Heimilisritið - 01.05.1947, Page 37

Heimilisritið - 01.05.1947, Page 37
brosti á móti. Nú fannst henni hann aftur vera nálægur sér. Hann tók í hönd hennar og þrýsti hana. — Brigid, þú skalt ekki iáta hálfa ævina líða þannig, að þú lærir ekki að haga þér öðru vísi en asnakjálki. Fyrirgefðu þess- um pilti þínum. Hann leit á hana. — Þú verður einhvern tíma að byrja — og því fyrr því betra. Við erum bæði eigingjörn, Brigid. En það dugar ekki. Við höldum, að við séum einhverjir englar, en það erum við sannarlega ekki. Við er- um púkarnir í sjálfum okkur. Mundu það. Og hringdu í þennan strák. — Ég skal gera það, Rory, svar- aði hún — og var alveg hissa á því, hve henni létti við það lof- orð. SKÖMMIJ síðar fór hún út. Móðir hennar var ennþá í for- salnum. — Við skulum lofa Rory að sofa, Brigid. Við skulum fá okkur te. Brigid brosti, og brosið var svar við því, sem hana langaði til að segja: — Ég hataði þig aldrei — ég saknaði þín svo mikið — við Rory vorum ekki með sjálfum okk- ur, meðan þú varst burtu. — Hvaða ungi maður var hérna áðan, Brigid? — Hann heitir Gordon Baird. Þegar hún nefndi nafn hans, þá gerðist eitthvað innra með henni. Gordon. Áður var það Phil. En nú var það breytt. Svo hugsaði hún með sér: — Nú þarf ég ekki að fyrirgefa Phil. Hún vissi það allt í einu. Hún var ekki lengur ástfangin af hon- um. Framkoma hans hafði ekki sært hana vegna þess að hún elsk- aði hann, heldur hafði henni gram- ist aðeins vegna þess, að hún gat ekki þolað, að hann renndi hýru auga til annarrar. Svo hafði hann líka misskilið hana í kvöld —. — Ég þarf ekki að fyrirgefa hon- um. En hún þurfti þess nú samt. ÍYm varð að fyrirgefa Phil. Rory vildi, að hún gerði það. Hún varð að vera vingjarnleg við Phil. Það var svo auðvelt að vera óvingjarn- leg. Það var svo auðvelt að hafa á réttu að standa. Einhver — líkur Gordon Baird — yrði að vita, að hún gæti verið vingjarnleg, áður en hann kæmi aftur. — En ég get aldrei sagt hon- um það. En innst í hjarta sínu vissi hún, að hann myndi samt vita það. B N D I R ÁKJÓSANLEG — AÍSur en ég ræð yður hér á skrifstof- una langar mig til að vita, hvers vegna þér hættuð þar sem þér unnuð síðast. — Eg held að konu húsbóndans hafi ekki h'kað framkoma mannsins síns við mig, — Getið þér byrjað á morgun? HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.