglskininu. Það var
sami maðurinn. Eg þekkti bak-
svipinn þegar hann sneri sér við og
sveif hljóðlaust inn yfir hraunið.
Það rikti djúp þögn eftir að
skáldið hafði lokið frásögninni.
— Hafði nokkur framið sjálfs-
morð á þessum slóðum? sagði óút-
skýrða konan, til að rjúfa þögnina*
— Ekki það ég viti, sagði skáld:
ið og geispaði. En það getur verið
fyrir mér.
Ég hafði enga samúð með skáld-
inu fyrir að 'hafa sagt svona
heimskulega sögu, því það Var eitt-
hvað í fari mannsins sem vakti
hjá mér ógeð. Og ég bjó mig undir
að láta vanþóknun mína í ljós —
því ég er maður tilHtslaus — þeg-
ar ég varð þess áskynja að eitt-
hvað var að brjótast um í smá-
vaxna manninum. Hann var orð-
inn kríthvítur í framan, undir eld-
litnum, varirnar skulfu og augun
flöktu eirðarlaust milli skáldsins
og arinsins. Ég sá að hann lang-
aði til að spyrja einhvers, en á-
ræddi það ekki af einhverjum á-
stæðum. (Mundu að hann var
feiminn og Médrægur að eðlisfari).
En loks tókst honurn að stama því
fram:
— Fyrirgefið að ég spyr: Sögðuð
þér að þetta hefði skeð fyrir tutt-
ugu árum?
— Já, sagði skáldið.
— í Grindavík — eða réttara
sagt milli Grindavíkur og Móa-
kots — hússins á ég við?
— Já, eruð þér kunnugur á þess-
um .slóðum? sagði skáldið.
— Þetta var einkennilegt, muldr-
aði smávaxni maðurinn í barm
sinn.
— Hvað finnst yður svona ein-
kennilegt? sagði skáldið og tók
þetta af einhverjum ástæðum illa
upp.
En smávaxni maðurinn var ófá-
anlegur til að segja fleira. Hann
hristi einungis höfuðið þegar við
reyndum að grafast fyrir, hvað
honum hafði fundiztr svona ein-
kennilegt. En við fundum á okkur
að þarna bjó eitthvað á bak við,
og' gáfumst ekki upp, og loks sá
hann sér ekki annars kost en leysa
frá skjóðunni:
Jú, hann hafði verið búsettur í
Grindavík þetta sumar fyrir tutt-
HEIMILISRITIÐ
11