Heimilisritið - 01.05.1947, Page 28

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 28
Phil sleppti hendinni á Brigid. — Er þér ekki sama, Brigid? — Jú. En henni var ekki sama. Hún var bálreið. Bálreið við stúlk- una, en jafnvel enn reiðari við Phil. Gordon Baird sneri glasinu milli fingra sér. — Vertu ekki svona stúrinn, sagði hann kankvíslega. Lee er veiðiköttur, en eruð þið það ekki allar? — -Það er ekki af því — — Hún lauk ekki setningunni. — Þú gætir nú dansað við mig, sagði hann. — Þó það sé kannski lítill heiður, þá er það samt skárra en sitja þarna urrandi af bræði. Hún sendi honum óblítt a,ugna- ráð — Nei, ég þakka fyrir gott boð. — Þá það, sagði hann hlæjandi. Hún leit aftur út á dansgólfið. Leila hélt hendinni utan um háls- inn á Phil. Þau dönsuðu mjög inni- lega. ALLIR VORU að dansa nema Brigid og Gordon. Hann snerti arm hennar. — Heyrðu Brigid — það er ekki það, sem þú heitir? — ef þú vi'lt ekki dansa við mig, komdu þá með mér í svolítinn göngutúr. Þú getur þá bitið mig á barkann fyrir það, að ég skyldi koma hingað með hana systur mína. — Jæja, mér er sama, Brigid var 22 bæði reið og særð, og varir hennar skulfu. Þau gengu meðfram læk, sem rann eftir grasflöt út í sjóinn. Þau stóðu þarna og horfðu á stjörnurn- ar. Gordon kveikti sér í sígarettu. Ilann byrjaði að rabba við hana um ýmislegt. Hann vann í lög- fræðiskrifstofu, en var að biða eftir því að að verða tekinn sem liðsforingi í sjóherinn. Hann sagði henni frá ýmsu skemmtilegu, sem fyrir hann bar á skólaárunum, eða þegar hann teiknaði skopmyndir af skrifstofufólkinu. Þau hlógu bæði, og henni var farið að geðjast vel að honum, cn ekki gat hún gert sér grein fyrir því, hvað honum fyndist um hana. Hún var ekki viss um, hvort hann væri að leggja sig fram um að vera vingjarnlegur við hana eða skopast að henni. Loks, þegar þau voru í þann veg að snúa aftur til dansins, þá sagði hann. — Brigid, hvað heldurðu, að þú gerðir, ef ég tæki utan um þig? Það var stríðnishreimur í röddinni, en þó var þar líka eitt» hvað annað. — Það myndi ég ekki leyfa þér, sagði hún með svo mikilli sann- færingu, að hann gat ekki stillt sig um að hlæjá. — Vertu óhrædd. Ég ætlaði mér það ekki. Mig langaði bara til að vita---------- — Ef maður er ástfanginn, þá HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.